David James dáist að innköstum Sveindísar: „Rory Delap væri stoltur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2022 10:01 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar sigrinum á Barcelona ásamt Alexöndru Popp og Lynn Wilms. getty/Martin Rose Löng innköst Sveindísar Jane Jónsdóttur halda áfram að vekja mikla athygli. Meðal þeirra sem dáist að þeim er fyrrverandi markvörður enska landsliðsins. David James, einn leikjahæsti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, fylgdist með seinni leik Wolfsburg og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn. Wolfsburg vann leikinn 2-0 og varð þar með fyrsta liðið til að sigra Barcelona á tímabilinu. Sveindís lék allan leikinn fyrir Wolfsburg og langt innkast hennar skapaði fyrra mark leiksins. Sigurinn dugði þó skammt því Barcelona vann fyrri leikinn, 5-1, og einvígið, 5-3 samanlagt. James var dolfallinn þegar hann sá Sveindísi grýta boltanum langt inn á vítateig Börsunga og deildi myndbandi af einu innkasti hennar á Twitter. Wow! Jonsdottir of @VfL_Frauen with a throw Delap would be proud of #UWCL pic.twitter.com/bt983IO9ZE— David James (@jamosfoundation) April 30, 2022 „Vá! Jónsdóttir í Wolfsburg með innkast sem Rory Delap væri stoltur af,“ skrifaði James og vísaði þar til fyrrverandi leikmanns Stoke City sem var þekktur fyrir rosalega löng innköst sín. Þau voru lengi vel helsta sóknarvopn Stoke og lið vildu frekar gefa hornspyrnur en innköst við vítateig sinn gegn Stoke. Sveindís hefur verið í byrjunarliði Wolfsburg í síðustu átta leikjum liðsins. Wolfsburg er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar og komið í bikarúrslit. Óhætt er að flokka hinn 51 árs James sem Íslandsvin en hann lék með ÍBV sumarið 2013, alls 23 leiki í deild, bikar og Evrópukeppni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
David James, einn leikjahæsti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, fylgdist með seinni leik Wolfsburg og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn. Wolfsburg vann leikinn 2-0 og varð þar með fyrsta liðið til að sigra Barcelona á tímabilinu. Sveindís lék allan leikinn fyrir Wolfsburg og langt innkast hennar skapaði fyrra mark leiksins. Sigurinn dugði þó skammt því Barcelona vann fyrri leikinn, 5-1, og einvígið, 5-3 samanlagt. James var dolfallinn þegar hann sá Sveindísi grýta boltanum langt inn á vítateig Börsunga og deildi myndbandi af einu innkasti hennar á Twitter. Wow! Jonsdottir of @VfL_Frauen with a throw Delap would be proud of #UWCL pic.twitter.com/bt983IO9ZE— David James (@jamosfoundation) April 30, 2022 „Vá! Jónsdóttir í Wolfsburg með innkast sem Rory Delap væri stoltur af,“ skrifaði James og vísaði þar til fyrrverandi leikmanns Stoke City sem var þekktur fyrir rosalega löng innköst sín. Þau voru lengi vel helsta sóknarvopn Stoke og lið vildu frekar gefa hornspyrnur en innköst við vítateig sinn gegn Stoke. Sveindís hefur verið í byrjunarliði Wolfsburg í síðustu átta leikjum liðsins. Wolfsburg er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar og komið í bikarúrslit. Óhætt er að flokka hinn 51 árs James sem Íslandsvin en hann lék með ÍBV sumarið 2013, alls 23 leiki í deild, bikar og Evrópukeppni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira