Situr stjórnarfundi Gróttu frá Þýskalandi: „Nenni ekki að tuða og vil frekar gera eitthvað sjálfur“ Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2022 09:00 Viggó Kristjánsson hefur verið hluti af íslenska landsliðinu á síðustu stórmótum eftir að hafa leikið sinn fyrsta A-landsleik í október 2019. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Á milli þess sem að Viggó Kristjánsson skorar mörk í bestu landsdeild heims í handbolta, eða fyrir íslenska landsliðið, situr hann stjórnarfundi hjá áhugamannafélagi á Íslandi og vill greiða götu þeirra sem hyggjast feta í hans fótspor. Íþróttaferill Viggós er um margt merkilegur. Hann getur státað sig af því að hafa spilað fótbolta með einu besta liði landsins árið 2013, Breiðabliki, en svo skipt um braut og tekið handboltaskóna fram að nýju með Gróttu sem leiddi hann svo áfram í atvinnumennsku í Danmörku, Austurríki og Þýskalandi. Viggó, sem er 28 ára gamall, fer jafnframt ótroðnar slóðir innan handboltaheimsins og tók í fyrra sæti í stjórn handknattleiksdeildar Gróttu – félagsins sem hann lék með upp alla yngri flokka og í meistaraflokki. „Mér þykir vænt um félagið og ástæðan fyrir því að ég er atvinnumaður í dag er að það var góður grunnur og allt til staðar hjá Gróttu. Ég vona að það haldi áfram svo að einhverjir geti fengið sömu tækifæri og ég fékk,“ segir Viggó. „Rann blóðið til skyldunnar“ Hann vill sjálfur sem minnst úr því gera að hann sé farinn að sinna sjálfboðastarfi fyrir sitt æskufélag, þrátt fyrir að vera enn á fullu í atvinnumennsku með Stuttgart í Þýskalandi, en hvað kom til að hann tók stjórnarsæti? „Númer eitt þá er ég mikill Gróttumaður og vil hjálpa mínu liði. Þegar stjórnin hætti í fyrra þá var biðlað til Gróttumanna sem hefðu áhuga á því að gefa kost á sér í stjórn og mér rann bara blóðið til skyldunnar. Það er alltaf nóg í öllum félögum af fólki sem tuðar yfir því að hitt eða þetta sé ekki gert en gerir síðan ekkert í því sjálft. Ég nenni ekki að vera að tuða og vil frekar reyna að gera eitthvað sjálfur,“ segir Viggó sem situr því stjórnarfundi reglulega við tölvuskjáinn: „Já, þetta er í rauninni ekkert mál. Það eina sem ég hef ekki er viðvera á leikjum en annars sit ég stjórnarfundi, heyri í leikmönnum, þjálfurum og styrktaraðilum. Það er í raun ekkert mál að gera það í gegnum síma og tölvu.“ Viggó Kristjánsson á æfingu landsliðsins hér á landi í vetur.vísir/vilhelm Karlalið Gróttu er að ljúka sinni annarri leiktíð í efstu deild eftir að hafa komist upp úr næstefstu deild árið 2020. Ljóst er að liðið er sloppið við fall og vel það, og þar til á síðustu sekúndu í gærkvöld var mögulegt að það kæmist inn í úrslitakeppnina. Kvennalið Gróttu, sem varð Íslands- og bikarmeistari árið 2015 og aftur Íslandsmeistari 2016, er hins vegar í næstefstu deild en á enn möguleika á að vinna sér sæti í úrvalsdeild í vor. „Það er eins og hjá mörgum félögum að þetta fer oft eftir því hverjir sitja í stjórn hverju sinni og sinna sjálfboðastarfinu. Í þessum stærri félögum sem hafa náð stöðugleika yfir árin má oft sjá formann sem hefur setið lengi,“ segir Viggó og nefnir sem dæmi Þorgeir Haraldsson formann handknattleiksdeildar Hauka til margra ára, Börk Edvardsson formann knattspyrnudeildar Vals, og fleiri foringja. Vill stöðugleika og stigvaxandi árangur „Það skiptir svo rosalega miklu máli að vera með stjórn og fólk sem er til í að starfa í þessu yfir lengri tíma. Við höfum kannski ekki alveg náð því úti á Nesi, skipt svolítið ört um stjórnir og fólk kannski setið í 2-3 ár. Árangurinn hefur farið upp og niður eftir því. Ég er kominn til að vera þarna og við reynum að taka eitt skref í einu,“ segir Viggó. „Markmiðið núna er að koma karlaliðinu í úrslitakeppni, vonandi núna [innsk.: viðtalið var tekið áður en örlög Gróttu réðust í gærkvöld] en annars á næsta tímabili. Sömuleiðis geta stelpurnar komist upp, ef ekki í ár þá á næsta tímabili, og við ætlum okkur að vera með bæði karla- og kvennalið í efstu deild. Að sama skapi viljum við hlúa eins vel og við getum að yngri flokkunum; hafa færa þjálfara og auðvitað reyna sífellt að bæta við iðkendafjöldann. Þetta lítur vel út og ég hef alla vega fulla trú á að við getum tekið eitt skref upp á við á hverju ári,“ segir Viggó. Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Íþróttaferill Viggós er um margt merkilegur. Hann getur státað sig af því að hafa spilað fótbolta með einu besta liði landsins árið 2013, Breiðabliki, en svo skipt um braut og tekið handboltaskóna fram að nýju með Gróttu sem leiddi hann svo áfram í atvinnumennsku í Danmörku, Austurríki og Þýskalandi. Viggó, sem er 28 ára gamall, fer jafnframt ótroðnar slóðir innan handboltaheimsins og tók í fyrra sæti í stjórn handknattleiksdeildar Gróttu – félagsins sem hann lék með upp alla yngri flokka og í meistaraflokki. „Mér þykir vænt um félagið og ástæðan fyrir því að ég er atvinnumaður í dag er að það var góður grunnur og allt til staðar hjá Gróttu. Ég vona að það haldi áfram svo að einhverjir geti fengið sömu tækifæri og ég fékk,“ segir Viggó. „Rann blóðið til skyldunnar“ Hann vill sjálfur sem minnst úr því gera að hann sé farinn að sinna sjálfboðastarfi fyrir sitt æskufélag, þrátt fyrir að vera enn á fullu í atvinnumennsku með Stuttgart í Þýskalandi, en hvað kom til að hann tók stjórnarsæti? „Númer eitt þá er ég mikill Gróttumaður og vil hjálpa mínu liði. Þegar stjórnin hætti í fyrra þá var biðlað til Gróttumanna sem hefðu áhuga á því að gefa kost á sér í stjórn og mér rann bara blóðið til skyldunnar. Það er alltaf nóg í öllum félögum af fólki sem tuðar yfir því að hitt eða þetta sé ekki gert en gerir síðan ekkert í því sjálft. Ég nenni ekki að vera að tuða og vil frekar reyna að gera eitthvað sjálfur,“ segir Viggó sem situr því stjórnarfundi reglulega við tölvuskjáinn: „Já, þetta er í rauninni ekkert mál. Það eina sem ég hef ekki er viðvera á leikjum en annars sit ég stjórnarfundi, heyri í leikmönnum, þjálfurum og styrktaraðilum. Það er í raun ekkert mál að gera það í gegnum síma og tölvu.“ Viggó Kristjánsson á æfingu landsliðsins hér á landi í vetur.vísir/vilhelm Karlalið Gróttu er að ljúka sinni annarri leiktíð í efstu deild eftir að hafa komist upp úr næstefstu deild árið 2020. Ljóst er að liðið er sloppið við fall og vel það, og þar til á síðustu sekúndu í gærkvöld var mögulegt að það kæmist inn í úrslitakeppnina. Kvennalið Gróttu, sem varð Íslands- og bikarmeistari árið 2015 og aftur Íslandsmeistari 2016, er hins vegar í næstefstu deild en á enn möguleika á að vinna sér sæti í úrvalsdeild í vor. „Það er eins og hjá mörgum félögum að þetta fer oft eftir því hverjir sitja í stjórn hverju sinni og sinna sjálfboðastarfinu. Í þessum stærri félögum sem hafa náð stöðugleika yfir árin má oft sjá formann sem hefur setið lengi,“ segir Viggó og nefnir sem dæmi Þorgeir Haraldsson formann handknattleiksdeildar Hauka til margra ára, Börk Edvardsson formann knattspyrnudeildar Vals, og fleiri foringja. Vill stöðugleika og stigvaxandi árangur „Það skiptir svo rosalega miklu máli að vera með stjórn og fólk sem er til í að starfa í þessu yfir lengri tíma. Við höfum kannski ekki alveg náð því úti á Nesi, skipt svolítið ört um stjórnir og fólk kannski setið í 2-3 ár. Árangurinn hefur farið upp og niður eftir því. Ég er kominn til að vera þarna og við reynum að taka eitt skref í einu,“ segir Viggó. „Markmiðið núna er að koma karlaliðinu í úrslitakeppni, vonandi núna [innsk.: viðtalið var tekið áður en örlög Gróttu réðust í gærkvöld] en annars á næsta tímabili. Sömuleiðis geta stelpurnar komist upp, ef ekki í ár þá á næsta tímabili, og við ætlum okkur að vera með bæði karla- og kvennalið í efstu deild. Að sama skapi viljum við hlúa eins vel og við getum að yngri flokkunum; hafa færa þjálfara og auðvitað reyna sífellt að bæta við iðkendafjöldann. Þetta lítur vel út og ég hef alla vega fulla trú á að við getum tekið eitt skref upp á við á hverju ári,“ segir Viggó.
Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita