Þörf á vandaðri stjórnsýslu í Hveragerði Njörður Sigurðsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifa 25. apríl 2022 11:01 Þegar hugtakið stjórnsýsla sveitarfélags er notað er oftast átt við alla þá starfsemi sem sveitarfélag sinnir. Um stjórnsýslu sveitarfélaga, og í raun ríkis líka, gilda tilteknar reglur sem er að finna í gildandi lögum en um hana gilda líka siðareglur kjörinna fulltrúa og ýmsar óskrifaðar reglur sem þarf að taka tillit til við úrvinnslu verkefna sveitarfélaga. Það er mikilvægt að við rekstur verkefna og úrlausn mála hjá sveitarfélögum sé viðhöfð vönduð stjórnsýsla samkvæmt lögum og reglum. Það tryggir að lýðræðislegum ferlum sé fylgt og að niðurstaða mála sé tekin að vel athugðu máli með hagsmuni og réttindi almennings að leiðarljósi. Dæmin úr Hveragerði Í Hveragerði hafa því miður verið allmörg dæmi undanfarin misseri um óvandaða stjórnsýsluhætti undir stjórn meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Þar má nefna kaup á ónýtu húsi sem bærinn hefur tapað 10 m.kr. á, samþykkt á niðurrifi húss á hverfisverndarsvæði, kaup á þekktu vörumerki og hindrun á því að nýir rekstraraðilar geti nýtt það, fótur settur fyrir rekstraraðila matarvagns í Hveragerði og greiðslu til eins fyrirtækis upp á 50 þús. kr. á dag fyrir þjónustu sem að stærstum hluta snýst um rekstur á salernum inni í Dal. Nýjasta dæmið er svo ákvörðun Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi í apríl um að blása upp nýtt loftborið íþróttahús í stað þess sem fauk í heilu lagi af grunni sínum í febrúar síðastliðnum. Þar var virkilega illa haldið á málum, fundargögn bárust of seint, skýrsla sem lá fyrir fundi bæjarstjórnar var ófullgerð og Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði að kanna aðra og mögulega hagkvæmari kosti um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Athugun innviðaráðuneytisins Allt eru þetta mál sem bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis hafa bent Sjálfstæðisflokknum á að betur mætti standa að, en því miður hefur ekki verið hlustað. Alvarlegt dæmi um óvandaða stjórnsýslu í Hveragerði er frá fundi bæjarstjórnar 14. október 2021 þegar lágmarksreglum sveitarstjórnarlaga var ekki fylgt og ákvörðun tekin um framkvæmdir sem að lokum munu kosta bæinn um milljarð króna, og það án þess að nokkur gögn lægju fyrir fundinum. Beiðni minnihlutans í bæjarstjórn um að fresta málinu svo að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið var hafnað af meirihluta Sjálfstæðisflokksins, sem þar með hafnaði vönduðum vinnubrögðum. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn sáu sig knúna til að senda kvörtun um þessa málsmeðferð Sjálfstæðisflokksins til innviðaráðuneytisins enda bendir allt til að málsmeðferðin sé í andstöðu við lög. Innviðaráðuneytið kallaði eftir upplýsingum frá bæjaryfirvöldum í janúar síðastliðnum og mun niðurstaða í þessu máli vonandi liggja fyrir fljótlega, enda mikilvægt að íbúar sjái frá óháðum aðila hvernig stjórnsýslan hefur stundum verið í Hveragerði. Fagleg ráðning bæjarstjóra Eins og sjá má af framangreindu hefur pottur víða verið brotinn i stjórnsýslu Sjálfstæðisflokksins þar sem fulltrúar hans hafa virt að vettugi leikreglur og lög stjórnsýslunnar, og þar með lýðræðið. Það er því mjög mikilvægt að blaðinu verði snúið við í Hveragerði og áhersla verði lögð á að vanda úrvinnslu verkefna og ákvarðanatöku í öllum málum, stórum sem smáum. Veigamikil leið til að snúa ofan af þessari menningu sem orðið hefur til undanfarin ár undir stjórn Sjálfstæðisflokksins er að hvíla hann frá stjórn bæjarins. Annað mikilvægt skref er að strax eftir kosningar 14. maí nk. verði ráðinn bæjarstjóri til starfa á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu. Með því að leggja til grundvallar tiltekna hæfnisþætti, t.d. menntun sem nýtist í starfi, þekkingu og reynslu af stjórnsýslu og stjórnun og að viðkomandi hafi hæfileika til að stýra og dreifa verkefnum er öruggt að betur mun takast til í stjórnsýslunni en undanfarin misseri. Þess vegna leggur bæjarmálafélagið Okkar Hveragerði mikla áherslu á að ráða til starfa bæjarstjóra á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu og að ástunduð sé vönduð og fagleg stjórnsýsla. Undir eru hagsmunir íbúa og réttindi þeirra og af því má ekki gefa afslátt. Njörður Sigurðsson, 2. sæti Okkar HveragerðisDagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti Okkar Hveragerðis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Njörður Sigurðsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þegar hugtakið stjórnsýsla sveitarfélags er notað er oftast átt við alla þá starfsemi sem sveitarfélag sinnir. Um stjórnsýslu sveitarfélaga, og í raun ríkis líka, gilda tilteknar reglur sem er að finna í gildandi lögum en um hana gilda líka siðareglur kjörinna fulltrúa og ýmsar óskrifaðar reglur sem þarf að taka tillit til við úrvinnslu verkefna sveitarfélaga. Það er mikilvægt að við rekstur verkefna og úrlausn mála hjá sveitarfélögum sé viðhöfð vönduð stjórnsýsla samkvæmt lögum og reglum. Það tryggir að lýðræðislegum ferlum sé fylgt og að niðurstaða mála sé tekin að vel athugðu máli með hagsmuni og réttindi almennings að leiðarljósi. Dæmin úr Hveragerði Í Hveragerði hafa því miður verið allmörg dæmi undanfarin misseri um óvandaða stjórnsýsluhætti undir stjórn meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Þar má nefna kaup á ónýtu húsi sem bærinn hefur tapað 10 m.kr. á, samþykkt á niðurrifi húss á hverfisverndarsvæði, kaup á þekktu vörumerki og hindrun á því að nýir rekstraraðilar geti nýtt það, fótur settur fyrir rekstraraðila matarvagns í Hveragerði og greiðslu til eins fyrirtækis upp á 50 þús. kr. á dag fyrir þjónustu sem að stærstum hluta snýst um rekstur á salernum inni í Dal. Nýjasta dæmið er svo ákvörðun Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi í apríl um að blása upp nýtt loftborið íþróttahús í stað þess sem fauk í heilu lagi af grunni sínum í febrúar síðastliðnum. Þar var virkilega illa haldið á málum, fundargögn bárust of seint, skýrsla sem lá fyrir fundi bæjarstjórnar var ófullgerð og Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði að kanna aðra og mögulega hagkvæmari kosti um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Athugun innviðaráðuneytisins Allt eru þetta mál sem bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis hafa bent Sjálfstæðisflokknum á að betur mætti standa að, en því miður hefur ekki verið hlustað. Alvarlegt dæmi um óvandaða stjórnsýslu í Hveragerði er frá fundi bæjarstjórnar 14. október 2021 þegar lágmarksreglum sveitarstjórnarlaga var ekki fylgt og ákvörðun tekin um framkvæmdir sem að lokum munu kosta bæinn um milljarð króna, og það án þess að nokkur gögn lægju fyrir fundinum. Beiðni minnihlutans í bæjarstjórn um að fresta málinu svo að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið var hafnað af meirihluta Sjálfstæðisflokksins, sem þar með hafnaði vönduðum vinnubrögðum. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn sáu sig knúna til að senda kvörtun um þessa málsmeðferð Sjálfstæðisflokksins til innviðaráðuneytisins enda bendir allt til að málsmeðferðin sé í andstöðu við lög. Innviðaráðuneytið kallaði eftir upplýsingum frá bæjaryfirvöldum í janúar síðastliðnum og mun niðurstaða í þessu máli vonandi liggja fyrir fljótlega, enda mikilvægt að íbúar sjái frá óháðum aðila hvernig stjórnsýslan hefur stundum verið í Hveragerði. Fagleg ráðning bæjarstjóra Eins og sjá má af framangreindu hefur pottur víða verið brotinn i stjórnsýslu Sjálfstæðisflokksins þar sem fulltrúar hans hafa virt að vettugi leikreglur og lög stjórnsýslunnar, og þar með lýðræðið. Það er því mjög mikilvægt að blaðinu verði snúið við í Hveragerði og áhersla verði lögð á að vanda úrvinnslu verkefna og ákvarðanatöku í öllum málum, stórum sem smáum. Veigamikil leið til að snúa ofan af þessari menningu sem orðið hefur til undanfarin ár undir stjórn Sjálfstæðisflokksins er að hvíla hann frá stjórn bæjarins. Annað mikilvægt skref er að strax eftir kosningar 14. maí nk. verði ráðinn bæjarstjóri til starfa á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu. Með því að leggja til grundvallar tiltekna hæfnisþætti, t.d. menntun sem nýtist í starfi, þekkingu og reynslu af stjórnsýslu og stjórnun og að viðkomandi hafi hæfileika til að stýra og dreifa verkefnum er öruggt að betur mun takast til í stjórnsýslunni en undanfarin misseri. Þess vegna leggur bæjarmálafélagið Okkar Hveragerði mikla áherslu á að ráða til starfa bæjarstjóra á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu og að ástunduð sé vönduð og fagleg stjórnsýsla. Undir eru hagsmunir íbúa og réttindi þeirra og af því má ekki gefa afslátt. Njörður Sigurðsson, 2. sæti Okkar HveragerðisDagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti Okkar Hveragerðis
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun