Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Söru Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2022 12:31 Sara Björk Gunnarsdóttir og Caroline Seger í leik Íslands og Svíþjóðar á Laugardalsvelli 2019. Vísir/Vilhelm Caroline Seger, fyrirliði sænska landsliðsins og leikjahæsti leikmaður í sögu þess, tekur undir gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur val mótshaldara á EM 2022 á keppnisvöllum á mótinu. Í hlaðvarpsþættinum Their Pitch gagnrýndi Sara að tveir leikir Íslands á EM færu fram á akademíuleikvangi Manchester City sem tekur aðeins tæplega fimm þúsund manns í sæti. Þriðji leikur íslenska liðsins fer fram á heimavelli Rotherham United sem tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í vali á keppnisvöllum og að það sé ekki í takti við þróunina í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara. „Maður sér í kvennafótboltanum í dag hvernig er verið að fylla stóru leikvangana. Það mættu 95.000 manns á Barcelona – Real Madrid. Það er vandræðalegt að menn búist ekki við því að það seljist fleiri en 4.000 miðar. Þetta er vanvirðing gagnvart kvennafótbolta á þessu stigi því þetta er svo mikið stærra en fólk heldur.“ Seger segir gagnrýni Söru réttmæta og skilur ekki af hverju leikirnir á EM fara ekki fram á stærri leikvöngum. „Við verðum líka að fá þessa velli. Þeir verða að hugsa hlutina upp á nýtt og gera það rétta í stöðunni,“ sagði Seger við Fotbollskanalen. Hún bætti við að UEFA þyrfti líka að hugsa sinn gang. „Ættum við ekki að leggja allt í mótið og gefa kvennaboltanum plássið sem hann þarf. Það hefur sýnt sig að miðar seljast fljótt upp. Okkar kæru vinir hjá UEFA eru með það á sinni könnu. Þetta er líka lexía fyrir þá.“ Svíar eru í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga og Svisslendingum. Rússar eru einnig í C-riðlinum en óvíst er hvaða lið tekur sæti þeirra. Leikirnir í C-riðli fara fram á Leigh Sports Village í Leigh og Bramall Lane í Sheffield. Völlurinn í Leigh tekur tólf þúsund manns í sæti á meðan Bramall Lane, heimavöllur Sheffield United, tekur rúmlega 32 þúsund manns í sæti. EM 2022 í Englandi Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum Their Pitch gagnrýndi Sara að tveir leikir Íslands á EM færu fram á akademíuleikvangi Manchester City sem tekur aðeins tæplega fimm þúsund manns í sæti. Þriðji leikur íslenska liðsins fer fram á heimavelli Rotherham United sem tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í vali á keppnisvöllum og að það sé ekki í takti við þróunina í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara. „Maður sér í kvennafótboltanum í dag hvernig er verið að fylla stóru leikvangana. Það mættu 95.000 manns á Barcelona – Real Madrid. Það er vandræðalegt að menn búist ekki við því að það seljist fleiri en 4.000 miðar. Þetta er vanvirðing gagnvart kvennafótbolta á þessu stigi því þetta er svo mikið stærra en fólk heldur.“ Seger segir gagnrýni Söru réttmæta og skilur ekki af hverju leikirnir á EM fara ekki fram á stærri leikvöngum. „Við verðum líka að fá þessa velli. Þeir verða að hugsa hlutina upp á nýtt og gera það rétta í stöðunni,“ sagði Seger við Fotbollskanalen. Hún bætti við að UEFA þyrfti líka að hugsa sinn gang. „Ættum við ekki að leggja allt í mótið og gefa kvennaboltanum plássið sem hann þarf. Það hefur sýnt sig að miðar seljast fljótt upp. Okkar kæru vinir hjá UEFA eru með það á sinni könnu. Þetta er líka lexía fyrir þá.“ Svíar eru í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga og Svisslendingum. Rússar eru einnig í C-riðlinum en óvíst er hvaða lið tekur sæti þeirra. Leikirnir í C-riðli fara fram á Leigh Sports Village í Leigh og Bramall Lane í Sheffield. Völlurinn í Leigh tekur tólf þúsund manns í sæti á meðan Bramall Lane, heimavöllur Sheffield United, tekur rúmlega 32 þúsund manns í sæti.
EM 2022 í Englandi Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira