Stefán Rafn fær að spila í Eyjum þrátt fyrir rautt í tveimur leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 13:00 Stefán Rafn Sigurmansson verður með Haukaliðinu annað kvöld. Vísir/Vilhelm Haukamenn fengu góðar fréttir frá fundi aganefndar HSÍ í gær en þar kom í ljós að hornamaðurinn öflugi Stefán Rafn Sigurmannsson verður ekki í banni í leiknum mikilvæga á móti ÍBV í Eyjum á morgun. Stefán Rafn hefur fengið rautt spjald í tveimur leikjum í úrslitakeppninni, fyrst í leik á móti KA og svo aftur í fyrsta leiknum á móti ÍBV. Á fundi aganefndar HSÍ var niðurstaðan sú að teknu tilliti til skýrslu dómara að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota. Stefán Rafn verður því með Haukum í öðrum leik í undanúrslitunum en Eyjamenn unnu fyrsta leikinn og geta því komist í 2-0. Stefán fékk rauða spjaldið í síðasta leik fyrir brot á Dag Arnarssyni á 50. mínútu en Eyjamenn voru þá komnir fjórum mörkum yfir, 30-26. Stefán skoraði fjögur mörk úr fimm skotum áður en hann var rekinn í sturtu. Það sluppu ekki allir jafnvel og Stefán. Árni Stefánsson þjálfari HK, fékk aftur á móti eins leiks bann fyrir framkomu sinni í leik HK á móti Fram í 4. flokki karla. Hér fyrir neðan má sjá úrskurð aganefndar frá síðasta fundi hennar 1. maí 2022. Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: 1. Árni Stefánsson þjálfari HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu í leik Fram og HK í 3. flokki karla þann 28.04.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar. - 2. Stefán Rafn Sigurmannsson leikmaður Haukar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla þann 01.05.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar. Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Stefán Rafn hefur fengið rautt spjald í tveimur leikjum í úrslitakeppninni, fyrst í leik á móti KA og svo aftur í fyrsta leiknum á móti ÍBV. Á fundi aganefndar HSÍ var niðurstaðan sú að teknu tilliti til skýrslu dómara að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota. Stefán Rafn verður því með Haukum í öðrum leik í undanúrslitunum en Eyjamenn unnu fyrsta leikinn og geta því komist í 2-0. Stefán fékk rauða spjaldið í síðasta leik fyrir brot á Dag Arnarssyni á 50. mínútu en Eyjamenn voru þá komnir fjórum mörkum yfir, 30-26. Stefán skoraði fjögur mörk úr fimm skotum áður en hann var rekinn í sturtu. Það sluppu ekki allir jafnvel og Stefán. Árni Stefánsson þjálfari HK, fékk aftur á móti eins leiks bann fyrir framkomu sinni í leik HK á móti Fram í 4. flokki karla. Hér fyrir neðan má sjá úrskurð aganefndar frá síðasta fundi hennar 1. maí 2022. Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: 1. Árni Stefánsson þjálfari HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu í leik Fram og HK í 3. flokki karla þann 28.04.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar. - 2. Stefán Rafn Sigurmannsson leikmaður Haukar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla þann 01.05.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: 1. Árni Stefánsson þjálfari HK hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu í leik Fram og HK í 3. flokki karla þann 28.04.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar. - 2. Stefán Rafn Sigurmannsson leikmaður Haukar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla þann 01.05.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útilokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira