130 milljarðar króna til hjúkrunarheimila í nýjum tímamótasamningi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. apríl 2022 21:00 Samningarnir voru kynntir í dag. Vísir/Einar Nýir samningar um aukið fjármagn til hjúkrunarheimila og úrbætur til framtíðar voru kynntir í dag. Nýju samningarnir eru til þriggja ára og nemur heildarfjármagn til þeirra tæpum 130 milljörðum króna. Heilbrigðisráðherra segir að um tímamótasamning sé að ræða og boðar miklar umbætur í sértækri þjónustu. Rekstrargrunnur heimilanna hefur verið styrktur um einn milljarð króna á ársgrundvelli, framlög vegna betri vinnutíma verða aukin um 1,2 milljarða króna, og rúmlega 570 milljónum króna verður varið í að mæta aukinni hjúkrunarþyngd, styrkja litlar rekstrareiningar með svokölluðu smæðarálagi og eflingu kostnaðarútlagasjóðs. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að um sé að ræða mikilvægt skref en alls starfa 45 hjúkrunarheimili víðs vegar um landið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. „Með þessum samningum þá erum við að tryggja þessa mikilvægu þjónustu fyrir allt að 2600 íbúa á hverjum tíma,“ segir María en hún segir samningsaðila hafa verið sammála um að það þyrfti að koma ýmsum málum í betri farveg. Til stendur að endurskoða núverandi mats- og greiðslukerfi og skoða fyrirkomulag húsnæðismála. Þá stendur til að auka þjónustu við yngri einstaklinga og koma á fót úrræði fyrir geð- og fíknisjúklinga sem þurfa að dvelja á hjúkrunarheimili. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. „Þannig það er svona verið að huga sérstaklega að þessum hópum sem að þurfa á sértækri þjónustu að halda. Það er meira verið að horfa á svona klæðskerasniðna þjónustu,“ segir María enn fremur. Mikilvægt að fylgja þróun samfélagsins Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að um tímamótasamning sé að ræða en hann hefur sömuleiðis skrifað undir viljayfirlýsingu um frekari þróun þjónustu við sértæka hópa. „Tímamótin felast fyrst og fremst í því hvernig við nálgumst samninginn, lausnamiðað og með umbætur í huga. Þetta er verkefni sem að við þurfum alltaf að vera í stöðugu samtali um, að gera hlutina betur,“ segir Willum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Á samningstímanum verður unnið að verkefnum sem miða að bættu rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auknum gæðum þjónustu. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að samningarnir séu í takt við þróun samfélagsins, meðal annars með tilliti til aldurssamsetningu. „Það er svo fjölmargt sem að við erum að ræða alla daga en hefur kannski ekki verið teiknað inn í svona samning,“ segir Willum en hann segir að um ákveðna vegferð sé að ræða. „Svona samningur veitir okkur stöðugleika til þess að leggjast yfir þessa þætti sem að við þurfum stöðugt að vera að huga að.“ Þannig þú ert bara bjartsýnn á að rekstur hjúkrunarheimilanna muni blómstra næstu ár? „Við verðum að vera það.“ Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. 13. desember 2021 14:48 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Rekstrargrunnur heimilanna hefur verið styrktur um einn milljarð króna á ársgrundvelli, framlög vegna betri vinnutíma verða aukin um 1,2 milljarða króna, og rúmlega 570 milljónum króna verður varið í að mæta aukinni hjúkrunarþyngd, styrkja litlar rekstrareiningar með svokölluðu smæðarálagi og eflingu kostnaðarútlagasjóðs. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að um sé að ræða mikilvægt skref en alls starfa 45 hjúkrunarheimili víðs vegar um landið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. „Með þessum samningum þá erum við að tryggja þessa mikilvægu þjónustu fyrir allt að 2600 íbúa á hverjum tíma,“ segir María en hún segir samningsaðila hafa verið sammála um að það þyrfti að koma ýmsum málum í betri farveg. Til stendur að endurskoða núverandi mats- og greiðslukerfi og skoða fyrirkomulag húsnæðismála. Þá stendur til að auka þjónustu við yngri einstaklinga og koma á fót úrræði fyrir geð- og fíknisjúklinga sem þurfa að dvelja á hjúkrunarheimili. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. „Þannig það er svona verið að huga sérstaklega að þessum hópum sem að þurfa á sértækri þjónustu að halda. Það er meira verið að horfa á svona klæðskerasniðna þjónustu,“ segir María enn fremur. Mikilvægt að fylgja þróun samfélagsins Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að um tímamótasamning sé að ræða en hann hefur sömuleiðis skrifað undir viljayfirlýsingu um frekari þróun þjónustu við sértæka hópa. „Tímamótin felast fyrst og fremst í því hvernig við nálgumst samninginn, lausnamiðað og með umbætur í huga. Þetta er verkefni sem að við þurfum alltaf að vera í stöðugu samtali um, að gera hlutina betur,“ segir Willum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Á samningstímanum verður unnið að verkefnum sem miða að bættu rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auknum gæðum þjónustu. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að samningarnir séu í takt við þróun samfélagsins, meðal annars með tilliti til aldurssamsetningu. „Það er svo fjölmargt sem að við erum að ræða alla daga en hefur kannski ekki verið teiknað inn í svona samning,“ segir Willum en hann segir að um ákveðna vegferð sé að ræða. „Svona samningur veitir okkur stöðugleika til þess að leggjast yfir þessa þætti sem að við þurfum stöðugt að vera að huga að.“ Þannig þú ert bara bjartsýnn á að rekstur hjúkrunarheimilanna muni blómstra næstu ár? „Við verðum að vera það.“
Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. 13. desember 2021 14:48 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. 13. desember 2021 14:48