Nei eða já: Westbrook í Lakers var tilraun sem klikkaði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2022 23:31 Strákarnir í þættinum Lögmál leiksins fóru um víðan völl í „Nei eða já“ í síðasta þætti. Stöð 2 Sport Liðurinn „Nei eða já“ var á sínum stað í seinasta þætti af Lögmáli leiksins og rétt eins og fyrri daginn fóru strákarnir um víðan völl. Fyrir þá sem ekki vita þá virkar „Nei eða já“ þannig að þáttastjórnandinn Kjartan Ati Kjartansson ber fram fullyrðingu og sérfræðingar hans segja annað hvort nei eða já, með tilheyrandi rökstuðningi. Þeir hófu leik á því að velta fyrir sér hvort að Luka Doncic ætti að fá meiri ást þegar kemur að umræðunni um mikilvægasta leikmann deildarinnar. Allir voru þeir sammála því að hann ætti ekki að vera nálægt toppnum, en að hann væri búinn að eiga frábæra undanfarna mánuði. Russel Westbrook, leikmaður Los Angeles Lakers, var svo næsta umræðuefni. Kjartan Atli bað strákana um að segja til um hvort að hann yrði áfram í Lakers-treyju á næsta tímabili og allir voru þeir sammála um að svo yrði ekki. „Nei. Honum verður hent einhvernveginn í burtu þaðan,“ sagði Tómas Steindórsson. „Það er búið að gera hann að scapegoat (í. blóraböggli) þetta tímabilið og hann virðist ekkert vera að falla vel inn í kemestríuna þarna og það er alltaf eitthvað vesen á honum. Þannig ég held að þeir losi sig við hann og fái bara eitthvað jafn dapurt til baka.“ Sigurður Orri Kristjánsson var sammála kollega sínum og sagði að líklega þyrftu Lakers-menn að borga með honum. „Já, heldur betur. Þetta er náttúrulega einn af stærstu samningunum. Þeir þurfa að borga með honum og hann verður ekki í Lakers-treyju á næsta ári held ég,“ sagði Sigurður. „Ég held að þeir séu bara tilbúnir að segja að þessi tilraun klikkaði og Russ verður bara glaður. Hann fer í lélegra lið þar sem hann fær að vera með boltann allan tímann.“ Hörður Unnsteinsson var einnig sammála þeim félögum og gekk svo langt að segja að það væri í raun alveg sama hver kæmi í staðinn. „Já ég held að hann sér farinn. Ég held að það sé alveg klárt,“ sagði Hörður. „Það verður bæting með frádrætti eins og þeir segja að losna við Westbrook úr þessu liði. Og alveg sama í rauninni hvað þeir fá í staðinn, bara koma honum þarna burt.“ Klippa: Lögmál Leiksins: Nei eða Já Þetta voru þó ekki einu umræðuefni „Nei eða já“ því strákarnir veltu líka fyrir sér hvort Atlanta geti slegið Brooklyn út í umspilinu og hvort Rudy Gobert verði vesen fyrir Utah Jazz í úrslitakeppninni. „Nei eða já“ úr síðasta þætti af Lögmál leiksins má sjá í heild sinni spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins Körfubolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Fyrir þá sem ekki vita þá virkar „Nei eða já“ þannig að þáttastjórnandinn Kjartan Ati Kjartansson ber fram fullyrðingu og sérfræðingar hans segja annað hvort nei eða já, með tilheyrandi rökstuðningi. Þeir hófu leik á því að velta fyrir sér hvort að Luka Doncic ætti að fá meiri ást þegar kemur að umræðunni um mikilvægasta leikmann deildarinnar. Allir voru þeir sammála því að hann ætti ekki að vera nálægt toppnum, en að hann væri búinn að eiga frábæra undanfarna mánuði. Russel Westbrook, leikmaður Los Angeles Lakers, var svo næsta umræðuefni. Kjartan Atli bað strákana um að segja til um hvort að hann yrði áfram í Lakers-treyju á næsta tímabili og allir voru þeir sammála um að svo yrði ekki. „Nei. Honum verður hent einhvernveginn í burtu þaðan,“ sagði Tómas Steindórsson. „Það er búið að gera hann að scapegoat (í. blóraböggli) þetta tímabilið og hann virðist ekkert vera að falla vel inn í kemestríuna þarna og það er alltaf eitthvað vesen á honum. Þannig ég held að þeir losi sig við hann og fái bara eitthvað jafn dapurt til baka.“ Sigurður Orri Kristjánsson var sammála kollega sínum og sagði að líklega þyrftu Lakers-menn að borga með honum. „Já, heldur betur. Þetta er náttúrulega einn af stærstu samningunum. Þeir þurfa að borga með honum og hann verður ekki í Lakers-treyju á næsta ári held ég,“ sagði Sigurður. „Ég held að þeir séu bara tilbúnir að segja að þessi tilraun klikkaði og Russ verður bara glaður. Hann fer í lélegra lið þar sem hann fær að vera með boltann allan tímann.“ Hörður Unnsteinsson var einnig sammála þeim félögum og gekk svo langt að segja að það væri í raun alveg sama hver kæmi í staðinn. „Já ég held að hann sér farinn. Ég held að það sé alveg klárt,“ sagði Hörður. „Það verður bæting með frádrætti eins og þeir segja að losna við Westbrook úr þessu liði. Og alveg sama í rauninni hvað þeir fá í staðinn, bara koma honum þarna burt.“ Klippa: Lögmál Leiksins: Nei eða Já Þetta voru þó ekki einu umræðuefni „Nei eða já“ því strákarnir veltu líka fyrir sér hvort Atlanta geti slegið Brooklyn út í umspilinu og hvort Rudy Gobert verði vesen fyrir Utah Jazz í úrslitakeppninni. „Nei eða já“ úr síðasta þætti af Lögmál leiksins má sjá í heild sinni spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins Körfubolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira