Nick Cave missir annan son Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2022 17:12 Jethro Lazenby er frumburður Nick Cave. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli andláti Jethro. Vísir/getty Ástralska fyrirsætan Jethro Lazenby er látinn þrjátíu og eins árs að aldri. Hann hafði nýlega losnað úr fangelsi eftir að hafa setið inni fyrir ofbeldisbrot gegn móður sinni, Beau Lazenby. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu. Jethro er sonur ástralska tónlistarmannsins Nick Cave. Tónlistarmaðurinn er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann nokkrum sinnum haldið tónleika hér á landi. Cave segir í yfirlýsingu: „Ég staðfesti, með mikilli sorg, að sonur minn, Jethro, er fallinn frá. Við yrðum þakklát ef þið gætuð virt einkalíf fjölskyldunnar.“ Jethro var elsti sonur Caves en hann eignaðist hann með áströlsku fyrirsætunni Beau Lazenby. Jethro ólst upp í Ástralíu en hann kynntist föður sínum ekki fyrr en hann var orðinn sjö ára. Cave sagði í viðtali árið 2008 að þetta hefði verið erfiður tími. „Ég mun ávallt sjá eftir því að hafa ekki haft mikið samband við Jethro á hans æskuárum. Í dag eigum við þó frábært samband.“ Þegar Jethro komst á aldur flutti hann til Bretlands til að vinna fyrir sér sem fyrirsæta. Þar vann hann fyrir stór og virt tískhús á borð við Balenciaga og Versace. Þá fetaði Jethro í fótspor föður síns á tímabili þegar hann vann að nokkrum sjálfstæðum tónlistarverkefnum. Á síðustu árum tók að síga á ógæfuhliðina hjá Jethro og var hann greindur með geðklofa. Hann hefur verið sakfelldur fyrir að hafa beitt bæði kærustu sína og móður ofbeldi. Nick Cave hefur nú misst tvo syni en Arthur Cave, sonur hans, lést árið 2015. Hann var aðeins fimmtán ára. Arthur var undir áhrifum ofskynjunarefna þegar hann féll fram af kletti nærri Brighton. Sonarmissirinn er miðlægt yrkisefni á síðustu tveimur plötum Nick Cave & the Bad Seeds; Skeleton Tree (2016) og Ghosteen (2019) Tónlist Andlát Ástralía Tengdar fréttir Nick Cave: Tekst á við sonarmissinn með nýrri plötu og mynd Tónlistarmaðurinn gefur út samtímis plötuna The Skeleton Key og myndina One more time with feeling í september. 30. júní 2016 14:47 Fimmtán ára sonur Nick Cave lést af slysförum Fjölskyldan biður um frið. 15. júlí 2015 12:42 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Jethro er sonur ástralska tónlistarmannsins Nick Cave. Tónlistarmaðurinn er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann nokkrum sinnum haldið tónleika hér á landi. Cave segir í yfirlýsingu: „Ég staðfesti, með mikilli sorg, að sonur minn, Jethro, er fallinn frá. Við yrðum þakklát ef þið gætuð virt einkalíf fjölskyldunnar.“ Jethro var elsti sonur Caves en hann eignaðist hann með áströlsku fyrirsætunni Beau Lazenby. Jethro ólst upp í Ástralíu en hann kynntist föður sínum ekki fyrr en hann var orðinn sjö ára. Cave sagði í viðtali árið 2008 að þetta hefði verið erfiður tími. „Ég mun ávallt sjá eftir því að hafa ekki haft mikið samband við Jethro á hans æskuárum. Í dag eigum við þó frábært samband.“ Þegar Jethro komst á aldur flutti hann til Bretlands til að vinna fyrir sér sem fyrirsæta. Þar vann hann fyrir stór og virt tískhús á borð við Balenciaga og Versace. Þá fetaði Jethro í fótspor föður síns á tímabili þegar hann vann að nokkrum sjálfstæðum tónlistarverkefnum. Á síðustu árum tók að síga á ógæfuhliðina hjá Jethro og var hann greindur með geðklofa. Hann hefur verið sakfelldur fyrir að hafa beitt bæði kærustu sína og móður ofbeldi. Nick Cave hefur nú misst tvo syni en Arthur Cave, sonur hans, lést árið 2015. Hann var aðeins fimmtán ára. Arthur var undir áhrifum ofskynjunarefna þegar hann féll fram af kletti nærri Brighton. Sonarmissirinn er miðlægt yrkisefni á síðustu tveimur plötum Nick Cave & the Bad Seeds; Skeleton Tree (2016) og Ghosteen (2019)
Tónlist Andlát Ástralía Tengdar fréttir Nick Cave: Tekst á við sonarmissinn með nýrri plötu og mynd Tónlistarmaðurinn gefur út samtímis plötuna The Skeleton Key og myndina One more time with feeling í september. 30. júní 2016 14:47 Fimmtán ára sonur Nick Cave lést af slysförum Fjölskyldan biður um frið. 15. júlí 2015 12:42 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Nick Cave: Tekst á við sonarmissinn með nýrri plötu og mynd Tónlistarmaðurinn gefur út samtímis plötuna The Skeleton Key og myndina One more time with feeling í september. 30. júní 2016 14:47