Lyftistöng fyrir íþrótta- og heilsueflandi starfsemi í Garðabæ Gunnar Einarsson skrifar 29. apríl 2022 09:45 Garðabær er heilsueflandi samfélag frá árinu 2018 en með þátttöku í því verkefni skuldbindur Garðabær sig til að leggja áherslu á að lýðheilsa íbúa sé höfð í fyrirrúmi. Miðgarður, nýtt fjölnota íþróttahús Garðbæinga er risið og æfingar hafnar en húsið er mikil lyftistöng fyrir íþrótta- og heilsueflandi starfsemi í Garðabæ. Það má með sanni segja að húsið eigi eftir að gjörbylta íþróttastarfinu í bænum, sem þó er afar metnaðarfullt fyrir. Miðgarður er staðsettur í Vetrarmýri og er hluti af þróunarsvæði sem nær m.a. yfir Hnoðraholt, Vetrarmýri, Vífilsstaði og Smalaholt. Við Miðgarð verður samfelld byggð, í Hnoðraholti norðan megin við Miðgarð er gert ráð fyrir nýrri íbúðabyggð sem bætist við þá sem fyrir er á holtinu og næst Reykjanesbraut er gert ráð fyrir verslun, þjónustu og stofnunum sem mynda þjónustukjarna þessa bæjarhluta. Austan við Miðgarð er golfvöllur GKG, skógræktarsvæði við Smalaholt og þaðan er einnig stutt í fallega náttúru okkar Garðbæinga við Vífilsstaðavatn og Heiðmörk þar sem margir íbúar höfuðborgarsvæðisins njóta útivistar á hverjum degi. Miðgarður gerir okkur kleift að fjölga þátttakendum í íþróttum í Garðabæ sem er afar mikilvægt í stækkandi bæ. Gríðarlegur vöxtur er í bænum og mikill kraftur, og við erum stolt af því að geta mætt þeim vexti með betri aðstöðu. Í húsinu er rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð og um 800 áhorfendur rúmast á svölum íþróttasalarins. Innanhúss er einnig stærsti klifurveggur landsins, góð teygju- og upphitunaraðstaða og fyrsta flokks styrktar- og þrekæfingaaðstaða ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Í húsinu eru einnig óráðstafaðar hæðir sem vonandi nýtast undir heilsutengda starfsemi í framtíðinni. Má með sanni segja að húsið nýtist til fjölbreyttrar íþrótta- og tómstundaiðkunar fyrir fólk á öllum aldri. En hvaðan kemur nafnið Miðgarður? Garðabær efndi haustið 2021 til nafnasamkeppni um nafn á nýja fjölnota íþróttahúsinu í Garðabæ sem var öllum opin og fjölmargir íbúar tóku þátt og sendu inn tillögur að nafni. Nafn hússins, Miðgarður, var svo tilkynnt formlega í byrjun þessa árs. Samkvæmt goðafræðinni er Miðgarður miðja heimsins og sá staður þar sem mannfólkið býr. Það rímar vel við hugmyndir um fjölnota íþróttahúsið þar sem vonast er eftir lífi og fjöri á degi hverjum ásamt því að þar verður rými fyrir fjölbreytt viðfangsefni. Laugardaginn 30. apríl kl. 13-16 verður opnunarhátíð Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ. Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Íþróttir barna Stjarnan Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Garðabær er heilsueflandi samfélag frá árinu 2018 en með þátttöku í því verkefni skuldbindur Garðabær sig til að leggja áherslu á að lýðheilsa íbúa sé höfð í fyrirrúmi. Miðgarður, nýtt fjölnota íþróttahús Garðbæinga er risið og æfingar hafnar en húsið er mikil lyftistöng fyrir íþrótta- og heilsueflandi starfsemi í Garðabæ. Það má með sanni segja að húsið eigi eftir að gjörbylta íþróttastarfinu í bænum, sem þó er afar metnaðarfullt fyrir. Miðgarður er staðsettur í Vetrarmýri og er hluti af þróunarsvæði sem nær m.a. yfir Hnoðraholt, Vetrarmýri, Vífilsstaði og Smalaholt. Við Miðgarð verður samfelld byggð, í Hnoðraholti norðan megin við Miðgarð er gert ráð fyrir nýrri íbúðabyggð sem bætist við þá sem fyrir er á holtinu og næst Reykjanesbraut er gert ráð fyrir verslun, þjónustu og stofnunum sem mynda þjónustukjarna þessa bæjarhluta. Austan við Miðgarð er golfvöllur GKG, skógræktarsvæði við Smalaholt og þaðan er einnig stutt í fallega náttúru okkar Garðbæinga við Vífilsstaðavatn og Heiðmörk þar sem margir íbúar höfuðborgarsvæðisins njóta útivistar á hverjum degi. Miðgarður gerir okkur kleift að fjölga þátttakendum í íþróttum í Garðabæ sem er afar mikilvægt í stækkandi bæ. Gríðarlegur vöxtur er í bænum og mikill kraftur, og við erum stolt af því að geta mætt þeim vexti með betri aðstöðu. Í húsinu er rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð og um 800 áhorfendur rúmast á svölum íþróttasalarins. Innanhúss er einnig stærsti klifurveggur landsins, góð teygju- og upphitunaraðstaða og fyrsta flokks styrktar- og þrekæfingaaðstaða ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Í húsinu eru einnig óráðstafaðar hæðir sem vonandi nýtast undir heilsutengda starfsemi í framtíðinni. Má með sanni segja að húsið nýtist til fjölbreyttrar íþrótta- og tómstundaiðkunar fyrir fólk á öllum aldri. En hvaðan kemur nafnið Miðgarður? Garðabær efndi haustið 2021 til nafnasamkeppni um nafn á nýja fjölnota íþróttahúsinu í Garðabæ sem var öllum opin og fjölmargir íbúar tóku þátt og sendu inn tillögur að nafni. Nafn hússins, Miðgarður, var svo tilkynnt formlega í byrjun þessa árs. Samkvæmt goðafræðinni er Miðgarður miðja heimsins og sá staður þar sem mannfólkið býr. Það rímar vel við hugmyndir um fjölnota íþróttahúsið þar sem vonast er eftir lífi og fjöri á degi hverjum ásamt því að þar verður rými fyrir fjölbreytt viðfangsefni. Laugardaginn 30. apríl kl. 13-16 verður opnunarhátíð Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ. Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar