„Veit eiginlega ekki hvenær ég get hætt“ Árni Gísli Magnússon skrifar 14. maí 2022 18:07 Martha Hermannsdóttir. Vísir/Hulda Margrét Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þór, var sár með að hafa dottið úr leik eftir tap gegn Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna. Valur sigrar einvígið 3-1. „Ég er rosalega sorgmædd og við vorum alls ekki tilbúnar að fara í sumarfrí, alltof snemmt, það er ennþá snjór hérna í fjöllunum, en Valsstelpur þær mættu bara rosa tilbúnar og mér fannst við svona pínu þreyttar og það sást pínu, það er náttúrulega rosa stutt á milli leikja og við vorum að keyra heim beint eftir leik á fimmtudag og ég er ekki tilbúin að fara í sumarfrí en það er bara eins gott að Valsstelpur taki þá þennan titil fyrst þær unnu okkur.” Það tók KA/Þór 8 mínútur að skora fyrsta mark leiksins og þær lenda 4-0 og 7-2 undir. Hvað var gangi í upphafi leiksins? „Ef ég gæti sagt það, húsið var frábært eins og í síðasta heimaleik og stuðningurinn var frábær en ég veit ekki hvort við vorum stressaðar með það að nú var pressan á okkur að ef við myndum tapa þá værum við búnar en mér leið samt ekki þannig fyrir leik. Mér fannst við pínu svona hægar og eins og við værum pínu þreyttar og aðeins lengi að koma okkur í gang en auðvitað er erfitt að elta þetta lið en það munaði litlu hérna í lokin að minnka þetta niður í eitt en svona er þetta.” „Að vera komnar þara yfir 7 til 8 mörk í Valsheimilinu og missa það svo niður það er ótrúlega erfitt og við ræddum það alveg að reyna halda góðu köflunum sem lengstum en svona er þetta,” sagði Martha og var augljóslega svekkt yfir að hafa ekki náð að sigra einn leik fyrir sunnan. Martha er 39 ára gömul og hefur margja fjöruna sopið en er ekki alveg tilbúin að gefa það út strax að skórnir séu farnir upp í hilluna frægu. „Ég hugsaði þetta fyrir leik, ætlar þetta að verða síðasti leikurinn minn? En skrokkurinn svona er ekkert rosalega góður þannig ég ætla bara að taka stöðuna í sumar og sjá hvernig ég verð.” Það er erfitt að ætla enda ferilinn eftir þennan leik. „Og það var erfitt að enda þetta í fyrra sem Íslandsmeisari, ég ætlaði aldeilis að taka annað tímabil þannig ég veit eiginlega ekki hvenær ég get hætt,” sagði Martha að lokum og gat brosað þrátt fyrir sárt tap. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48 „Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. 14. maí 2022 17:31 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira
„Ég er rosalega sorgmædd og við vorum alls ekki tilbúnar að fara í sumarfrí, alltof snemmt, það er ennþá snjór hérna í fjöllunum, en Valsstelpur þær mættu bara rosa tilbúnar og mér fannst við svona pínu þreyttar og það sást pínu, það er náttúrulega rosa stutt á milli leikja og við vorum að keyra heim beint eftir leik á fimmtudag og ég er ekki tilbúin að fara í sumarfrí en það er bara eins gott að Valsstelpur taki þá þennan titil fyrst þær unnu okkur.” Það tók KA/Þór 8 mínútur að skora fyrsta mark leiksins og þær lenda 4-0 og 7-2 undir. Hvað var gangi í upphafi leiksins? „Ef ég gæti sagt það, húsið var frábært eins og í síðasta heimaleik og stuðningurinn var frábær en ég veit ekki hvort við vorum stressaðar með það að nú var pressan á okkur að ef við myndum tapa þá værum við búnar en mér leið samt ekki þannig fyrir leik. Mér fannst við pínu svona hægar og eins og við værum pínu þreyttar og aðeins lengi að koma okkur í gang en auðvitað er erfitt að elta þetta lið en það munaði litlu hérna í lokin að minnka þetta niður í eitt en svona er þetta.” „Að vera komnar þara yfir 7 til 8 mörk í Valsheimilinu og missa það svo niður það er ótrúlega erfitt og við ræddum það alveg að reyna halda góðu köflunum sem lengstum en svona er þetta,” sagði Martha og var augljóslega svekkt yfir að hafa ekki náð að sigra einn leik fyrir sunnan. Martha er 39 ára gömul og hefur margja fjöruna sopið en er ekki alveg tilbúin að gefa það út strax að skórnir séu farnir upp í hilluna frægu. „Ég hugsaði þetta fyrir leik, ætlar þetta að verða síðasti leikurinn minn? En skrokkurinn svona er ekkert rosalega góður þannig ég ætla bara að taka stöðuna í sumar og sjá hvernig ég verð.” Það er erfitt að ætla enda ferilinn eftir þennan leik. „Og það var erfitt að enda þetta í fyrra sem Íslandsmeisari, ég ætlaði aldeilis að taka annað tímabil þannig ég veit eiginlega ekki hvenær ég get hætt,” sagði Martha að lokum og gat brosað þrátt fyrir sárt tap.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48 „Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. 14. maí 2022 17:31 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira
Umfjöllun: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48
„Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. 14. maí 2022 17:31