Gekk inn á völlinn umvafin úkraínska fánanum og skoraði síðan í leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 11:01 Anna Petryk kom til Íslands vegna stríðsins í Úkraínu og er nú komin á blað í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét Úkraínska knattspyrnukonan Anna Petryk lék í gær sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni og þetta var bæði góður dagur fyrir hana og Blikaliðið. Anna Petryk, sem mætti Breiðabliki í Meistaradeildinni síðasta haust þegar hún var leikmaður Zhytlobud-1, gekk til liðs við Breiðablik í mars eftir að hafa flúið stríðið í heimalandi sínu. Daglegt líf í Úkraínu fjarri því sem það var vegna innrásar Rússa, og fótboltinn er þar engin undantekning. Blikar höfðu sterka tengingu til Úkraínu eftir riðlakeppnina í haust og brugðust skjótt við þegar í ljós kom að þessi öfluga knattspyrnukona hefði áhuga á að koma til Breiðabliks. Petryk gekk inn á Kópavogsvöll í gær umvafin úkraínska fánanum til að sýna samstöðu með löndum sínum sem berjast fyrir framtíð landsins gegn innrás Rússa. Petryk var líka fljót að komast á blað í Bestu-deildinni því hún kom Breiðabliki í 2-0 með marki á átjándu mínútu leiksins. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem Blikar settu af henni á samfélagsmiðla þar sem sjá má Önnu með úkraínska fánann. View this post on Instagram A post shared by Blikar.is (@blikaris) Anna Petryk er 24 ára gömul, fædd í höfuðborginni Kænugarði en bjó í borginni Maríupol fyrstu sautján árin og spilaði þar sína fyrstu leiki í meistaraflokki. Hún lærði í háskóla í Lviv í vesturhluta Úkraínu áður en hún fór til Kharkiv í austurhlutanum til þess að spila með Zhytlobud-1 Kharkiv, einu besta liði landsins. Petryk var þar í stóru hlutverki og meðal annars í byrjunarliðinu í öllum leikjum liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í haust. Petryk á að baki 20 A-landsleiki fyrir Úkraínu, og einnig fjölda leikja með yngri landsliðum. Besta deild kvenna Breiðablik Innrás Rússa í Úkraínu Kópavogur Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Sjá meira
Anna Petryk, sem mætti Breiðabliki í Meistaradeildinni síðasta haust þegar hún var leikmaður Zhytlobud-1, gekk til liðs við Breiðablik í mars eftir að hafa flúið stríðið í heimalandi sínu. Daglegt líf í Úkraínu fjarri því sem það var vegna innrásar Rússa, og fótboltinn er þar engin undantekning. Blikar höfðu sterka tengingu til Úkraínu eftir riðlakeppnina í haust og brugðust skjótt við þegar í ljós kom að þessi öfluga knattspyrnukona hefði áhuga á að koma til Breiðabliks. Petryk gekk inn á Kópavogsvöll í gær umvafin úkraínska fánanum til að sýna samstöðu með löndum sínum sem berjast fyrir framtíð landsins gegn innrás Rússa. Petryk var líka fljót að komast á blað í Bestu-deildinni því hún kom Breiðabliki í 2-0 með marki á átjándu mínútu leiksins. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem Blikar settu af henni á samfélagsmiðla þar sem sjá má Önnu með úkraínska fánann. View this post on Instagram A post shared by Blikar.is (@blikaris) Anna Petryk er 24 ára gömul, fædd í höfuðborginni Kænugarði en bjó í borginni Maríupol fyrstu sautján árin og spilaði þar sína fyrstu leiki í meistaraflokki. Hún lærði í háskóla í Lviv í vesturhluta Úkraínu áður en hún fór til Kharkiv í austurhlutanum til þess að spila með Zhytlobud-1 Kharkiv, einu besta liði landsins. Petryk var þar í stóru hlutverki og meðal annars í byrjunarliðinu í öllum leikjum liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í haust. Petryk á að baki 20 A-landsleiki fyrir Úkraínu, og einnig fjölda leikja með yngri landsliðum.
Besta deild kvenna Breiðablik Innrás Rússa í Úkraínu Kópavogur Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Sjá meira