„FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2022 14:01 Sigursteinn Arndal skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við FH. vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, segir að Hafnfirðingar gangi nokkuð sáttir frá tímabilinu þótt tapið fyrir Selfossi í oddaleik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í gær svíði vissulega. FH tapaði 33-38 fyrir Selfossi í mögnuðum tvíframlengdum oddaleik í Kaplakrika í gær. Annað árið í röð féllu FH-ingar því úr leik í átta liða úrslitum. „Auðvitað erum við svakalega svekktir í dag. En þegar maður horfir á tímabilið í heild sinni getum við verið stoltir. Lengstum áttum við gott tímabilið og vorum í toppbaráttunni þar til 2-3 umferðir voru eftir,“ sagði Sigursteinn í samtali við Vísi í dag. FH endaði í 4. sæti Olís-deildarinnar og komst í undanúrslit Coca Cola bikarsins. „Botninn datt aðeins úr þessu þegar við lentum í smá meiðslum í kringum bikarhelgina. En við náðum vopnum okkar ágætlega. Við vorum ekki með Egil [Magnússon] og svo vantaði líka Atla [Stein Arnarsson] í úrslitakeppnina þannig það fór úr breiddinni hjá okkur. Við töpuðum í hörkueinvígi á stöngin út,“ sagði Sigursteinn en Ásbjörn Friðriksson skaut einmitt í stöngina í lokasókn venjulegs leiktíma í gær. Birgir Már Birgisson fékk nýtt hlutverk í vörn FH og skilaði því vel.vísir/Hulda Margrét FH missti sterka leikmenn á borð við Einar Rafn Eiðsson og Arnar Frey Ársælsson fyrir tímabilið en hélt samt velli. „Við misstum stóra pósta en margir leikmenn uxu á tímabilinu. Þeir fengu stærri og önnur hlutverk. Við getum tekið Birgi [Má Birgisson] sem dæmi; stórkostlegur í vörninni þrátt fyrir að hafa aldrei áður spilað bakvörð. Sama með Jakob Martin [Ásgeirsson]. Hann tók við stóru hlutverki og stóð sig vel,“ sagði Sigursteinn sem segir að FH-ingar fari brattir inn í næsta tímabil. „Engin spurning. Menn sleikja sárin í nokkra daga en FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt.“ FH hefur þegar samið við skytturnar ungu og efnilegu Einar Braga Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason. Hægri skyttan Gytis Smantauskas er aftur á móti á förum. Olís-deild karla FH Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
FH tapaði 33-38 fyrir Selfossi í mögnuðum tvíframlengdum oddaleik í Kaplakrika í gær. Annað árið í röð féllu FH-ingar því úr leik í átta liða úrslitum. „Auðvitað erum við svakalega svekktir í dag. En þegar maður horfir á tímabilið í heild sinni getum við verið stoltir. Lengstum áttum við gott tímabilið og vorum í toppbaráttunni þar til 2-3 umferðir voru eftir,“ sagði Sigursteinn í samtali við Vísi í dag. FH endaði í 4. sæti Olís-deildarinnar og komst í undanúrslit Coca Cola bikarsins. „Botninn datt aðeins úr þessu þegar við lentum í smá meiðslum í kringum bikarhelgina. En við náðum vopnum okkar ágætlega. Við vorum ekki með Egil [Magnússon] og svo vantaði líka Atla [Stein Arnarsson] í úrslitakeppnina þannig það fór úr breiddinni hjá okkur. Við töpuðum í hörkueinvígi á stöngin út,“ sagði Sigursteinn en Ásbjörn Friðriksson skaut einmitt í stöngina í lokasókn venjulegs leiktíma í gær. Birgir Már Birgisson fékk nýtt hlutverk í vörn FH og skilaði því vel.vísir/Hulda Margrét FH missti sterka leikmenn á borð við Einar Rafn Eiðsson og Arnar Frey Ársælsson fyrir tímabilið en hélt samt velli. „Við misstum stóra pósta en margir leikmenn uxu á tímabilinu. Þeir fengu stærri og önnur hlutverk. Við getum tekið Birgi [Má Birgisson] sem dæmi; stórkostlegur í vörninni þrátt fyrir að hafa aldrei áður spilað bakvörð. Sama með Jakob Martin [Ásgeirsson]. Hann tók við stóru hlutverki og stóð sig vel,“ sagði Sigursteinn sem segir að FH-ingar fari brattir inn í næsta tímabil. „Engin spurning. Menn sleikja sárin í nokkra daga en FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt.“ FH hefur þegar samið við skytturnar ungu og efnilegu Einar Braga Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason. Hægri skyttan Gytis Smantauskas er aftur á móti á förum.
Olís-deild karla FH Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira