Mótmæli á Filippseyjum eftir kosningasigur Marcos Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 09:35 Andstæðingar Marcos yngri mótmæla fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar í Manila. Vísir/EPA Hundruð námsmanna mótmæltu kosningasigri Ferdinands Marcos yngri fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar eftir forsetakosningarnar á Filippseyjum í dag. Sonur einræðisherrann er fyrsti frambjóðandinn í seinni tíð sem vinnur hreinan meirihluta í forsetakosningum. Þegar búið var að telja um 98% atkvæða hafði Marcos tvöfalt fleiri atkvæði en Leni Robredo, næsti keppinautur hans. Opinberlega verða endanleg úrslit ekki staðfest fyrr en í lok mánaðar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mótmælendurnir við kjörstjórnina héldu því fram að einhver brögð hefðu verið í tafli í kosningunum. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Manila segir að fregnir hafi verið um bilaðar kosningavélar og myndbönd sem virðist sýna atkvæðakaup. Kjörstjórnin vísaði frá kærum ólíkra hópa, meðal annars frá fórnarlömbum einræðisherrans Marcos eldri sem vildu að sonurinn yrði úrskurðaður ókjörgengur fyrir dóms sem hann hlaut fyrir skattsvik árið 1995. Þeim úrskurði verður áfrýjað til hæstaréttar landsins. Marcos yngri er sonur og nafni einræðisherra Filippseyja sem ríkti í tvo áratugi til 1986 þegar hann var hrakinn burt í fjöldamótmælum almennings. Um helming valdatíma síns voru herlög í gildi sem forsetinn nýtti til að ofsækja andófsfólk og andstæðinga sína. Þegar Marcos-fjölskyldan hrökklaðist úr landi er hún talin hafa haft með sér um tíu milljarða dollara sem hún stal úr opinberum sjóðum. Stjórnvöld hafa síðan reynt að endurheimta féð. Verðandi forsetinn er 64 ára gamall en hann sneri aftur til Filippseyja árið 1991 og tók sæti í öldungadeild þingsins. Í kosningabaráttunni nú tók hann ekki þátt í kappræðum frambjóðenda og veitti ekki viðtöl. Þess í stað hélt hann stóra kosningafundi með dúndrandi popptónlist og dansi. Andstæðingar Marcos sökuðu framboð Marcos um að dreifa upplýsingafalsi, ekki síst um arfleið föður síns og fjölskyldu. Þá er óljóst hver stefnumál hans verða sem forseti en búist er við því að hann fylgi stefnu Rodrigo Duterte, fráfarandi forseta. Duterte lagði áherslu á stór innviðaverkefni, náin tengsl við Kína og sterkan hagvöxt. Filippseyjar Tengdar fréttir Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. 9. maí 2022 10:23 Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Þegar búið var að telja um 98% atkvæða hafði Marcos tvöfalt fleiri atkvæði en Leni Robredo, næsti keppinautur hans. Opinberlega verða endanleg úrslit ekki staðfest fyrr en í lok mánaðar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mótmælendurnir við kjörstjórnina héldu því fram að einhver brögð hefðu verið í tafli í kosningunum. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Manila segir að fregnir hafi verið um bilaðar kosningavélar og myndbönd sem virðist sýna atkvæðakaup. Kjörstjórnin vísaði frá kærum ólíkra hópa, meðal annars frá fórnarlömbum einræðisherrans Marcos eldri sem vildu að sonurinn yrði úrskurðaður ókjörgengur fyrir dóms sem hann hlaut fyrir skattsvik árið 1995. Þeim úrskurði verður áfrýjað til hæstaréttar landsins. Marcos yngri er sonur og nafni einræðisherra Filippseyja sem ríkti í tvo áratugi til 1986 þegar hann var hrakinn burt í fjöldamótmælum almennings. Um helming valdatíma síns voru herlög í gildi sem forsetinn nýtti til að ofsækja andófsfólk og andstæðinga sína. Þegar Marcos-fjölskyldan hrökklaðist úr landi er hún talin hafa haft með sér um tíu milljarða dollara sem hún stal úr opinberum sjóðum. Stjórnvöld hafa síðan reynt að endurheimta féð. Verðandi forsetinn er 64 ára gamall en hann sneri aftur til Filippseyja árið 1991 og tók sæti í öldungadeild þingsins. Í kosningabaráttunni nú tók hann ekki þátt í kappræðum frambjóðenda og veitti ekki viðtöl. Þess í stað hélt hann stóra kosningafundi með dúndrandi popptónlist og dansi. Andstæðingar Marcos sökuðu framboð Marcos um að dreifa upplýsingafalsi, ekki síst um arfleið föður síns og fjölskyldu. Þá er óljóst hver stefnumál hans verða sem forseti en búist er við því að hann fylgi stefnu Rodrigo Duterte, fráfarandi forseta. Duterte lagði áherslu á stór innviðaverkefni, náin tengsl við Kína og sterkan hagvöxt.
Filippseyjar Tengdar fréttir Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. 9. maí 2022 10:23 Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. 9. maí 2022 10:23
Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17