Spyr hvort LOGOS hafi verið að meta eigin verk Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. maí 2022 14:01 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, þar sem hann krefur þann síðarnefnda svara um greiðslur til LOGOS. Vísir/Vilhelm - samsett Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um greiðslur ráðuneytisins og Bankasýslunnar til LOGOS lögmannsþjónustu. Lögmannsstofunni var falið að meta hvort sölumeðferð á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka stæðist reglur um jafnræði en LOGOS hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf í aðdraganda sölunnar. Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun stofnunarinnar að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka – hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. LOGOS hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf Nú hefur Jóhann Páll krafist frekari svara af hálfu fjármálaráðherra um greiðslur ráðuneytis hans og Bankasýslunnar til LOGOS. Nánar tiltekið um hvað Bankasýslan greiddi fyrir vinnuna og hvort lögmannsþjónustan hafi verið látin meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, áður en salan fór fram. Þá spyr þingmaðurinn hvers vegna LOGOS, í ljósi þess að stofan hafði áður komið að sölumeðferðinni sem innlendur lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslu ríkisins, hafi verið falið að leggja mat á lögmæti sölumeðferðarinnar, í stað þess að fela það annarri lögmannsstofu sem ekki hafði áður komið að málinu. Að lokum spyr Jóhann út í allar greiðslur Bankasýslunnar og fjármálaráðuneytisins frá árinu 2017, sundurliðað eftir greiðslum og árum. Sterkar vísbendingar um brot á jafnræði Aðdragandi lögfræðiálitsins var hörð gagnrýni stjórnarandstöðunnar á framkvæmd bankasölunnar. Í grein sem birtist á Vísi í byrjun maí, sagði Kristrún Frostadóttir svör Bankasýslunnar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, á opnum fundum með fjárlaganefnd, hafa bent „sterklega til þess að ekki hafi verið farið að lögum við undirbúning og framkvæmd sölunnar“ Kristrún sagði útilokun almennings ekki hafa staðist skoðun, ekki hafi öllum „hæfum fjárfestum“ verið kleift að taka þátt og tveimur „hæfum fjárfestum“ verið hafnað. Kristrún gaf lítið fyrir lögfræðiálitið sem birtist í kjölfarið: „Ef fólki er alvara með að fara í saumana á málinu þá er það ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar. Hvað var greitt fyrir þetta? Bankasýslan er opinber stofnun.“ sagði Kristrún í færslu á Facebook. Lesa má fyrirspurnir Jóhanns í heild sinni á vef Alþingis en Bjarni hefur, í samræmi við þingskaparlög, um 15 virka daga til að bregðast við fyrirspurn Jóhanns. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun stofnunarinnar að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka – hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. LOGOS hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf Nú hefur Jóhann Páll krafist frekari svara af hálfu fjármálaráðherra um greiðslur ráðuneytis hans og Bankasýslunnar til LOGOS. Nánar tiltekið um hvað Bankasýslan greiddi fyrir vinnuna og hvort lögmannsþjónustan hafi verið látin meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, áður en salan fór fram. Þá spyr þingmaðurinn hvers vegna LOGOS, í ljósi þess að stofan hafði áður komið að sölumeðferðinni sem innlendur lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslu ríkisins, hafi verið falið að leggja mat á lögmæti sölumeðferðarinnar, í stað þess að fela það annarri lögmannsstofu sem ekki hafði áður komið að málinu. Að lokum spyr Jóhann út í allar greiðslur Bankasýslunnar og fjármálaráðuneytisins frá árinu 2017, sundurliðað eftir greiðslum og árum. Sterkar vísbendingar um brot á jafnræði Aðdragandi lögfræðiálitsins var hörð gagnrýni stjórnarandstöðunnar á framkvæmd bankasölunnar. Í grein sem birtist á Vísi í byrjun maí, sagði Kristrún Frostadóttir svör Bankasýslunnar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, á opnum fundum með fjárlaganefnd, hafa bent „sterklega til þess að ekki hafi verið farið að lögum við undirbúning og framkvæmd sölunnar“ Kristrún sagði útilokun almennings ekki hafa staðist skoðun, ekki hafi öllum „hæfum fjárfestum“ verið kleift að taka þátt og tveimur „hæfum fjárfestum“ verið hafnað. Kristrún gaf lítið fyrir lögfræðiálitið sem birtist í kjölfarið: „Ef fólki er alvara með að fara í saumana á málinu þá er það ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar. Hvað var greitt fyrir þetta? Bankasýslan er opinber stofnun.“ sagði Kristrún í færslu á Facebook. Lesa má fyrirspurnir Jóhanns í heild sinni á vef Alþingis en Bjarni hefur, í samræmi við þingskaparlög, um 15 virka daga til að bregðast við fyrirspurn Jóhanns.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira