Af hverju ætti ungt fólk að setja X við D? Einar Freyr Guðmundsson skrifar 13. apríl 2022 12:00 Í gegnum tíðina hef ég oft verið spurður að því hvers vegna ég styð Sjálfstæðisflokkinn. Svarið við þessari spurningu er alltaf á sömu leið – það kemur einfaldlega ekkert annað til greina. Ástæðurnar fyrir því hafa aftur á móti þróast og breyst í gegnum árin og í því samhengi má nefna að áður en ég fór að hafa brennandi áhuga á stjórnmálum byggðist stuðningur minn við flokkinn líklega frekar á matarást heldur en stuðningi við stefnu flokksins. Í minningunni voru það allavega léttu veitingarnar sem drógu hinn 10 ára gamla mig á kosningaskrifstofu flokksins í fyrstu skiptin. Stuðning þarf að byggja á fleiru en gæðum léttra veitinga Eftir því sem árin liðu jókst áhugi minn á stjórnmálum verulega og ég áttaði mig fljótlega á því að fyrr en síðar þyrfti ég að byggja stuðning minn við Sjálfstæðisflokkinn á fleiru en gæðum léttra veitinga. Ég hófst því handa við að kynna mér stefnur allra flokka til að geta myndað mér upplýsta skoðun á stefnum þeirra. Að vel athuguðu máli komst ég að þeirri niðurstöðu að ég er áberandi mest sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins og hef stutt flokkinn allar götur síðan. En hvers vegna ætti ungt fólk að styðja og kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt það í verki að hann treystir ungu fólki til forystu. Ekki er nóg með að innan raða flokksins séu tveir yngstu kvenráðherrar sögunnar; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, heldur staðfesta úrslit nýafstaðins prófkjörs flokksins í Múlaþingi þetta einnig, en við vorum tvö á SUS aldri sem hlutum kosningu í þau sæti sem við óskuðum eftir. Hlutdeild í mörgum málum sem gagnast ungu fólki Í öðru lagi hefur flokkurinn átt þátt í mörgum málum gagnast ungu fólki sérstaklega og í því samhengi er Loftbrúin frábært dæmi, en tölfræðin sýnir að hún hefur nýst ungu fólki einstaklega vel. Ábyrg fjármálastjórn Í þriðja lagi er eitt af aðalsmerkjum Sjálfstæðisflokksins ábyrg fjármálastjórn, en enginn aldurshópur á meira undir ábyrgri fjármálastjórn en sá yngsti. Óábyrgri fjármálastjórn fylgir oft mikil lántaka og með lántöku er verið að velta byrðum nútímans yfir á komandi kynslóðir. Það gleymist nefnilega oft í umræðum um lán að það kemur að skuldadögum og eðli málsins samkvæmt á unga fólkið mest undir því að lántöku sé haldið í lágmarki því að það verður jú líklega enn á lífi þegar skuldadagarnir renna upp. Ungt fólk, er ekki bara best að setja X við D? Svona mætti lengi telja og það eru í raun nánast óteljandi ástæður fyrir því að ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ávísun á betra samfélag. Það er enginn annar kostur betri en að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er menntaskólanemi sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hef ég oft verið spurður að því hvers vegna ég styð Sjálfstæðisflokkinn. Svarið við þessari spurningu er alltaf á sömu leið – það kemur einfaldlega ekkert annað til greina. Ástæðurnar fyrir því hafa aftur á móti þróast og breyst í gegnum árin og í því samhengi má nefna að áður en ég fór að hafa brennandi áhuga á stjórnmálum byggðist stuðningur minn við flokkinn líklega frekar á matarást heldur en stuðningi við stefnu flokksins. Í minningunni voru það allavega léttu veitingarnar sem drógu hinn 10 ára gamla mig á kosningaskrifstofu flokksins í fyrstu skiptin. Stuðning þarf að byggja á fleiru en gæðum léttra veitinga Eftir því sem árin liðu jókst áhugi minn á stjórnmálum verulega og ég áttaði mig fljótlega á því að fyrr en síðar þyrfti ég að byggja stuðning minn við Sjálfstæðisflokkinn á fleiru en gæðum léttra veitinga. Ég hófst því handa við að kynna mér stefnur allra flokka til að geta myndað mér upplýsta skoðun á stefnum þeirra. Að vel athuguðu máli komst ég að þeirri niðurstöðu að ég er áberandi mest sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins og hef stutt flokkinn allar götur síðan. En hvers vegna ætti ungt fólk að styðja og kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt það í verki að hann treystir ungu fólki til forystu. Ekki er nóg með að innan raða flokksins séu tveir yngstu kvenráðherrar sögunnar; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, heldur staðfesta úrslit nýafstaðins prófkjörs flokksins í Múlaþingi þetta einnig, en við vorum tvö á SUS aldri sem hlutum kosningu í þau sæti sem við óskuðum eftir. Hlutdeild í mörgum málum sem gagnast ungu fólki Í öðru lagi hefur flokkurinn átt þátt í mörgum málum gagnast ungu fólki sérstaklega og í því samhengi er Loftbrúin frábært dæmi, en tölfræðin sýnir að hún hefur nýst ungu fólki einstaklega vel. Ábyrg fjármálastjórn Í þriðja lagi er eitt af aðalsmerkjum Sjálfstæðisflokksins ábyrg fjármálastjórn, en enginn aldurshópur á meira undir ábyrgri fjármálastjórn en sá yngsti. Óábyrgri fjármálastjórn fylgir oft mikil lántaka og með lántöku er verið að velta byrðum nútímans yfir á komandi kynslóðir. Það gleymist nefnilega oft í umræðum um lán að það kemur að skuldadögum og eðli málsins samkvæmt á unga fólkið mest undir því að lántöku sé haldið í lágmarki því að það verður jú líklega enn á lífi þegar skuldadagarnir renna upp. Ungt fólk, er ekki bara best að setja X við D? Svona mætti lengi telja og það eru í raun nánast óteljandi ástæður fyrir því að ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ávísun á betra samfélag. Það er enginn annar kostur betri en að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er menntaskólanemi sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar