Gleðilega Álfahátíð Hilmar Kristensson skrifar 4. maí 2022 08:00 Kæru samherjar og vinir. Í vikunni verður Álfasala SÁÁ í 34. skiptið, en frá upphafi hefur Álfasalan verið eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefnið á vegum SÁÁ. Ég vil hvetja alla landsmenn til að kaupa Álfinn og styðja og styrkja þannig það mikilvæga starf sem fram fer á vegum SÁÁ. Það er mér mikill heiður að hafa verið virkur þáttakandi í starfi SÁÁ i nær fjörutíu ár. Einnig er mér í fersku minni undirbúningur okkar að stofnun samtakanna árið 1977 í húsi Ölgerðarinnar við Frakkastíg. Síðan þá hefur SÁÁ átt ákveðinn sess í huga mínum og hjarta. Sama ár tók ég að mér að breiða út boðskapinn um þetta nýja hjálpræði í baráttunni við Bakkus. Þræddi ég flesta bæi og híbýli manna í Árnes- og Rangárvallasýslum, fór einnig um Skaftafellssýslur og bar mönnum fagnaðarboðskapinn. Á þessum tímum var voru engin SMS, tölvupóstar eða Facebook skilaboð til að flýta fyrir - ekki einu sinni faxtæki. Þá þurfti einfaldlega að skeiða yfir völlinn á „vélfákum“ renna í hlað og ganga í bæinn. Í dag þekkjum við mörg hve hve mikið SÁÁ hefur gert fyrir okkur og hefur það verið mér hugleikið í gegnum tíðina. Snemma fór ég að hugsa um hvað ég gæti gert fyrir samtökin. Eftir að ég hafði upplifað endurreisn og fundið gleðina að nýju var efst í huga mér að endurgjalda „lífgjöfina“. Einhenti ég mér því í þjónustu í þágu SÁÁ og tók að mér margvísleg verkefni sem þurfti að leysa, svo sem fjölbreytta fjáröflun, Álfasölu, skemmtikvöld, sumarmót, forstöðumennsku áfangaheimila, starf á sviði útbreiðslu- og kynningarmála, umsjón með dansnámskeiðum, Þorrablótum og fjölmörgu öðru sem fyrir lá hverju sinni. Á þessum langa tíma sem liðinn er hef ég notið þess að vinna með einstaklega mörgu góðu og heilsteyptu dugnaðarfólki í þágu SÁÁ, fólki sem hafði sömu þrá og ég að endurgjalda þessari góðu stofnun frelsi út úr dimmum dal. Hugarfarið er breytt Tíðarandinn í dag gagnvart alkóhólismanum er heldur betur annar en 1977. Mér er minnisstætt þegar ég var starfsmaður Kaupfélagsins á Hvolsvelli og tók að mér að hengja upp nokkrar auglýsingar um stofnfund SÁÁ. Ég hafði ekki límt margar upp þegar kaupfélagsstjórinn komst á snoðir um það. Hann kallaði mig á teppið og sagði með þjósti: ERTU DRYKKJUSJÚKLINGUR EÐA HVAÐ??? Taktu þessa snepla niður strax og ef þú ert í þessum hópi þá er starfsferli þínum hér lokið!! Á stundu sem þessari er gott að líta um öxl og hugsa til þess hve margir einstaklingar, afkomendur og fjölskyldur eiga SÁÁ líf sitt að launa. Einnig að hugsa með hlýhug og þakklæti til þeirra sem ruddu brautina til frelsis. Í dag er ástæða til að gleðjast og fagna þeim mikla árangri sem hefur náðst og óska SÁÁ farsældar um ókomin ár. En höfum samt í huga að baráttan við fíknsjúkdóminn þarf áfram á öllum kröftum okkar að halda. Þess vegna skiptir Álfasalan jafn miklu máli og alltaf áður. Höfundur er álfasölustjóri SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Kæru samherjar og vinir. Í vikunni verður Álfasala SÁÁ í 34. skiptið, en frá upphafi hefur Álfasalan verið eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefnið á vegum SÁÁ. Ég vil hvetja alla landsmenn til að kaupa Álfinn og styðja og styrkja þannig það mikilvæga starf sem fram fer á vegum SÁÁ. Það er mér mikill heiður að hafa verið virkur þáttakandi í starfi SÁÁ i nær fjörutíu ár. Einnig er mér í fersku minni undirbúningur okkar að stofnun samtakanna árið 1977 í húsi Ölgerðarinnar við Frakkastíg. Síðan þá hefur SÁÁ átt ákveðinn sess í huga mínum og hjarta. Sama ár tók ég að mér að breiða út boðskapinn um þetta nýja hjálpræði í baráttunni við Bakkus. Þræddi ég flesta bæi og híbýli manna í Árnes- og Rangárvallasýslum, fór einnig um Skaftafellssýslur og bar mönnum fagnaðarboðskapinn. Á þessum tímum var voru engin SMS, tölvupóstar eða Facebook skilaboð til að flýta fyrir - ekki einu sinni faxtæki. Þá þurfti einfaldlega að skeiða yfir völlinn á „vélfákum“ renna í hlað og ganga í bæinn. Í dag þekkjum við mörg hve hve mikið SÁÁ hefur gert fyrir okkur og hefur það verið mér hugleikið í gegnum tíðina. Snemma fór ég að hugsa um hvað ég gæti gert fyrir samtökin. Eftir að ég hafði upplifað endurreisn og fundið gleðina að nýju var efst í huga mér að endurgjalda „lífgjöfina“. Einhenti ég mér því í þjónustu í þágu SÁÁ og tók að mér margvísleg verkefni sem þurfti að leysa, svo sem fjölbreytta fjáröflun, Álfasölu, skemmtikvöld, sumarmót, forstöðumennsku áfangaheimila, starf á sviði útbreiðslu- og kynningarmála, umsjón með dansnámskeiðum, Þorrablótum og fjölmörgu öðru sem fyrir lá hverju sinni. Á þessum langa tíma sem liðinn er hef ég notið þess að vinna með einstaklega mörgu góðu og heilsteyptu dugnaðarfólki í þágu SÁÁ, fólki sem hafði sömu þrá og ég að endurgjalda þessari góðu stofnun frelsi út úr dimmum dal. Hugarfarið er breytt Tíðarandinn í dag gagnvart alkóhólismanum er heldur betur annar en 1977. Mér er minnisstætt þegar ég var starfsmaður Kaupfélagsins á Hvolsvelli og tók að mér að hengja upp nokkrar auglýsingar um stofnfund SÁÁ. Ég hafði ekki límt margar upp þegar kaupfélagsstjórinn komst á snoðir um það. Hann kallaði mig á teppið og sagði með þjósti: ERTU DRYKKJUSJÚKLINGUR EÐA HVAÐ??? Taktu þessa snepla niður strax og ef þú ert í þessum hópi þá er starfsferli þínum hér lokið!! Á stundu sem þessari er gott að líta um öxl og hugsa til þess hve margir einstaklingar, afkomendur og fjölskyldur eiga SÁÁ líf sitt að launa. Einnig að hugsa með hlýhug og þakklæti til þeirra sem ruddu brautina til frelsis. Í dag er ástæða til að gleðjast og fagna þeim mikla árangri sem hefur náðst og óska SÁÁ farsældar um ókomin ár. En höfum samt í huga að baráttan við fíknsjúkdóminn þarf áfram á öllum kröftum okkar að halda. Þess vegna skiptir Álfasalan jafn miklu máli og alltaf áður. Höfundur er álfasölustjóri SÁÁ.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar