Lineker hefur ekki áhyggjur af Jake og segir að margir komi nú út úr skápnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 10:01 Jake Daniels, framherji Blackpool, sagði frá því í gær að hann sé samkynheigður. Skjámynd/SkySports Enski knattspyrnumaðurinn Jake Daniels varð í gær fyrsti fótboltamaðurinn í meira en þrjá áratugi sem segir frá því opinberlega að hann sé samkynhneigður. Tilkynning hans hefur fengið mikla umfjöllun í enskum miðlum og Jake varð á einu augabragði einn frægasti fótboltamaður þjóðarinnar. Blackpool s Jake Daniels talks about being the UK's first male professional footballer to come out publicly as gay since Justin Fashanu— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 16, 2022 Samkynhneigð í karlafótbolta hefur verið mikið tabú hingað til og samkynhneigðir fótboltamenn eru brenndir af því hvernig fór fyrir þeim sem steig þetta stóra skref fyrir þremur áratugum. Enginn spilandi fótboltamaður hefur nefnilega komið opinberlega út úr skápnum síðan Justin Fashanu gerði það 1990. Fashanu fékk mjög hörð og óvægin viðbrögð og endaði á því að taka sitt eigið líf árið 1998. Daniels er aðeins sautján ára gamall og er leikmaður Blackpool. Hann sagði það mikinn létti fyrir sig að hafa geta hætt þessum feluleik. Gary Lineker, fyrrum leikmaður og nú sjónvarpsstjarna, var einn af mörgum sem hefur veitt Jake stuðning í orði. Meðal þeirra sem hrósuðu honum líka voru Boris Johnson forsætisráðherra og enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane. #LCFC https://t.co/zvBlH3C6u3— LCFC Live (@LiveLCFC) May 16, 2022 „Ég held að honum verið tekið mjög vel,“ sagði Gary Lineker við BBC. „Ekki bara í hans eigin búningsklefa heldur einnig af mótherjum. Ég held að heilt yfir þá sé þetta ekkert sem búningsklefarnir séu að pæla í. Þeir munu hugsa um hvort þú sért góður fótboltamaður eða ekki. Það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Lineker. „Ég er ánægður með að hann er núna að feta slóð sem margir fleiri munu feta í kjölfarið. Fótboltinn verður betri fyrir vikið. Um leið og þeir sjá að meirihluti fólks mun taka þessu vel þá munu fleiri þora að koma út úr skápnum,“ sagði Lineker. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Gary Neville er líka ánægður með hugrekki Daniels. „Fótboltinn hefur hingað til ekki brugðist vel við þessu málefni,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. Hann hefur samt meiri áhyggjur af búningsklefanum heldur en áhorfendum. „Búningsklefinn getur verið illur og miskunnarlaus staður þegar við horfum á busavígslurnar sem sumir þurfa að fara í gegnum,“ sagði Neville. „Það var ótrúlegt hvernig Jake talaði og það sem hann gerði þarf mikið hugrekki. Þetta var mikilvægur dagur fyrir Jake og fjölskyldu hans en einnig fyrir enskan fótbolta. Þetta er sögulegt og er mjög stór tímamót fyrir fótboltann,“ sagði Neville. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Bretland England Hinsegin Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Tilkynning hans hefur fengið mikla umfjöllun í enskum miðlum og Jake varð á einu augabragði einn frægasti fótboltamaður þjóðarinnar. Blackpool s Jake Daniels talks about being the UK's first male professional footballer to come out publicly as gay since Justin Fashanu— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 16, 2022 Samkynhneigð í karlafótbolta hefur verið mikið tabú hingað til og samkynhneigðir fótboltamenn eru brenndir af því hvernig fór fyrir þeim sem steig þetta stóra skref fyrir þremur áratugum. Enginn spilandi fótboltamaður hefur nefnilega komið opinberlega út úr skápnum síðan Justin Fashanu gerði það 1990. Fashanu fékk mjög hörð og óvægin viðbrögð og endaði á því að taka sitt eigið líf árið 1998. Daniels er aðeins sautján ára gamall og er leikmaður Blackpool. Hann sagði það mikinn létti fyrir sig að hafa geta hætt þessum feluleik. Gary Lineker, fyrrum leikmaður og nú sjónvarpsstjarna, var einn af mörgum sem hefur veitt Jake stuðning í orði. Meðal þeirra sem hrósuðu honum líka voru Boris Johnson forsætisráðherra og enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane. #LCFC https://t.co/zvBlH3C6u3— LCFC Live (@LiveLCFC) May 16, 2022 „Ég held að honum verið tekið mjög vel,“ sagði Gary Lineker við BBC. „Ekki bara í hans eigin búningsklefa heldur einnig af mótherjum. Ég held að heilt yfir þá sé þetta ekkert sem búningsklefarnir séu að pæla í. Þeir munu hugsa um hvort þú sért góður fótboltamaður eða ekki. Það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Lineker. „Ég er ánægður með að hann er núna að feta slóð sem margir fleiri munu feta í kjölfarið. Fótboltinn verður betri fyrir vikið. Um leið og þeir sjá að meirihluti fólks mun taka þessu vel þá munu fleiri þora að koma út úr skápnum,“ sagði Lineker. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Gary Neville er líka ánægður með hugrekki Daniels. „Fótboltinn hefur hingað til ekki brugðist vel við þessu málefni,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. Hann hefur samt meiri áhyggjur af búningsklefanum heldur en áhorfendum. „Búningsklefinn getur verið illur og miskunnarlaus staður þegar við horfum á busavígslurnar sem sumir þurfa að fara í gegnum,“ sagði Neville. „Það var ótrúlegt hvernig Jake talaði og það sem hann gerði þarf mikið hugrekki. Þetta var mikilvægur dagur fyrir Jake og fjölskyldu hans en einnig fyrir enskan fótbolta. Þetta er sögulegt og er mjög stór tímamót fyrir fótboltann,“ sagði Neville. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Bretland England Hinsegin Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn