Typpi Jimi Hendrix á leið til landsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2022 16:22 Um er að ræða eina fárra afsteypa sem til er af getnaðarlim Hendrix. Walter Iooss Jr./Getty Afsteypa af getnaðarlim rokkarans Jimi Hendrix er á leið til landsins. Afsteypan verður til sýnis á Hinu Íslenzka Reðasafni en safnið fékk afsteypun að gjöf frá Cynthiu „Plaster Caster“ Albritton heitinni. Albritton lést 21. apríl síðastliðinn, 74 ára að aldri. Albritton vann sér það til frægðar að hafa sankað að sér tugum reðurafsteypa, allar afsteypur af getnaðarlimum víðfrægra manna. Fram kemur í frétt Loudwire um málið að auk þess að eiga afsteypu af stinnum getnaðarlim Hendrix hafi Albritton átt afsteypu af getnaðarlimum ýmissa frægra rokkara, þar á meðal Wayne Kramer gítarleikara MC5, Jello Biafra söngvara Dead Kennedys og Pete Shelley söngvara og gítarleikara Buzzcocks. Samkvæmt Loudwire verður afsteypan sett upp á safninu í júní, svo allir fái að sjá. Jimi Hendrix er þekktur sem einn áhrifamesti gítarleikari rokktónlistarinnar en hann lést í Lundúnum í september 1970, þá aðeins 27 ára gamall. https://t.co/5bB3AHU2KL— Phallological Museum (@Phallusmuseum) May 24, 2022 Hendrix var fyrsta rokkstjarnan sem leyfði Albritton að gera afsteypu af getnaðarlim sínum en hún sagði í viðtali við Rock Scene fyrir áratugi síðan að hún hafi æft sig að gera reðurafsteypur af „almennum borgurum“ áður en hún mætti Hendrix. „Jimi Hendrix var að koma í bæinn. Hann var fyrsta alvöru rokkstjarnan mín, sem ég fékk að taka afsteypu af og það var ótrúlegt. Við vorum þeir aðdáendur sem komumst fyrstir á hótelið og við vorum einar á herberginu hjá Hendrix. Þetta var ekki fyrsta afsteypan mín, ég hafði æft mig á nokkrum almennum borgurum til þess að vera tilbúin fyrir Jimi,“ sagði Albritton í viðtalinu. „Hann er minn stærsti. Nei, ekki minn stærsti. Það eru aðrir sem eru eiginlega stærri. En ég get ekki sagt til um það hvort hann sé sá sem var mest spennandi. Vegna þess að þeir eru allir börnin mín og ég er mamma þeirra og ég geri ekki upp á milli barnanna minna. Ég á engan uppáhalds. Ég elska þá alla. Allar mínar upplifanir voru jafn spennandi og skrítnar og engin eins,“ sagði Albritton. Söfn Tónlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Albritton lést 21. apríl síðastliðinn, 74 ára að aldri. Albritton vann sér það til frægðar að hafa sankað að sér tugum reðurafsteypa, allar afsteypur af getnaðarlimum víðfrægra manna. Fram kemur í frétt Loudwire um málið að auk þess að eiga afsteypu af stinnum getnaðarlim Hendrix hafi Albritton átt afsteypu af getnaðarlimum ýmissa frægra rokkara, þar á meðal Wayne Kramer gítarleikara MC5, Jello Biafra söngvara Dead Kennedys og Pete Shelley söngvara og gítarleikara Buzzcocks. Samkvæmt Loudwire verður afsteypan sett upp á safninu í júní, svo allir fái að sjá. Jimi Hendrix er þekktur sem einn áhrifamesti gítarleikari rokktónlistarinnar en hann lést í Lundúnum í september 1970, þá aðeins 27 ára gamall. https://t.co/5bB3AHU2KL— Phallological Museum (@Phallusmuseum) May 24, 2022 Hendrix var fyrsta rokkstjarnan sem leyfði Albritton að gera afsteypu af getnaðarlim sínum en hún sagði í viðtali við Rock Scene fyrir áratugi síðan að hún hafi æft sig að gera reðurafsteypur af „almennum borgurum“ áður en hún mætti Hendrix. „Jimi Hendrix var að koma í bæinn. Hann var fyrsta alvöru rokkstjarnan mín, sem ég fékk að taka afsteypu af og það var ótrúlegt. Við vorum þeir aðdáendur sem komumst fyrstir á hótelið og við vorum einar á herberginu hjá Hendrix. Þetta var ekki fyrsta afsteypan mín, ég hafði æft mig á nokkrum almennum borgurum til þess að vera tilbúin fyrir Jimi,“ sagði Albritton í viðtalinu. „Hann er minn stærsti. Nei, ekki minn stærsti. Það eru aðrir sem eru eiginlega stærri. En ég get ekki sagt til um það hvort hann sé sá sem var mest spennandi. Vegna þess að þeir eru allir börnin mín og ég er mamma þeirra og ég geri ekki upp á milli barnanna minna. Ég á engan uppáhalds. Ég elska þá alla. Allar mínar upplifanir voru jafn spennandi og skrítnar og engin eins,“ sagði Albritton.
Söfn Tónlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira