En hvað með ungdóminn, Guðmundur? Guðmundur Fylkisson skrifar 9. maí 2022 14:01 Eftir að hafa skrifað 2 greinar um það að eldast, sem greinilega voru lesnar og takk fyrir það, þá fékk ég spurninguna en hvað með ungdóminn? Einhver ykkar vita að ég vinn í umhverfi þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá ungdómnum okkar. Gott fólk úr okkar röðum hefur bent á að fyrir hverja krónu sem við verjum í upphafi þroskaferils barns erum við að spara 7-8 krónur á seinni stigum. Fyrir hverja milljón, sparast 7-8 milljónir. Er einhver í stjórnmálum til í að segja og sækja fylgi, með því að ætla að ná sparnaði í rekstri bæjarfélagsins eftir 8-12 ár. Viðkomandi þá jafnvel löngu hættur í stjórnmálum og enginn man neitt. Ég ætla að leyfa mér að benda á nokkur atriði í okkar bæjarfélagi sem er samt komið af stað í þessari vinnu, án þess að sérstaklega mikill kostnaður fylgi því, en gætu vissulega nýtt meiri pening til að gera meira. Það eru t.d. ekki öll íþróttafélög með mestan fókus á afreksíþróttir. Tökum Brettafélagið, Siglingaklúbbinn og Hestamannafélagið Sörla sem dæmi. Þessi félög ná að hlúa að einstaklingum sem eru ekki eins og við flest, finna þeirra styrkleika og leyfa þeim að njóta, án þess að þau séu að færa bikara og titla í hús. Þetta eru einstaklingar sem annars myndu hörfa undan álagi afreksíþrótta og jafnvel fara út af sporinu. Það er alveg ljóst að þessir einstaklingar og fjölskyldur þeirra eru að njóta góðs af þessari starfsemi og þeirri meðvituðu ákvörðun þeirra sem stjórna þar, að hlúa að þeim. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég fékk að fylgja með í heimsókn til þessara félaga, þó ég hafi reyndar ekki kíkt á hestana, enda þekktur fyrir að vilja frekar borða þá, hvað það er verið að gera mikið í þágu samfélagsins og þeirra sem vilja fá að njóta íþrótta og útivistar, en ekki endilega að vera að mæta á fullt af mótum og meira krefjandi æfingum. Síðan er það starfsemi eins og Ungmennahúsið Hamarinn við Suðurgötu, undir stjórn Margrétar Gauju. Sú starfsemi er ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins. Vil ég þakka sérstaklega þeim sem höfðu þá fyrirhyggju að koma þessari starfsemi á koppinn og leyfa henni að halda áfram. Þangað sækja einstaklingar sem eru jafnvel félagslega einangraðir og eiga í erfiðleikum með að bjóða heim vinum og kunningjum vegna ástands heima fyrir. Þar hefur einnig aðstöðu Bergið headspace. Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu. Einu sinni í viku er ráðgjafi frá Berginu í Hamrinum og er Hafnarfjörður eina sveitarfélagið á landinu sem býður upp á þetta. Í Hamrinum eru allir velkomnir, þar er meðal annars tekið á móti ungmennum úr hópi flóttafólks, þar er starfsemi kynsegin einstaklinga… orð sem ég er enn að átta mig á, krökkunum í Flensborg sem kíkja við í frímínútum og eyðum vegna nálægðar við skólann. Það er alltaf hægt að gera betur og í sumum tilfellum mikið betur. Það að fjárfesta nógu snemma verður til þess að rekstur síðar meir verður ekki eins kostnaðarsamur. Þetta snýst heldur ekki allt um peninga. Það að gera betur í upphafi skilar sér einnig í bættri líðan hjá viðkomandi einstaklingum og eins fjölskyldum þeirra og það jafnvel út ævina. Við hjá Framsókn í Hafnarfirði viljum gera betur. Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Guðmundur Fylkisson Tengdar fréttir Viljum við ekki öll eldast? Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. 28. apríl 2022 10:31 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa skrifað 2 greinar um það að eldast, sem greinilega voru lesnar og takk fyrir það, þá fékk ég spurninguna en hvað með ungdóminn? Einhver ykkar vita að ég vinn í umhverfi þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá ungdómnum okkar. Gott fólk úr okkar röðum hefur bent á að fyrir hverja krónu sem við verjum í upphafi þroskaferils barns erum við að spara 7-8 krónur á seinni stigum. Fyrir hverja milljón, sparast 7-8 milljónir. Er einhver í stjórnmálum til í að segja og sækja fylgi, með því að ætla að ná sparnaði í rekstri bæjarfélagsins eftir 8-12 ár. Viðkomandi þá jafnvel löngu hættur í stjórnmálum og enginn man neitt. Ég ætla að leyfa mér að benda á nokkur atriði í okkar bæjarfélagi sem er samt komið af stað í þessari vinnu, án þess að sérstaklega mikill kostnaður fylgi því, en gætu vissulega nýtt meiri pening til að gera meira. Það eru t.d. ekki öll íþróttafélög með mestan fókus á afreksíþróttir. Tökum Brettafélagið, Siglingaklúbbinn og Hestamannafélagið Sörla sem dæmi. Þessi félög ná að hlúa að einstaklingum sem eru ekki eins og við flest, finna þeirra styrkleika og leyfa þeim að njóta, án þess að þau séu að færa bikara og titla í hús. Þetta eru einstaklingar sem annars myndu hörfa undan álagi afreksíþrótta og jafnvel fara út af sporinu. Það er alveg ljóst að þessir einstaklingar og fjölskyldur þeirra eru að njóta góðs af þessari starfsemi og þeirri meðvituðu ákvörðun þeirra sem stjórna þar, að hlúa að þeim. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég fékk að fylgja með í heimsókn til þessara félaga, þó ég hafi reyndar ekki kíkt á hestana, enda þekktur fyrir að vilja frekar borða þá, hvað það er verið að gera mikið í þágu samfélagsins og þeirra sem vilja fá að njóta íþrótta og útivistar, en ekki endilega að vera að mæta á fullt af mótum og meira krefjandi æfingum. Síðan er það starfsemi eins og Ungmennahúsið Hamarinn við Suðurgötu, undir stjórn Margrétar Gauju. Sú starfsemi er ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins. Vil ég þakka sérstaklega þeim sem höfðu þá fyrirhyggju að koma þessari starfsemi á koppinn og leyfa henni að halda áfram. Þangað sækja einstaklingar sem eru jafnvel félagslega einangraðir og eiga í erfiðleikum með að bjóða heim vinum og kunningjum vegna ástands heima fyrir. Þar hefur einnig aðstöðu Bergið headspace. Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu. Einu sinni í viku er ráðgjafi frá Berginu í Hamrinum og er Hafnarfjörður eina sveitarfélagið á landinu sem býður upp á þetta. Í Hamrinum eru allir velkomnir, þar er meðal annars tekið á móti ungmennum úr hópi flóttafólks, þar er starfsemi kynsegin einstaklinga… orð sem ég er enn að átta mig á, krökkunum í Flensborg sem kíkja við í frímínútum og eyðum vegna nálægðar við skólann. Það er alltaf hægt að gera betur og í sumum tilfellum mikið betur. Það að fjárfesta nógu snemma verður til þess að rekstur síðar meir verður ekki eins kostnaðarsamur. Þetta snýst heldur ekki allt um peninga. Það að gera betur í upphafi skilar sér einnig í bættri líðan hjá viðkomandi einstaklingum og eins fjölskyldum þeirra og það jafnvel út ævina. Við hjá Framsókn í Hafnarfirði viljum gera betur. Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði.
Viljum við ekki öll eldast? Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. 28. apríl 2022 10:31
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun