Tafir og töpuð tækifæri Jón Skafti Gestsson skrifar 27. apríl 2022 10:31 Landsnet hefur gefið út skýrsluna Töpuð tækifæri vegna takmarkana í flutningskerfinu sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Frontier Economics. Í skýrslunni er fjallað um hvernig fyrirtæki og samfélagið allt verður fyrir efnahagslegu tapi þegar flutningskerfi raforku stendur í vegi fyrir eða tefur framgang hagkvæmra verkefna. Tekin eru dæmi af því hvernig takmarkanir í flutningskerfinu hafa tafið framgang vaxandi fyrirtækja í nýsköpun, nýrra stórnotenda og orkuvinnslu. Dæmin eru lýsandi fyrir hversu ólík tækifæri tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur í rekstri og stofnun fyrirtækja en langt frá því að vera tæmandi listi. Í skýrslunni er tekið dæmi af raforkufyrirtæki sem hvorki getur nýtt virkjanir sínar á fullnægjandi hátt né virkjað kosti úr virkjanaflokki rammaáætlunar því flutningskerfið getur ekki tekið við orkunni. Samfélagslegt tap vegna þess hleypur á milljörðum króna árlega af orkusölunni einni saman. Þá er tekið dæmi af nýsköpunarfyrirtæki í arðsömum rekstri sem borgar að jafnaði nálægt tvöföldum meðallaunum og vill auka starfsemi sína. Stækkunaráform fyrirtækisins gætu hins vegar tafist ef ekki tekst að styrkja flutningskerfið á Reykjanesi í tæka tíð. Samfélagslegt tap í launamuninum einum saman gæti þá hlaupið á hundruðum milljóna ár hvert. Einnig er fjallað um hugmyndir um rafeldsneytisframleiðslu en til lengri tíma er mögulegt að Íslandi gæti framleitt eldsneyti og orðið óháð innflutningi á jarðefnaeldsneyti. Íslendingar hafa undanfarinn áratug flutt inn eldsneyti fyrir um 82 milljarða króna ár hvert eða sem nemur 220 þúsund krónum á hvern íbúa. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að samfélagslegt tap hlaupi á milljörðum króna ár hvert og jafnvel tugum milljarða þegar horft er lengra fram í tímann. Tafir og töpuð tækifæri bitna á almenningi Skýrslan er rökrétt framhald skýrslunnar The Economic Benefit of Headroom in the Icelandic Power Network sem Frontier Economics vann fyrir Landsnet árið 2020. Þar var sýnt fram á að laun almennings hafa hækkað hægar í þeim sveitafélögum sem hafa haft takmarkað aðgengi að flutningskerfi raforku en í þeim sveitarfélögum sem hafa haft góðan aðgang að raforku. Þar var sýnt fram á að hagur almennings felst í því að hafa fullnægjandi aðgang að raforku frá flutningskerfinu. Í nýju skýrslunni er áherslan frekar lögð á hag fyrirtækja og samfélagsins í heild. Við samlestur þessara skýrslna kemur skýrt fram að hagur almennings og fyrirtækja fer saman í þessu samhengi enda ætti það að vera óumdeilt að sterkara atvinnulíf getur staðið undir hærri launum og að sterkara atvinnulíf fæst ekki ef tækifærin tapast eitt af öðru vegna skorts á raforku. Flutningskerfið er forsenda alls Við þurfum sem þjóð að gera styrkingu flutningskerfisins að forgangsatriði því öll okkar helstu markmið standa og falla með því. Það er tilgangslaust að virkja ef ekki er hægt að afhenda orkuna. Það er enn fremur tómt mál að tala um kolefnishlutleysi, orkuskipti eða önnur slík markmið ef raforkukerfið stendur ekki undir því. Við þurfum að horfast í augu við að takmarkanir í flutningskerfinu valda nú þegar milljarðatapi á hverju ári í formi tapaðra tækifæra við atvinnuþróun. Bæði með því að standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja, ekki bara á nokkrum tilteknum svæðum heldur um land allt. Takmarkanirnar standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja. Þetta á ekki einungis við tiltekin landssvæði. Tækifæri tapast um land allt. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Landsnet hefur gefið út skýrsluna Töpuð tækifæri vegna takmarkana í flutningskerfinu sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Frontier Economics. Í skýrslunni er fjallað um hvernig fyrirtæki og samfélagið allt verður fyrir efnahagslegu tapi þegar flutningskerfi raforku stendur í vegi fyrir eða tefur framgang hagkvæmra verkefna. Tekin eru dæmi af því hvernig takmarkanir í flutningskerfinu hafa tafið framgang vaxandi fyrirtækja í nýsköpun, nýrra stórnotenda og orkuvinnslu. Dæmin eru lýsandi fyrir hversu ólík tækifæri tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur í rekstri og stofnun fyrirtækja en langt frá því að vera tæmandi listi. Í skýrslunni er tekið dæmi af raforkufyrirtæki sem hvorki getur nýtt virkjanir sínar á fullnægjandi hátt né virkjað kosti úr virkjanaflokki rammaáætlunar því flutningskerfið getur ekki tekið við orkunni. Samfélagslegt tap vegna þess hleypur á milljörðum króna árlega af orkusölunni einni saman. Þá er tekið dæmi af nýsköpunarfyrirtæki í arðsömum rekstri sem borgar að jafnaði nálægt tvöföldum meðallaunum og vill auka starfsemi sína. Stækkunaráform fyrirtækisins gætu hins vegar tafist ef ekki tekst að styrkja flutningskerfið á Reykjanesi í tæka tíð. Samfélagslegt tap í launamuninum einum saman gæti þá hlaupið á hundruðum milljóna ár hvert. Einnig er fjallað um hugmyndir um rafeldsneytisframleiðslu en til lengri tíma er mögulegt að Íslandi gæti framleitt eldsneyti og orðið óháð innflutningi á jarðefnaeldsneyti. Íslendingar hafa undanfarinn áratug flutt inn eldsneyti fyrir um 82 milljarða króna ár hvert eða sem nemur 220 þúsund krónum á hvern íbúa. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að samfélagslegt tap hlaupi á milljörðum króna ár hvert og jafnvel tugum milljarða þegar horft er lengra fram í tímann. Tafir og töpuð tækifæri bitna á almenningi Skýrslan er rökrétt framhald skýrslunnar The Economic Benefit of Headroom in the Icelandic Power Network sem Frontier Economics vann fyrir Landsnet árið 2020. Þar var sýnt fram á að laun almennings hafa hækkað hægar í þeim sveitafélögum sem hafa haft takmarkað aðgengi að flutningskerfi raforku en í þeim sveitarfélögum sem hafa haft góðan aðgang að raforku. Þar var sýnt fram á að hagur almennings felst í því að hafa fullnægjandi aðgang að raforku frá flutningskerfinu. Í nýju skýrslunni er áherslan frekar lögð á hag fyrirtækja og samfélagsins í heild. Við samlestur þessara skýrslna kemur skýrt fram að hagur almennings og fyrirtækja fer saman í þessu samhengi enda ætti það að vera óumdeilt að sterkara atvinnulíf getur staðið undir hærri launum og að sterkara atvinnulíf fæst ekki ef tækifærin tapast eitt af öðru vegna skorts á raforku. Flutningskerfið er forsenda alls Við þurfum sem þjóð að gera styrkingu flutningskerfisins að forgangsatriði því öll okkar helstu markmið standa og falla með því. Það er tilgangslaust að virkja ef ekki er hægt að afhenda orkuna. Það er enn fremur tómt mál að tala um kolefnishlutleysi, orkuskipti eða önnur slík markmið ef raforkukerfið stendur ekki undir því. Við þurfum að horfast í augu við að takmarkanir í flutningskerfinu valda nú þegar milljarðatapi á hverju ári í formi tapaðra tækifæra við atvinnuþróun. Bæði með því að standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja, ekki bara á nokkrum tilteknum svæðum heldur um land allt. Takmarkanirnar standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja. Þetta á ekki einungis við tiltekin landssvæði. Tækifæri tapast um land allt. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun