Kjósið úr sófanum Halldór Friðrik Þorsteinsson skrifar 16. maí 2022 15:01 Fyrir fjórum árum reis fjöldi sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins upp úr sófanum. Þeim ofbauð að heyra fréttir um fjárfestingar Arion banka í sílíkonverksmiðjurekstri sem hafði kostað sjóðinn mikla fjármuni. Eitt af því sem sjóðfélagar kröfðust var að kosningar yrðu rafrænar til þess að raunverulegt sjóðfélagalýðræði fengi þrifist, þvert á bankaræðið sem verið hafði allsráðandi. Nú er þetta baráttumál loksins í höfn og sjóðfélagar geta kosið rafrænt í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins næstu daga, fyrir aðalfundinn sem verður mánudaginn 23ja maí. Hvers vegna að kjósa? Ílífeyrissjóðnum eru tugir þúsunda einstaklinga og sjálfsagt spyrja sumir sig hvort þetta skipti einhverju? Jú, þátttaka sjóðfélaga og aðhald að stjórn skiptir svo sannarlega máli, enda veldur hver á heldur. Árangur lífeyrissjóða er mismunandi góður og ef árangur lífeyrissjóðs reynist lakari ár eftir ár, miðað við sambærilega sjóði, þá verður minni lífeyrir til skiptanna og fólk kemst mögulega síðar á eftirlaun en það ætlaði sér. Þannig eru hagsmunir sjóðfélaga miklir og þeir eiga lýðræðislegan rétt á að láta sig málefni eigin lífeyrissjóðs varða. Endurnýjun er nauðsynleg Ég fagna því sérstaklega að sjá tvö ný framboð hæfra einstaklinga til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins, þeirra Yngva Harðarsonar og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur. Það er þörf á endurnýjun í stjórn sjóðsins og rödd sjóðfélaga þarf að vera sterkari. Ég hvet því alla sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins til að nýta kosningaréttinn. Hægt er að kjósa beint úr sófanum með því að smella á hlekkinn. Það gæti skilað sér í hærri lífeyri þegar fram í sækir. Höfundur er sjóðfélagi og fyrrum stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum reis fjöldi sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins upp úr sófanum. Þeim ofbauð að heyra fréttir um fjárfestingar Arion banka í sílíkonverksmiðjurekstri sem hafði kostað sjóðinn mikla fjármuni. Eitt af því sem sjóðfélagar kröfðust var að kosningar yrðu rafrænar til þess að raunverulegt sjóðfélagalýðræði fengi þrifist, þvert á bankaræðið sem verið hafði allsráðandi. Nú er þetta baráttumál loksins í höfn og sjóðfélagar geta kosið rafrænt í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins næstu daga, fyrir aðalfundinn sem verður mánudaginn 23ja maí. Hvers vegna að kjósa? Ílífeyrissjóðnum eru tugir þúsunda einstaklinga og sjálfsagt spyrja sumir sig hvort þetta skipti einhverju? Jú, þátttaka sjóðfélaga og aðhald að stjórn skiptir svo sannarlega máli, enda veldur hver á heldur. Árangur lífeyrissjóða er mismunandi góður og ef árangur lífeyrissjóðs reynist lakari ár eftir ár, miðað við sambærilega sjóði, þá verður minni lífeyrir til skiptanna og fólk kemst mögulega síðar á eftirlaun en það ætlaði sér. Þannig eru hagsmunir sjóðfélaga miklir og þeir eiga lýðræðislegan rétt á að láta sig málefni eigin lífeyrissjóðs varða. Endurnýjun er nauðsynleg Ég fagna því sérstaklega að sjá tvö ný framboð hæfra einstaklinga til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins, þeirra Yngva Harðarsonar og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur. Það er þörf á endurnýjun í stjórn sjóðsins og rödd sjóðfélaga þarf að vera sterkari. Ég hvet því alla sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins til að nýta kosningaréttinn. Hægt er að kjósa beint úr sófanum með því að smella á hlekkinn. Það gæti skilað sér í hærri lífeyri þegar fram í sækir. Höfundur er sjóðfélagi og fyrrum stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun