Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 5. apríl 2022 11:30 Fyrirsætan Blac Chyna segist hafa þurft að losa sig við þrjár bifreiðar á dögunum. Getty/Michael Tran Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. Chyna á hinn níu ára gamla King Cairo með rapparanum Tyga og hina fimm ára gömlu Dream með Rob Kardashian. Eftir að Chyna setti inn umrædda færslu var Kardashian fljótur að svara fyrir sig og skrifaði: „Ég borga 37 þúsund dollara á ári fyrir skólavist dóttur minnar. Ég sé um allan lækniskostnað. Ég borga fyrir allar hennar tómstundir. Ég er með dóttur mína frá þriðjudögum til laugardaga. Af hverju ætti ég að borga meðlag?“ Chyna og Kardashian voru par árið 2016. En hún átti í sambandi við Tyga árin 2012-2014. Þess má geta að á meðan Chyna og Kardashian voru saman, átti Tyga í sambandi við Kylie Jenner, systur Kardashian, og hittust Chyna og Tyga því í fjölskylduboðum Kardashian fjölskyldunnar. Athugasemd Kardashian vakti mikla athygli og fylgdi Tyga fast á eftir með annarri athugasemd: „Ég borga 40 þúsund dollara á ári fyrir skólavist sonar míns og hann býr hjá mér mánudaga til laugardaga. Af hverju ætti ég að borga meðlag?“ Nokkru seinna skrifaði Tyga svo aðra athugasemd þar sem hann furðaði sig á því að Kardashian skyldi borga minna en hann. Þessari Twitter-umræðu var þó eytt út og birti fyrirsætan nýja tilkynningu skömmu seinna þar sem hún sagðist nú ætla að einbeita sér að réttarhöldum sínum gegn Kris Jenner, Kim Kardashian og Khloé Kardashian og Kylie Jenner. Kveðst fyrirsætan hafa verið með vinsælan þátt sem mæðgurnar hafi látið taka af dagskrá árið 2017. Það hafi ekki aðeins haft fjárhagsleg áhrif, heldur einnig mikil áhrif á börnin hennar. „Að réttarhöldunum loknum mun ég geta sagt King og Dream með stolti að ég hafi gert allt sem ég gat til þess að leiðrétta það ranga sem þær gerðu mér,“ skrifar Chyna í tilkynningunni. Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar í morgun. Klippa: Brennslute vikunnar: Óskarsverðlaunin, Blac Chyna og Coachella Brennslan FM957 Hollywood Twitter Tengdar fréttir Davidson orðinn vel merktur Kardashian fyrir lífstíð Grínistinn Pete Davidson sýndi nýlega nýtt húðflúr tileinkað kærustu sinni Kim Kardashian. Þetta er ekki fyrsta húðflúrið sem hann fær sér tileinkað henni og má því segja að hann sé vel merktur - og það fyrir lífstíð. 29. mars 2022 13:30 Bennifer með augastað á 6,5 milljarða króna ástarhreiðri Stjörnuparið Ben Affleck og Jennifer Lopez standa um þessar mundir í fasteignakaupum. Talið er að parið hafi boðið um 6,5 milljarða íslenskra króna í eignina sem inniheldur meðal annars sautján baðherbergi. 22. mars 2022 11:31 Harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um konur í viðskiptum: „Það nennir enginn að vinna þessa dagana“ Athafnakonan Kim Kardashian sagði í viðtali á dögunum að til þess að ná árangri í viðskiptum þyrftu konur einfaldlega að leggja harðar að sér. Fyrir þessi ummæli var hún harðlega gagnrýnd, enda er Kardashian fædd inn í afar auðuga fjölskyldu. Til þess að beina athyglinni frá þessum ummælum greip Kardashian til þess ráðs að birta fyrstu myndina af kærasta sínum Pete Davidson á Instagram-síðu sinni og virðist það hafa virkað vel. 15. mars 2022 12:32 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira
Chyna á hinn níu ára gamla King Cairo með rapparanum Tyga og hina fimm ára gömlu Dream með Rob Kardashian. Eftir að Chyna setti inn umrædda færslu var Kardashian fljótur að svara fyrir sig og skrifaði: „Ég borga 37 þúsund dollara á ári fyrir skólavist dóttur minnar. Ég sé um allan lækniskostnað. Ég borga fyrir allar hennar tómstundir. Ég er með dóttur mína frá þriðjudögum til laugardaga. Af hverju ætti ég að borga meðlag?“ Chyna og Kardashian voru par árið 2016. En hún átti í sambandi við Tyga árin 2012-2014. Þess má geta að á meðan Chyna og Kardashian voru saman, átti Tyga í sambandi við Kylie Jenner, systur Kardashian, og hittust Chyna og Tyga því í fjölskylduboðum Kardashian fjölskyldunnar. Athugasemd Kardashian vakti mikla athygli og fylgdi Tyga fast á eftir með annarri athugasemd: „Ég borga 40 þúsund dollara á ári fyrir skólavist sonar míns og hann býr hjá mér mánudaga til laugardaga. Af hverju ætti ég að borga meðlag?“ Nokkru seinna skrifaði Tyga svo aðra athugasemd þar sem hann furðaði sig á því að Kardashian skyldi borga minna en hann. Þessari Twitter-umræðu var þó eytt út og birti fyrirsætan nýja tilkynningu skömmu seinna þar sem hún sagðist nú ætla að einbeita sér að réttarhöldum sínum gegn Kris Jenner, Kim Kardashian og Khloé Kardashian og Kylie Jenner. Kveðst fyrirsætan hafa verið með vinsælan þátt sem mæðgurnar hafi látið taka af dagskrá árið 2017. Það hafi ekki aðeins haft fjárhagsleg áhrif, heldur einnig mikil áhrif á börnin hennar. „Að réttarhöldunum loknum mun ég geta sagt King og Dream með stolti að ég hafi gert allt sem ég gat til þess að leiðrétta það ranga sem þær gerðu mér,“ skrifar Chyna í tilkynningunni. Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar í morgun. Klippa: Brennslute vikunnar: Óskarsverðlaunin, Blac Chyna og Coachella
Brennslan FM957 Hollywood Twitter Tengdar fréttir Davidson orðinn vel merktur Kardashian fyrir lífstíð Grínistinn Pete Davidson sýndi nýlega nýtt húðflúr tileinkað kærustu sinni Kim Kardashian. Þetta er ekki fyrsta húðflúrið sem hann fær sér tileinkað henni og má því segja að hann sé vel merktur - og það fyrir lífstíð. 29. mars 2022 13:30 Bennifer með augastað á 6,5 milljarða króna ástarhreiðri Stjörnuparið Ben Affleck og Jennifer Lopez standa um þessar mundir í fasteignakaupum. Talið er að parið hafi boðið um 6,5 milljarða íslenskra króna í eignina sem inniheldur meðal annars sautján baðherbergi. 22. mars 2022 11:31 Harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um konur í viðskiptum: „Það nennir enginn að vinna þessa dagana“ Athafnakonan Kim Kardashian sagði í viðtali á dögunum að til þess að ná árangri í viðskiptum þyrftu konur einfaldlega að leggja harðar að sér. Fyrir þessi ummæli var hún harðlega gagnrýnd, enda er Kardashian fædd inn í afar auðuga fjölskyldu. Til þess að beina athyglinni frá þessum ummælum greip Kardashian til þess ráðs að birta fyrstu myndina af kærasta sínum Pete Davidson á Instagram-síðu sinni og virðist það hafa virkað vel. 15. mars 2022 12:32 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir 35 lönd taka þátt í Eurovision á næsta ári Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira
Davidson orðinn vel merktur Kardashian fyrir lífstíð Grínistinn Pete Davidson sýndi nýlega nýtt húðflúr tileinkað kærustu sinni Kim Kardashian. Þetta er ekki fyrsta húðflúrið sem hann fær sér tileinkað henni og má því segja að hann sé vel merktur - og það fyrir lífstíð. 29. mars 2022 13:30
Bennifer með augastað á 6,5 milljarða króna ástarhreiðri Stjörnuparið Ben Affleck og Jennifer Lopez standa um þessar mundir í fasteignakaupum. Talið er að parið hafi boðið um 6,5 milljarða íslenskra króna í eignina sem inniheldur meðal annars sautján baðherbergi. 22. mars 2022 11:31
Harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um konur í viðskiptum: „Það nennir enginn að vinna þessa dagana“ Athafnakonan Kim Kardashian sagði í viðtali á dögunum að til þess að ná árangri í viðskiptum þyrftu konur einfaldlega að leggja harðar að sér. Fyrir þessi ummæli var hún harðlega gagnrýnd, enda er Kardashian fædd inn í afar auðuga fjölskyldu. Til þess að beina athyglinni frá þessum ummælum greip Kardashian til þess ráðs að birta fyrstu myndina af kærasta sínum Pete Davidson á Instagram-síðu sinni og virðist það hafa virkað vel. 15. mars 2022 12:32