Hyundai Ioniq 5 er heimsbíll ársins 2022 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. apríl 2022 07:01 Hyundai Ioniq 5. Rafbíllinn Hyundai Ioniq 5 var valinn heimsbíll ársins 2022 á verðlaunahátíðinni World Car Awards sem fram fór samhliða alþjóðlegu bílasýningunni í New York. Auk þess var Ioniq 5 valinn Rafbíll ársins og hönnun ársins. Ragnar Sigþórsson, sölustjóri Hyundai á Íslandi fyrir miðri mynd ásamt söluteymi sínu við Garðatotg í Garðabæ. „Við erum að vonum afar ánægð með þessa miklu viðurkenningu sem Ioniq 5 hlaut í valinu World Car enda tikkar hann í öll boxin að mati bílasérfræðinga. Útlitið er í senn „80’s retro“ og mjög nýtískulegt, jafnvel framúrstefnulegt sem hefur hitt beint í mark meðal fólks, enda hafa móttökurnar verið einstaklega góðar. Bílarnir sem fáum seljast allir jafnóðum og í augnablikinu erum við með á borðinu rúmlega 200 pantaða bíla og þeir eru allir seldir,“ segir Ragnar Sigþórsson, sölustjóri Hyundai á Íslandi. Hér er myndband af prófunum á Hyundai Ioniq 5 af YouTube rás Throttle House. Dómnefndin á World Car Awards samanstendur af 102 bílablaðamönnum frá 33 löndum. Sautján nýir rafbílar fyrir 2030 Hyundai Ioniq 5 kom á markað 2021 og hefur síðan þá unnið til fjölda viðurkenninga, þar á meðal sem bíll ársins í Þýskalandi og Bretlandi. Ioniq 5 er af nýrri kynslóð rafbíla á nýjum og háþróuðum undirvagni Hyundai Group, sem hyggst kynna sautján nýja rafbíla fyrir árið 2030. Vistvænir bílar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent
Ragnar Sigþórsson, sölustjóri Hyundai á Íslandi fyrir miðri mynd ásamt söluteymi sínu við Garðatotg í Garðabæ. „Við erum að vonum afar ánægð með þessa miklu viðurkenningu sem Ioniq 5 hlaut í valinu World Car enda tikkar hann í öll boxin að mati bílasérfræðinga. Útlitið er í senn „80’s retro“ og mjög nýtískulegt, jafnvel framúrstefnulegt sem hefur hitt beint í mark meðal fólks, enda hafa móttökurnar verið einstaklega góðar. Bílarnir sem fáum seljast allir jafnóðum og í augnablikinu erum við með á borðinu rúmlega 200 pantaða bíla og þeir eru allir seldir,“ segir Ragnar Sigþórsson, sölustjóri Hyundai á Íslandi. Hér er myndband af prófunum á Hyundai Ioniq 5 af YouTube rás Throttle House. Dómnefndin á World Car Awards samanstendur af 102 bílablaðamönnum frá 33 löndum. Sautján nýir rafbílar fyrir 2030 Hyundai Ioniq 5 kom á markað 2021 og hefur síðan þá unnið til fjölda viðurkenninga, þar á meðal sem bíll ársins í Þýskalandi og Bretlandi. Ioniq 5 er af nýrri kynslóð rafbíla á nýjum og háþróuðum undirvagni Hyundai Group, sem hyggst kynna sautján nýja rafbíla fyrir árið 2030.
Vistvænir bílar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent