Byggjum og hlustum Gunnar Sær Ragnarsson skrifar 13. maí 2022 12:00 Á næstu árum mun mikilvæg uppbygging hefjast. Ungt fólk og fyrstu kaupendur berjast í bökkum við að safna fyrir eigið húsnæði. Húsnæðisvandinn er ákallandi innan höfuðborgarsvæðisins þar sem uppbygging hefur að miklu leyti setið á hakanum. Þar má sérstaklega nefna Reykjavíkurborg, en meirihluti borgarstjórnar hefur virt húsnæðismálin að vettugi á þessu kjörtímabili. Það er sérstaklega sárt að vita af því að borgarstjórn hafi sett uppbyggingu í Reykjavík á ís árið 2019. Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þá sérstaklega þeim þar sem Framsókn er í meirihluta, hefur uppbyggingin verið mikið betri. Vandinn er þó enn til staðar og sístækkandi. Öll sveitarfélögin þurfa að leggja hönd á plóg og bera ábyrgð. Þar er Kópavogur engin undantekning. Byggja, byggja, byggja Besta lausnin á vandanum er að byggja, byggja og byggja. Við í Framsókn í Kópavogi fögnum uppbyggingu íbúða (enda er þörfin gífurleg) og leggjum áherslu á að koma í veg fyrir einsleit hverfi. Við þurfum að mæta eftirspurn á fasteignamarkaði. Það leikur enginn vafi á því. Síðustu fjögur árin hefur grunnurinn verið lagður að stórri uppbyggingu hér í Kópavogi. Þar hefur Framsókn leikið lykilhlutverk bæði í bæjarstjórn og skipulagsráði. Hins vegar hafa áformin ekki verið laus við gagnrýni, eins og oft kemur fyrir í grunnvinnu svona stórrar uppbyggingar. Að hlusta Þegar okkur berst gagnrýni þá skiptir það öllu máli að hlusta á hana af auðmýkt og læra af henni. Við viljum horfa áfram veginn og finna lausnir en ekki horfa endalaust aftur á bak og einblína á það sem betur mátti fara. Horfum til framtíðar og lögum hlutina í náinni samvinnu við íbúa bæjarins. Við þurfum nefnilega að hlusta á athugasemdir og áherslur þeirra sem nú þegar búa á þeim svæðum sem koma til álita. Þeim eigum við að mæta með gaumgæfilegri upplýsingagjöf og samráði. Þau eru alltaf þarna og vita best af öllum hvernig svæðið virkar. Þeirra hugmyndir eru ekki að vettugi virðandi. Þeirra rödd þarf að heyrast og við eigum að viðra þeirra áherslur í allri skipulagsvinnu. Þetta þarf að gera fyrr í vinnunni, ekki áður en það er of seint. Við viljum heyra Framsókn í Kópavogi vill efla íbúalýðræði og auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Þetta gerum við með aukinni samvinnu, en fyrst og fremst þarf að bæta upplýsingagjöf og samskipti til íbúa. Þetta hafa margir íbúar Kópavogs ítrekað bent á, en það er eins og þau fái ekki svör. Vatnsendi Þegar undirritaður kynnti sér áform um uppbyggingu hér í Kópavogi þá var sérstaklega áhugavert að sitja íbúafund í Hörðuvallaskóla um skipulag fyrir Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Þar minntust íbúar svæðisins og nærliggjandi svæða á hina ýmsu vankanta skipulagsins. Áhugaverðast var að hlusta á það að þegar þeir lýstu yfir sínum áhyggjum þá mættu þeim dauf eyru. Bærinn sýndist ekki vilja heyra þeirra áherslur og staðfestu varla móttöku á póstum. Punktar um aukna umferð um Kambaveg, áhrif uppbyggingarinnar á útsýni íbúa Klettakórs og skort á mati áhrifa deiluskipulagsins á svæðið. Það liggur fyrir að við þurfum að horfa á skipulagið gagnrýnum augum. Hægt væri að spara töluvert með því að hafa gatnakerfið styttra og markvissara. Einnig þarf sérstaklega að horfa til staðsetningu fasteignanna. Á Vatnsenda mun mikilvæg uppbygging fara fram, og það er vel. Hins vegar verður slík vinna vera unnin í samvinnu. Það á við um samvinnu innan bæjarstjórnar, nefnda og ráða sem og með íbúum. Þannig viljum við í Framsókn ganga til framkvæmda. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á næstu árum mun mikilvæg uppbygging hefjast. Ungt fólk og fyrstu kaupendur berjast í bökkum við að safna fyrir eigið húsnæði. Húsnæðisvandinn er ákallandi innan höfuðborgarsvæðisins þar sem uppbygging hefur að miklu leyti setið á hakanum. Þar má sérstaklega nefna Reykjavíkurborg, en meirihluti borgarstjórnar hefur virt húsnæðismálin að vettugi á þessu kjörtímabili. Það er sérstaklega sárt að vita af því að borgarstjórn hafi sett uppbyggingu í Reykjavík á ís árið 2019. Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þá sérstaklega þeim þar sem Framsókn er í meirihluta, hefur uppbyggingin verið mikið betri. Vandinn er þó enn til staðar og sístækkandi. Öll sveitarfélögin þurfa að leggja hönd á plóg og bera ábyrgð. Þar er Kópavogur engin undantekning. Byggja, byggja, byggja Besta lausnin á vandanum er að byggja, byggja og byggja. Við í Framsókn í Kópavogi fögnum uppbyggingu íbúða (enda er þörfin gífurleg) og leggjum áherslu á að koma í veg fyrir einsleit hverfi. Við þurfum að mæta eftirspurn á fasteignamarkaði. Það leikur enginn vafi á því. Síðustu fjögur árin hefur grunnurinn verið lagður að stórri uppbyggingu hér í Kópavogi. Þar hefur Framsókn leikið lykilhlutverk bæði í bæjarstjórn og skipulagsráði. Hins vegar hafa áformin ekki verið laus við gagnrýni, eins og oft kemur fyrir í grunnvinnu svona stórrar uppbyggingar. Að hlusta Þegar okkur berst gagnrýni þá skiptir það öllu máli að hlusta á hana af auðmýkt og læra af henni. Við viljum horfa áfram veginn og finna lausnir en ekki horfa endalaust aftur á bak og einblína á það sem betur mátti fara. Horfum til framtíðar og lögum hlutina í náinni samvinnu við íbúa bæjarins. Við þurfum nefnilega að hlusta á athugasemdir og áherslur þeirra sem nú þegar búa á þeim svæðum sem koma til álita. Þeim eigum við að mæta með gaumgæfilegri upplýsingagjöf og samráði. Þau eru alltaf þarna og vita best af öllum hvernig svæðið virkar. Þeirra hugmyndir eru ekki að vettugi virðandi. Þeirra rödd þarf að heyrast og við eigum að viðra þeirra áherslur í allri skipulagsvinnu. Þetta þarf að gera fyrr í vinnunni, ekki áður en það er of seint. Við viljum heyra Framsókn í Kópavogi vill efla íbúalýðræði og auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Þetta gerum við með aukinni samvinnu, en fyrst og fremst þarf að bæta upplýsingagjöf og samskipti til íbúa. Þetta hafa margir íbúar Kópavogs ítrekað bent á, en það er eins og þau fái ekki svör. Vatnsendi Þegar undirritaður kynnti sér áform um uppbyggingu hér í Kópavogi þá var sérstaklega áhugavert að sitja íbúafund í Hörðuvallaskóla um skipulag fyrir Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Þar minntust íbúar svæðisins og nærliggjandi svæða á hina ýmsu vankanta skipulagsins. Áhugaverðast var að hlusta á það að þegar þeir lýstu yfir sínum áhyggjum þá mættu þeim dauf eyru. Bærinn sýndist ekki vilja heyra þeirra áherslur og staðfestu varla móttöku á póstum. Punktar um aukna umferð um Kambaveg, áhrif uppbyggingarinnar á útsýni íbúa Klettakórs og skort á mati áhrifa deiluskipulagsins á svæðið. Það liggur fyrir að við þurfum að horfa á skipulagið gagnrýnum augum. Hægt væri að spara töluvert með því að hafa gatnakerfið styttra og markvissara. Einnig þarf sérstaklega að horfa til staðsetningu fasteignanna. Á Vatnsenda mun mikilvæg uppbygging fara fram, og það er vel. Hins vegar verður slík vinna vera unnin í samvinnu. Það á við um samvinnu innan bæjarstjórnar, nefnda og ráða sem og með íbúum. Þannig viljum við í Framsókn ganga til framkvæmda. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar