Vilja til Rússlands en flykkjast til Íslands í sumar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. apríl 2022 21:01 Laxveiðisumarið fer senn að hefjast á Íslandi. Vorveiði í sjóbirting er þegar komin á fullt. vísir/Jóhann K Ísland er orðið eftirsóttasta laxveiðilandið nú þegar erfitt er að komast til Rússlands að veiða. Það stefnir allt í gott laxveiðisumar í ár. Vorveiðin er komin á fullt og keppast veiðimenn nú við að slíta sjóbirting upp úr ám landsins. „Þetta er allt að byrja. Ég meina menn byrjuðu núna 1. apríl og það byrjaði bara ágætlega í sjóbirtingi víða. Og tíðarfarið gott,“ segir Þröstur Elliðason, eigandi Veiðiþjónustunnar Strengja. Síðustu tvö ár hafa ekki verið upp á marga fiska í laxveiðinni - bókstaflega. En Þröstur segir horfurnar betri nú. Það stefnir allt í gott laxveiðiár. Að minnsta kosti virðist þetta vera árið þar sem óhætt er að seigja að Ísland er eftirsóttasti kosturinn fyrir laxveiðimenn. „Ég held að það sé nokkuð líklegt. Allavega á meðan staðan er svona í Rússlandi,“ segir Þröstur. Ekki um auðugan garð að gresja Salan á veiðileyfum gengur ansi vel hjá flestum leigutökum og nú eru hópar erlendra veiðimanna sem fara venjulega til Rússlands að veiða farnir að bóka veiði á Íslandi. „Já, já, það er eitthvað um það. Þetta er svona rétt að byrja. Við erum aðeins varir við það. Mér heyrist svona á aðilum þarna úti í Rússlandi að þeir hafa hangið í að halda hugsanlegum möguleika opnum en mér skilst að þetta sé nú allt að loka hvað úr hverju þarna uppi í Rússlandi,“ segir Þröstur. Þröstur Elliðason segir Íslendingum hafi fjölgað í laxveiðinni á síðustu árum.vísir/sigurjón Allt stefnir í það að laxveiðiárnar í Rússlandi loki í sumar fyrir ferðamenn frá hinum ýmsu þjóðum. „Og þá er ekkert um auðugan garð að gresja. Ísland og Kólaskagi í Rússlandi hafa verið bestu laxveiðisvæðin. Noregur, Skotland og Kanada... veiðin hefur ekki verið mjög góð þar,“ segir Þröstur. Og aðsóknin virðist ætla að verða meiri en nokkru sinni því til viðbótar við erlenda veiðimenn er auðvitað mikill fjöldi íslenskra veiðimanna. Vinsældir laxveiði hafa nefnilega aukist mjög á Íslandi á allra síðustu árum. „Það má segja að við Covidið hafi margir ekki farið út fyrir landsteina og leitað hérna að afþreyingu innanlands og sú afþreying hefur verið þar á meðal í stangveiðinni. Og við höfum fundið það,“ segir Þröstur. Rússland Stangveiði Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Vorveiðin er komin á fullt og keppast veiðimenn nú við að slíta sjóbirting upp úr ám landsins. „Þetta er allt að byrja. Ég meina menn byrjuðu núna 1. apríl og það byrjaði bara ágætlega í sjóbirtingi víða. Og tíðarfarið gott,“ segir Þröstur Elliðason, eigandi Veiðiþjónustunnar Strengja. Síðustu tvö ár hafa ekki verið upp á marga fiska í laxveiðinni - bókstaflega. En Þröstur segir horfurnar betri nú. Það stefnir allt í gott laxveiðiár. Að minnsta kosti virðist þetta vera árið þar sem óhætt er að seigja að Ísland er eftirsóttasti kosturinn fyrir laxveiðimenn. „Ég held að það sé nokkuð líklegt. Allavega á meðan staðan er svona í Rússlandi,“ segir Þröstur. Ekki um auðugan garð að gresja Salan á veiðileyfum gengur ansi vel hjá flestum leigutökum og nú eru hópar erlendra veiðimanna sem fara venjulega til Rússlands að veiða farnir að bóka veiði á Íslandi. „Já, já, það er eitthvað um það. Þetta er svona rétt að byrja. Við erum aðeins varir við það. Mér heyrist svona á aðilum þarna úti í Rússlandi að þeir hafa hangið í að halda hugsanlegum möguleika opnum en mér skilst að þetta sé nú allt að loka hvað úr hverju þarna uppi í Rússlandi,“ segir Þröstur. Þröstur Elliðason segir Íslendingum hafi fjölgað í laxveiðinni á síðustu árum.vísir/sigurjón Allt stefnir í það að laxveiðiárnar í Rússlandi loki í sumar fyrir ferðamenn frá hinum ýmsu þjóðum. „Og þá er ekkert um auðugan garð að gresja. Ísland og Kólaskagi í Rússlandi hafa verið bestu laxveiðisvæðin. Noregur, Skotland og Kanada... veiðin hefur ekki verið mjög góð þar,“ segir Þröstur. Og aðsóknin virðist ætla að verða meiri en nokkru sinni því til viðbótar við erlenda veiðimenn er auðvitað mikill fjöldi íslenskra veiðimanna. Vinsældir laxveiði hafa nefnilega aukist mjög á Íslandi á allra síðustu árum. „Það má segja að við Covidið hafi margir ekki farið út fyrir landsteina og leitað hérna að afþreyingu innanlands og sú afþreying hefur verið þar á meðal í stangveiðinni. Og við höfum fundið það,“ segir Þröstur.
Rússland Stangveiði Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira