„Ekki benda á mig“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2022 08:01 Í umræðum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er stjórnarþingmönnum tíðrætt um stóru myndina. En þeirri mynd hefur ríkisstjórnin klúðrað nokkuð hressilega. Það eru mikil vonbrigði fyrir þau okkar sem viljum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Til að auka samkeppni og minnka skuldir ríkissjóðs. Þar með létta á skuldabyrði komandi kynslóða. Sérstaklega mikilvægt nú þegar þunginn mun aukast eftir því sem verðbólgan fer hækkandi, með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samfélagið allt. Pólitísk hentisemi Nú sannast það þó að Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Það blasir sífellt skýrar við. Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst. Með öðrum orðum áður en Sjálfstæðisflokknum verði leyft að halda áfram með næstu sölu. Samt eru svörin þannig að innan ríkisstjórnarinnar ríki fullt traust. Viðbrögðin eru mótsagnakennd en hið augljósa liggur fyrir þegar við lesum milli línanna. Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga. Það á einfaldlega að slaufa einu stærsta máli ríkisstjórnarinnar til þess eins að framlengja líf hennar. Þar snýst allt um pólitíska hagsmuni og hentisemi, ekki pólitíska ábyrgð og stefnufestu eins og þjóðin kallar eftir. Framtíðarsýn óskast Stjórnvöld verða þó að mæta þessu ákalli. Því völdum fylgir ábyrgð og miklum völdum fylgir mikil ábyrgð. Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir. Stefna okkar hefur alltaf verið skýr varðandi þessi sjónarmið og hagsmuni almennings. Að enginn afsláttur verði gefinn af kröfum um gegnsæi og skýra ábyrgð. Við höfum líka saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem veldur almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Hvernig hægt sé að tryggja heilbrigða og dreifða eignaraðild til langs tíma. Hvernig bæta megi skilvirkni, efla samkeppnishæfni og svo framvegis. En enga stefnu um slíkt er að finna hjá ríkisstjórninni. Hvorki í þessu máli né öðrum. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Þjóðin kallar eftir ábyrgð Formaður Framsóknarflokksins viðurkennir nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Viðskiptaráðherra segir aðra ráðherra hafa verið með áhyggjur og efasemdir um söluferlið, eins og hún sjálf, en fjármálaráðherra þvertekur fyrir það. Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð. Það er þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni. Þess vegna er traustið horfið. Eftir stendur að rannsaka þarf málið og endurheimta traustið sem þessi ríkisstjórn hefur glatað. Það verður ekki gert nema með ítarlegri rannsókn þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti almennings kallar núna eftir því. Enda skilur hann hversu mikið er undir. Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er stjórnarþingmönnum tíðrætt um stóru myndina. En þeirri mynd hefur ríkisstjórnin klúðrað nokkuð hressilega. Það eru mikil vonbrigði fyrir þau okkar sem viljum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Til að auka samkeppni og minnka skuldir ríkissjóðs. Þar með létta á skuldabyrði komandi kynslóða. Sérstaklega mikilvægt nú þegar þunginn mun aukast eftir því sem verðbólgan fer hækkandi, með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samfélagið allt. Pólitísk hentisemi Nú sannast það þó að Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Það blasir sífellt skýrar við. Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst. Með öðrum orðum áður en Sjálfstæðisflokknum verði leyft að halda áfram með næstu sölu. Samt eru svörin þannig að innan ríkisstjórnarinnar ríki fullt traust. Viðbrögðin eru mótsagnakennd en hið augljósa liggur fyrir þegar við lesum milli línanna. Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga. Það á einfaldlega að slaufa einu stærsta máli ríkisstjórnarinnar til þess eins að framlengja líf hennar. Þar snýst allt um pólitíska hagsmuni og hentisemi, ekki pólitíska ábyrgð og stefnufestu eins og þjóðin kallar eftir. Framtíðarsýn óskast Stjórnvöld verða þó að mæta þessu ákalli. Því völdum fylgir ábyrgð og miklum völdum fylgir mikil ábyrgð. Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir. Stefna okkar hefur alltaf verið skýr varðandi þessi sjónarmið og hagsmuni almennings. Að enginn afsláttur verði gefinn af kröfum um gegnsæi og skýra ábyrgð. Við höfum líka saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem veldur almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Hvernig hægt sé að tryggja heilbrigða og dreifða eignaraðild til langs tíma. Hvernig bæta megi skilvirkni, efla samkeppnishæfni og svo framvegis. En enga stefnu um slíkt er að finna hjá ríkisstjórninni. Hvorki í þessu máli né öðrum. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Þjóðin kallar eftir ábyrgð Formaður Framsóknarflokksins viðurkennir nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Viðskiptaráðherra segir aðra ráðherra hafa verið með áhyggjur og efasemdir um söluferlið, eins og hún sjálf, en fjármálaráðherra þvertekur fyrir það. Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð. Það er þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni. Þess vegna er traustið horfið. Eftir stendur að rannsaka þarf málið og endurheimta traustið sem þessi ríkisstjórn hefur glatað. Það verður ekki gert nema með ítarlegri rannsókn þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti almennings kallar núna eftir því. Enda skilur hann hversu mikið er undir. Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun