Birgir Steinn: Ég spila ekki með Haukum á næsta tímabili Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. apríl 2022 23:00 Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu. Vísir/Hulda Margrét Einn allra besti leikmaður tímabilsins í Olís-deild karla, Birgir Steinn Jónsson leikmaður Gróttu, fékk að líta rautt spjald í leik síns liðs í kvöld. Grótta vann þó lokaleik sinn á tímabilinu með fimm mörkum. „Við vorum bara í rauninni sárir eftir síðasta leik og mættum bara með blóð á tönnunum og sýndum í dag að við eigum alveg skilið að vera ofar heldur en taflan sýnir. Þetta tapaðist kannski ekki á þessum leik gegn ÍBV, en svona þegar maður horfir yfir tímabilið þá svona kannski fleiri leikir sem eru súrari en aðrir og maður hugsar svona, það er stutt á milli í þessu og við erum helvíti nálægt því,“ sagði Birgir. Birgi Steini fannst rauða spjaldið sem hann hlaut í leik kvöldsins ekki vera rétt, en Birgir Steinn sló Allan Norðberg, skyttu KA, í andlitið. „Ég ætla að leyfa ykkur að horfa á atvikið aftur og dæma um það. Mér fannst það ekki en ég veit ekki hvernig þetta lítur út í sjónvarpinu.“ Birgi fannst sitt lið standa sig vel í vetur, en hann sjálfur endaði sem markahæsti leikmaður liðsins. „Mér líður vel og er í flottu umhverfi og með flotta þjálfara sem hafa trú á manni. Maður segir kannski að maður spilar eins vel og þjálfararnir hafa trú á manni. Það bara gengur vel og við erum með flott lið í kringum okkur. Við erum búnir að sýna frábæran stíganda í vetur og kannski ekki að spila vel svona í byrjun tímabils, en það er búið að vera stígandi í þessu. Eins og ég segi þá erum við ansi nálægt því að vera í topp átta, en við mætum með blóð á tennurnar á næsta ári og þá verðum við hærra. Ég lofa þér því.“ Haukar hafa rennt hýru auga í átt að Birgi Steini fyrir næsta keppnistímabil, en hann sjálfur þver tekur fyrir að hann muni leika með Hafnarfjarðar liðinu á næsta tímabili. „Nei, ég spila ekki með Haukum á næsta tímabili.“ Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, staðfesti einnig í kvöld að Birgir Steinn Jónsson mun leika með Gróttu næsta vetur. Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Fleiri fréttir KA áfram eftir frábæran sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Sjá meira
„Við vorum bara í rauninni sárir eftir síðasta leik og mættum bara með blóð á tönnunum og sýndum í dag að við eigum alveg skilið að vera ofar heldur en taflan sýnir. Þetta tapaðist kannski ekki á þessum leik gegn ÍBV, en svona þegar maður horfir yfir tímabilið þá svona kannski fleiri leikir sem eru súrari en aðrir og maður hugsar svona, það er stutt á milli í þessu og við erum helvíti nálægt því,“ sagði Birgir. Birgi Steini fannst rauða spjaldið sem hann hlaut í leik kvöldsins ekki vera rétt, en Birgir Steinn sló Allan Norðberg, skyttu KA, í andlitið. „Ég ætla að leyfa ykkur að horfa á atvikið aftur og dæma um það. Mér fannst það ekki en ég veit ekki hvernig þetta lítur út í sjónvarpinu.“ Birgi fannst sitt lið standa sig vel í vetur, en hann sjálfur endaði sem markahæsti leikmaður liðsins. „Mér líður vel og er í flottu umhverfi og með flotta þjálfara sem hafa trú á manni. Maður segir kannski að maður spilar eins vel og þjálfararnir hafa trú á manni. Það bara gengur vel og við erum með flott lið í kringum okkur. Við erum búnir að sýna frábæran stíganda í vetur og kannski ekki að spila vel svona í byrjun tímabils, en það er búið að vera stígandi í þessu. Eins og ég segi þá erum við ansi nálægt því að vera í topp átta, en við mætum með blóð á tennurnar á næsta ári og þá verðum við hærra. Ég lofa þér því.“ Haukar hafa rennt hýru auga í átt að Birgi Steini fyrir næsta keppnistímabil, en hann sjálfur þver tekur fyrir að hann muni leika með Hafnarfjarðar liðinu á næsta tímabili. „Nei, ég spila ekki með Haukum á næsta tímabili.“ Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, staðfesti einnig í kvöld að Birgir Steinn Jónsson mun leika með Gróttu næsta vetur.
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Fleiri fréttir KA áfram eftir frábæran sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Sjá meira