Borgarbyggð — samkeppnishæft sveitafélag Anna Helga Sigfúsdóttir skrifar 9. maí 2022 18:00 Það er hverju sveitafélagi nauðsynlegt að stækka og vaxa eigi það að halda velli og því mikilvægt að sveitastjórn Borgarbyggðar hugi vel að þeim málum. Til þess að fólk og fjölskyldur vilji flytja á nýjan stað þarf ýmislegt að ganga upp. Oftast horfir fólk fyrst til skólamála og gæða þeirra því börnin okkar eru jú framtíðin. Börnin okkar munu taka við okkar störfum og skapa ný, samfélaginu til heilla og því er mikilvægt að hlúa vel að málefnum barna. Borgarbyggð er eitt fárra sveitafélaga á landinu sem státar af öllum skólastigum, leikskóla, grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Hér er lögð áhersla á menntun barna, unglinga og fullorðinna með sterkum og framsæknum skólum. En við getum ekki látið þar við sitja. Við verðum að halda áfram í þróun skólastarfs og vera framsækin og vel upplýst. Við í Samfylkingunni/Viðreisn leggjum mikla áherslu á fræðslu- og tómstundamál og er það stefna okkar gera að leikskóla gjaldfrjálsa í raunhæfum skrefum, með það fyrir augum að jafna aðstöðumun barna og fjölskyldna. Við viljum auka áherslu á upplýsingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun og stafræna borgaravitund í grunnskólunum. Einnig þarf að efla stoðþjónustu í leik- og grunnskólum og auka tæknivæðingu grunnskólanna. Stöðugt er verið að tala um að verið sé að undirbúa nemendur undir störf framtíðarinnar sem við vitum ekki hver verða, því ætti ein tölva/tæki á nemanda í unglingadeild að vera eðlileg krafa. En skólamálin eru ekki það eina sem fjölskyldur horfa til þegar hugað er að flutningi í nýtt sveitarfélag. Atvinnu- og húsnæðismál þurfa að vera í góðum gír og þar þarf Borgarbyggð spýta í lófana. Hér þurfa að vera störf fyrir íbúa, nýja jafnt sem þá sem fyrir eru. Fjölbreytt atvinnutækifæri svo allir finni áhuga sínum, menntun og metnaði góðan farveg. Við þurfum að efla atvinnusköpun í sveitarfélaginu, laða til okkar fyrirtæki, stór og smá og vera þá tilbúin með húsnæði og/eða lóðir til byggingar atvinnuhúsnæðis. Einnig þarf að hlúa vel að þeirri atvinnusköpun sem fyrir er í héraðinu og má í því sambandi taka sem dæmi landbúnað, garðyrkju og ferðaþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um hagsmuni þeirra. Svo þarf húsnæði og lóðir til húsbygginga að vera til staðar og því viljum við að lokið verði við gerð deiliskipulags fyrir öll svæði í Borgarnesi á næstu fjórum árum. Að auki þarf að skoða möguleika á uppbyggingu annarra þéttbýliskjarna í sveitarfélaginu. Samfylkingin/Viðreisn ætlar einnig að styðja við frumkvöðlastarf og nýsköpun og móta framtíðarsýn varðandi íbúafjölgun, fjölgun atvinnutækifæra, þjónustu við ferðamenn og ánægju íbúa. Heilsa og vellíðan íbúa og aukin lífsgæði skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli þegar við veljum okkur sveitafélag til að búa í. Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag og við í Samfylkingunni/Viðreisn horfum til þess að auka sjálfstæði og vitundarvakningu íbúa í lýðheilsumálum, útvíkka frístundastyrkinn svo börn og fjölskyldur geti notað hann í hvaða tómstundir sem er, hvar sem er á landinu og styðja vel við ungmennastarf. Bygging nýs íþróttahúss í Borgarnesi í samvinnu við íþróttahreyfinguna og íbúa er einnig stór þáttur í heilsueflingu og aukinni vellíðanar íbúa. Að því sögðu ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að þrýsta á ríkið að taka málefni heilsugæslunnar til gagngerrar endurskoðunar. Hér þarf að fjölga fastráðunum læknum og skapa heilbrigðisstarfsfólki ákjósanlegan vinnustað til lengri tíma. Mikilvægt er að haft sé samráð við þjónustuþega um mótun stefnu í þeirra málum og efla samstarf Borgarbyggðar og HVE með velferð íbúa að leiðarljósi. Stolt hvers sveitarfélags tengist oftar en ekki menningu. Menning hefur bæði félagslegan og efnahagslegan ávinning og skapandi greinar verða sífellt meira áberandi í atvinnulífinu og við það bætist að eftirspurn eftir hvers konar list er stöðugt að aukast. Mikilvægt er að styðja vel við þá menningarstarfsemi sem fyrir er hvar sem er í héraðinu og auka sýnileika hennar, sem og að gefa nýju listafólki tækifæri á að sýna og sinna list sinni hér. Samfylkingin/Viðreisn vill að starfsemi Safnahússins sé efld og bókasafnið sé gert að vinsælum íverustað barna og fullorðinna. Að stutt sé við samvinnu milli þeirra aðila og félagasamtaka sem starfa í listum og menningu í sveitafélaginu og kanna möguleikann á stofnun varðveisluseturs fyrir safnmuni í samstarfi nágranna-sveitafélög. Þetta og margt fleira ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að vinna að fáum við kjörgengi þann 14. maí næstkomandi. Við ætlum að vinna að hag Borgarbyggðar í öllum skilningi þess orðs, við ætlum að vinna fyrst og fremst fyrir Borgarbyggð. Settu x við A! Höfundur er leikskólakennari og skipar 4. sæti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Borgarbyggð Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er hverju sveitafélagi nauðsynlegt að stækka og vaxa eigi það að halda velli og því mikilvægt að sveitastjórn Borgarbyggðar hugi vel að þeim málum. Til þess að fólk og fjölskyldur vilji flytja á nýjan stað þarf ýmislegt að ganga upp. Oftast horfir fólk fyrst til skólamála og gæða þeirra því börnin okkar eru jú framtíðin. Börnin okkar munu taka við okkar störfum og skapa ný, samfélaginu til heilla og því er mikilvægt að hlúa vel að málefnum barna. Borgarbyggð er eitt fárra sveitafélaga á landinu sem státar af öllum skólastigum, leikskóla, grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Hér er lögð áhersla á menntun barna, unglinga og fullorðinna með sterkum og framsæknum skólum. En við getum ekki látið þar við sitja. Við verðum að halda áfram í þróun skólastarfs og vera framsækin og vel upplýst. Við í Samfylkingunni/Viðreisn leggjum mikla áherslu á fræðslu- og tómstundamál og er það stefna okkar gera að leikskóla gjaldfrjálsa í raunhæfum skrefum, með það fyrir augum að jafna aðstöðumun barna og fjölskyldna. Við viljum auka áherslu á upplýsingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun og stafræna borgaravitund í grunnskólunum. Einnig þarf að efla stoðþjónustu í leik- og grunnskólum og auka tæknivæðingu grunnskólanna. Stöðugt er verið að tala um að verið sé að undirbúa nemendur undir störf framtíðarinnar sem við vitum ekki hver verða, því ætti ein tölva/tæki á nemanda í unglingadeild að vera eðlileg krafa. En skólamálin eru ekki það eina sem fjölskyldur horfa til þegar hugað er að flutningi í nýtt sveitarfélag. Atvinnu- og húsnæðismál þurfa að vera í góðum gír og þar þarf Borgarbyggð spýta í lófana. Hér þurfa að vera störf fyrir íbúa, nýja jafnt sem þá sem fyrir eru. Fjölbreytt atvinnutækifæri svo allir finni áhuga sínum, menntun og metnaði góðan farveg. Við þurfum að efla atvinnusköpun í sveitarfélaginu, laða til okkar fyrirtæki, stór og smá og vera þá tilbúin með húsnæði og/eða lóðir til byggingar atvinnuhúsnæðis. Einnig þarf að hlúa vel að þeirri atvinnusköpun sem fyrir er í héraðinu og má í því sambandi taka sem dæmi landbúnað, garðyrkju og ferðaþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um hagsmuni þeirra. Svo þarf húsnæði og lóðir til húsbygginga að vera til staðar og því viljum við að lokið verði við gerð deiliskipulags fyrir öll svæði í Borgarnesi á næstu fjórum árum. Að auki þarf að skoða möguleika á uppbyggingu annarra þéttbýliskjarna í sveitarfélaginu. Samfylkingin/Viðreisn ætlar einnig að styðja við frumkvöðlastarf og nýsköpun og móta framtíðarsýn varðandi íbúafjölgun, fjölgun atvinnutækifæra, þjónustu við ferðamenn og ánægju íbúa. Heilsa og vellíðan íbúa og aukin lífsgæði skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli þegar við veljum okkur sveitafélag til að búa í. Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag og við í Samfylkingunni/Viðreisn horfum til þess að auka sjálfstæði og vitundarvakningu íbúa í lýðheilsumálum, útvíkka frístundastyrkinn svo börn og fjölskyldur geti notað hann í hvaða tómstundir sem er, hvar sem er á landinu og styðja vel við ungmennastarf. Bygging nýs íþróttahúss í Borgarnesi í samvinnu við íþróttahreyfinguna og íbúa er einnig stór þáttur í heilsueflingu og aukinni vellíðanar íbúa. Að því sögðu ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að þrýsta á ríkið að taka málefni heilsugæslunnar til gagngerrar endurskoðunar. Hér þarf að fjölga fastráðunum læknum og skapa heilbrigðisstarfsfólki ákjósanlegan vinnustað til lengri tíma. Mikilvægt er að haft sé samráð við þjónustuþega um mótun stefnu í þeirra málum og efla samstarf Borgarbyggðar og HVE með velferð íbúa að leiðarljósi. Stolt hvers sveitarfélags tengist oftar en ekki menningu. Menning hefur bæði félagslegan og efnahagslegan ávinning og skapandi greinar verða sífellt meira áberandi í atvinnulífinu og við það bætist að eftirspurn eftir hvers konar list er stöðugt að aukast. Mikilvægt er að styðja vel við þá menningarstarfsemi sem fyrir er hvar sem er í héraðinu og auka sýnileika hennar, sem og að gefa nýju listafólki tækifæri á að sýna og sinna list sinni hér. Samfylkingin/Viðreisn vill að starfsemi Safnahússins sé efld og bókasafnið sé gert að vinsælum íverustað barna og fullorðinna. Að stutt sé við samvinnu milli þeirra aðila og félagasamtaka sem starfa í listum og menningu í sveitafélaginu og kanna möguleikann á stofnun varðveisluseturs fyrir safnmuni í samstarfi nágranna-sveitafélög. Þetta og margt fleira ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að vinna að fáum við kjörgengi þann 14. maí næstkomandi. Við ætlum að vinna að hag Borgarbyggðar í öllum skilningi þess orðs, við ætlum að vinna fyrst og fremst fyrir Borgarbyggð. Settu x við A! Höfundur er leikskólakennari og skipar 4. sæti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun