Velkomin frá Úkraínu Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifa 28. apríl 2022 14:00 Í kjölfar innrásar í Úkraínu hafa yfir fjórar milljónir manna þurft að yfirgefa landið sitt, að stórum hluta konur og börn. Sjálfsagt er að Ísland, rétt eins og önnur evrópuríki, taki þátt í að veita þessu fólki alþjóðlega vernd og heimili. Í Borgarstjórn höfum við fordæmt innrás Rússa og til að sýna samstöðu í verki höfum við gefið torgi í nágrenni rússneska sendiráðsins nafnið Kænugarður meðundirheitið Kýiv-torg. Ensk þýðing torgsins verður Kyiv Square. Hlutverk ríkisins Úkraínskir ríkisborgarar geta nú fengið dvalarleyfi á íslandi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og geta einnig sótt um atvinnuleyfi. Dvalarleyfið er veitt til eins árs í senn með heimild til að endurnýja eða framlengja í allt að þrjú ár frá því að umsækjandi fékk fyrst leyfi. Vinnumálastofnun annast íslenskukennslu og samfélagsfræðslu fyrir allt flóttafólk og einstaklinga með dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Auk þess er starfandi sérstakt teymi sem vinnur að atvinnuráðgjöf fyrir flóttafólk og einstaklinga með dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hlutverk Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga Þrátt fyrir að ábyrgð á móttöku flóttafólks sé alltaf ríkis er mikilvægt að sveitarfélög taki virkan þátt og veiti stuðning fyrstu árin. Fólk býr í sveitarfélögum og þau veita nærþjónustu sem getur skipt sköpum til að vel takist til. Þar hefur Reykjavíkurborg ekki skorast undan, þvert á móti hefur á liðnum árum skapast einstök þekking og reynsla innan Reykjavíkur á móttöku fólks á flótta. Nýtt Alþjóðateymi Reykjavíkur vinnur samhent að því að taka vel og faglega á móti fólki og kynna það okkar góðu borg. Reykjavík gerði samning við Félagsmálaráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks sem hljóðar upp á að borgin þjónusti 500 manns á hverjum tíma. Unnið er að endurnýjun á þeim samningi og ekki ólíklegt að hann stækki jafnvel ef aðilar ná saman, sem er reyndar mjög brýnt. Einnig er í gildi samningur við Útlendingastofnun um að Reykjavík þjónusti allt að 300 umsækjendur um alþjóðlega vernd, á hverjum tíma. Nýjasti samningurinn er svo samningur við Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um móttöku að lágmarki 100 einstaklinga frá Úkraínu og veiting 6 mánaða tímabundna þjónustu, svokallað Skjól. Sveitarfélög leitast við að tengja einstaklinga og nærsamfélag og veita upplýsingar um þá afþreyingu sem stendur til boða. Flóttafólk fær til að mynda fjárhagsaðstoð, strætókort, sundkort og aðstoðað við að komast í virkni, aðstoð við að finna húsnæði ásamt annarri þjónustu sem er í boði. Það er einnig virkt samstarf við Vinnumálastofnun fyrir þá einstaklinga sem eru tilbúnir að fara út á vinnumarkaðinn. Samfélagið allt Félagasamtök gegna veigamiklu hlutverki þegar kemur að stuðningi við flóttafólk og samtök eins og Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Rauði krossinn, Solaris og Samhjálp og fleiri veita ómetanlega hjálp og aðstoð. Upp hafa sprottið ný samtök sem veita þjónustu og samveru sem er ómetanlegt þar má nefna samtökin Flóttafólk. Fjölmenningarsetur veitir flóttafólki ráð og hefur safnað saman fólki í bakvarðasveit, atvinnutækifærum og beðið fólk um að skrá þar húsnæði sem er laust til leigu fyrir fólk frá Úkraínu. Öll þurfum við að opna hjarta okkar og faðm, samfélagið er okkar allra og við þurfum að samlagast breytingum rétt eins og þau sem hingað koma þurfa að samlagast okkur. Við þurfum gera þetta saman, samlagast hvort öðru. Börn á flótta Allar rannsóknir sýna að börn sem koma úr stríðshrjáðum aðstæðum eiga við áfallastreitu að stríða þó í mismiklu mæli sé. Það er mikilvægt að skapa griðastað þar sem börn og foreldrar finna fyrir öryggi, rútínu og hlýju. Um 200 börn hafa komið til Reykjavíkur frá því innrásin hófst og í dag, fimmtudagin 28. apríl, opnar fjölskyldumiðstöð fyrir börn á leik- og grunnskóla aldri þar sem félagslegum og námslegum þörfum þeirra verður mætt með áherslu á kennslu á úkraínsku. Sex úkraínskumælandi starfsmenn úr skólum borgarinnar halda utan um starfsemina þar sem þátttaka foreldra verður nauðsynlegur þáttur. Enn er óvíst hversu mörg börn og foreldar munu sækja Skóla- og fjölskyldumiðstöðina og hvort opna þurfi á fleiri stöðum. Samningaviðræður standa yfir á milli sveitarfélaga og mennta- og barnamálaráðuneytisins um menntun þessara barna en skorað hefur verið á barna-og menntamálaráðherra að setja inn stuðning við. Ljóst er að börnin þurfa sérstakan stuðning við að aðlagast nýju umhverfi og vinna úr þeim áföllum sem stríðið hefur í för með sér, sveitarfélög geta veitt hann en þau þurfa til þess fjármagn. Um þetta og fleira má fræðast á opnum fundi Velferðarráðs Reykjavíkur í fyrramálið klukkan 9 í Borgartúni 12 eða á netinu. Þar ætlum við að fara yfir hlutverk borgarinnar þar sem flest flóttafólk á Íslandi kýs að búa. Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Velferðarráðs og Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur og Sabine Leskopf er formaður Fjölmenningarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sabine Leskopf Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar innrásar í Úkraínu hafa yfir fjórar milljónir manna þurft að yfirgefa landið sitt, að stórum hluta konur og börn. Sjálfsagt er að Ísland, rétt eins og önnur evrópuríki, taki þátt í að veita þessu fólki alþjóðlega vernd og heimili. Í Borgarstjórn höfum við fordæmt innrás Rússa og til að sýna samstöðu í verki höfum við gefið torgi í nágrenni rússneska sendiráðsins nafnið Kænugarður meðundirheitið Kýiv-torg. Ensk þýðing torgsins verður Kyiv Square. Hlutverk ríkisins Úkraínskir ríkisborgarar geta nú fengið dvalarleyfi á íslandi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og geta einnig sótt um atvinnuleyfi. Dvalarleyfið er veitt til eins árs í senn með heimild til að endurnýja eða framlengja í allt að þrjú ár frá því að umsækjandi fékk fyrst leyfi. Vinnumálastofnun annast íslenskukennslu og samfélagsfræðslu fyrir allt flóttafólk og einstaklinga með dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Auk þess er starfandi sérstakt teymi sem vinnur að atvinnuráðgjöf fyrir flóttafólk og einstaklinga með dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hlutverk Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga Þrátt fyrir að ábyrgð á móttöku flóttafólks sé alltaf ríkis er mikilvægt að sveitarfélög taki virkan þátt og veiti stuðning fyrstu árin. Fólk býr í sveitarfélögum og þau veita nærþjónustu sem getur skipt sköpum til að vel takist til. Þar hefur Reykjavíkurborg ekki skorast undan, þvert á móti hefur á liðnum árum skapast einstök þekking og reynsla innan Reykjavíkur á móttöku fólks á flótta. Nýtt Alþjóðateymi Reykjavíkur vinnur samhent að því að taka vel og faglega á móti fólki og kynna það okkar góðu borg. Reykjavík gerði samning við Félagsmálaráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks sem hljóðar upp á að borgin þjónusti 500 manns á hverjum tíma. Unnið er að endurnýjun á þeim samningi og ekki ólíklegt að hann stækki jafnvel ef aðilar ná saman, sem er reyndar mjög brýnt. Einnig er í gildi samningur við Útlendingastofnun um að Reykjavík þjónusti allt að 300 umsækjendur um alþjóðlega vernd, á hverjum tíma. Nýjasti samningurinn er svo samningur við Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um móttöku að lágmarki 100 einstaklinga frá Úkraínu og veiting 6 mánaða tímabundna þjónustu, svokallað Skjól. Sveitarfélög leitast við að tengja einstaklinga og nærsamfélag og veita upplýsingar um þá afþreyingu sem stendur til boða. Flóttafólk fær til að mynda fjárhagsaðstoð, strætókort, sundkort og aðstoðað við að komast í virkni, aðstoð við að finna húsnæði ásamt annarri þjónustu sem er í boði. Það er einnig virkt samstarf við Vinnumálastofnun fyrir þá einstaklinga sem eru tilbúnir að fara út á vinnumarkaðinn. Samfélagið allt Félagasamtök gegna veigamiklu hlutverki þegar kemur að stuðningi við flóttafólk og samtök eins og Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Rauði krossinn, Solaris og Samhjálp og fleiri veita ómetanlega hjálp og aðstoð. Upp hafa sprottið ný samtök sem veita þjónustu og samveru sem er ómetanlegt þar má nefna samtökin Flóttafólk. Fjölmenningarsetur veitir flóttafólki ráð og hefur safnað saman fólki í bakvarðasveit, atvinnutækifærum og beðið fólk um að skrá þar húsnæði sem er laust til leigu fyrir fólk frá Úkraínu. Öll þurfum við að opna hjarta okkar og faðm, samfélagið er okkar allra og við þurfum að samlagast breytingum rétt eins og þau sem hingað koma þurfa að samlagast okkur. Við þurfum gera þetta saman, samlagast hvort öðru. Börn á flótta Allar rannsóknir sýna að börn sem koma úr stríðshrjáðum aðstæðum eiga við áfallastreitu að stríða þó í mismiklu mæli sé. Það er mikilvægt að skapa griðastað þar sem börn og foreldrar finna fyrir öryggi, rútínu og hlýju. Um 200 börn hafa komið til Reykjavíkur frá því innrásin hófst og í dag, fimmtudagin 28. apríl, opnar fjölskyldumiðstöð fyrir börn á leik- og grunnskóla aldri þar sem félagslegum og námslegum þörfum þeirra verður mætt með áherslu á kennslu á úkraínsku. Sex úkraínskumælandi starfsmenn úr skólum borgarinnar halda utan um starfsemina þar sem þátttaka foreldra verður nauðsynlegur þáttur. Enn er óvíst hversu mörg börn og foreldar munu sækja Skóla- og fjölskyldumiðstöðina og hvort opna þurfi á fleiri stöðum. Samningaviðræður standa yfir á milli sveitarfélaga og mennta- og barnamálaráðuneytisins um menntun þessara barna en skorað hefur verið á barna-og menntamálaráðherra að setja inn stuðning við. Ljóst er að börnin þurfa sérstakan stuðning við að aðlagast nýju umhverfi og vinna úr þeim áföllum sem stríðið hefur í för með sér, sveitarfélög geta veitt hann en þau þurfa til þess fjármagn. Um þetta og fleira má fræðast á opnum fundi Velferðarráðs Reykjavíkur í fyrramálið klukkan 9 í Borgartúni 12 eða á netinu. Þar ætlum við að fara yfir hlutverk borgarinnar þar sem flest flóttafólk á Íslandi kýs að búa. Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Velferðarráðs og Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur og Sabine Leskopf er formaður Fjölmenningarráðs.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar