Andlát

Andlát

Fréttamynd

Söng­konan Jill Sobule lést í hús­bruna

Bandaríska söngkonan Jill Sobule, sem þekktust er fyrir lög sín I Kissed a Girl og Supermodel, er látin, 66 ára að aldri. Útgefandi Sobule segir að söngkonan hafi látist í húsbruna í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Birgir Guð­jóns­son er látinn

Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sumardagsins fyrsta, 24. apríl síðastliðinn, 68 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Mjöll Snæs­dóttir er látin

Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur lést á heimili sínu mánudaginn 28. apríl 2025 sl., sjötíu og fimm ára að aldri, í kjölfar skammvinnra veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum.

Innlent
Fréttamynd

Stein­dór Ander­sen er látinn

Steindór Andersen einn þekktasti kvæðamaður samtímans er látinn sjötugur að aldri. Hann átti stóran þátt í að endurvekja og kynna rímnahefðina fyrir nýjum áheyrendum.

Innlent
Fréttamynd

Mario Vargas Llosa fallinn frá

Perúski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Mario Vargas Llosa er látinn, 89 ára að aldri. Vargas var risi í suður-amerískum bókmenntum og gaf út rúmlega fimmtíu verk á ferli sínum, sum hver sem þýdd hafa verið á íslensku.

Menning
Fréttamynd

Leo Beenhakker látinn

Leo Beenhakker, fyrrum þjálfari Ajax, Real Madrid og hollenska landsliðsins, er látinn en hann varð 82 ára gamall.

Fótbolti
Fréttamynd

Frið­rik Ólafs­son er látinn

Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er látinn níræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. apríl síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

„Kokkurinn“ í Bandidos látinn

Michael Rosenvold, forseti mótorhjólagengisins Bandidos í Evrópu, er látinn 57 ára að aldri. Rosenvold var danskur, og gekk undir nafninu „kokkurinn“.

Erlent
Fréttamynd

Val Kilmer er látinn

Bandaríski leikarinn Val Kilmer, ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugar Hollywod, er látinn, 65 ára að aldri. Hann lést úr lungnabólgu eftir áralanga baráttu við krabbamein í hálsi.

Lífið
Fréttamynd

Richard Chamberlain er látinn

Bandaríski leikarinn Richard Chamberlain, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum Dr. Kildare, Shogun og The Thorn Birds, er látinn 90 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Ólympíufari lést í elds­voða

Tyrkneski skíðamaðurinn Berkin Usta, sem keppti á Vetrarólympíuleikunum fyrir þremur árum, lést í eldsvoða í gær ásamt föður sínum.

Sport
Fréttamynd

George Foreman er látinn

Bandaríski hnefaleikakappinn George Foreman lést í dag, laugardag, 76 ára að aldri. Hann vann gullmedalíu á Ólympíuleikunum 1968 og varð tvívegis þungavigtarmeistari.

Sport
Fréttamynd

Eddie Jordan látinn

Eddie Jordan, sem var eigandi Jordan í Formúlu 1, lést í morgun, 76 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein.

Formúla 1
Fréttamynd

Síðasti flug­maðurinn úr orrustunni um Bret­land er látinn

John „Paddy“ Hemingway, sem kallaður hefur verið síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland, er látinn. Hann var 105 ára gamall en þegar hann var 21 árs gamall varði hann Bretlandseyjar í háloftunum gegn þýskum flugmönnum í seinni heimsstyrjöldinni.

Erlent