Forseti UEFA ver reglur um fjárhagslega háttvísi í kjölfar ákvörðunar Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 09:30 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill heyra greinargóð rök fyrir því að PSG sé að brjóta reglur. EPA-EFE/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, hefur varið FFP-reglur sambandsins (reglur um fjárhagslega háttvísi) eftir mikla gagnrýni á þær í kjölfars nýs samnings franska sóknarmannsins Kylian Mbappé við París Saint-Germain. „UEFA lætur ekki segja sér til verka,“ sagði Ceferin en nýr samningur Mbappé í París hefur verið á milli tannanna á fólki, þá sérstaklega á Spáni. La Liga, spænska úrvalsdeildin, ákvað að ganga svo langt að leggja fram formlega kvörtun vegna samningsins þar sem ekki var talið að PSG gæti boðið Mbappé nær því jafn há laun og Real gat sökum FFP-reglan UEFA. „Reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi eru mjög strangar. Þau félög sem virða þær reglur fá að leika í keppnum á vegum sambandsins en þau sem gera það ekki fá ekki keppnisrétt,“ sagði forsetinn í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Hvorki Real Madríd né nokkur annar getur sagt UEFA til verka. Þeir sjá hlutina á sinn hátt og eru ósáttir. Eftir minni bestu vitneskju var samningsboð þeirra svipað og PSG.“ Javier Tebas, forseti La Liga, hefur sagt að samningsboð PSG sé „móðgun við fótboltann“ og þá setti hann inn færslu á Twitter-aðgangi sínum þar sem hann fór yfir fjárhagslegt tap PSG á undanförnum misserum. PSG er í eigu QSI (Qatar Sports Investments) sem er í eigu ríkisrekins fjármögnunarsjóðs í Katar. Ceferin, sem hefur verið í starfi síðan 2016, segist þreyttur á kvörtunum yfir því að aðilar eins og QSI eigi íþróttafélög. „Ég hef sagt það margoft og segi það aftur, færið ein rök fyrir því af hverju þeir ættu ekki að fá að vera eigendur fótboltafélags.“ Hann bendir á ensku úrvalsdeildina sem dæmi en eigendur þar koma frá öllum hornum heimsins, oftar en ekki Bandaríkjunum eða Mið-Austurlöndum. „Ég vil vita hver braut reglurnar og ef þú brýtur reglurnar verður þér refsað,“ sagði Ceferin að endingu. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira
„UEFA lætur ekki segja sér til verka,“ sagði Ceferin en nýr samningur Mbappé í París hefur verið á milli tannanna á fólki, þá sérstaklega á Spáni. La Liga, spænska úrvalsdeildin, ákvað að ganga svo langt að leggja fram formlega kvörtun vegna samningsins þar sem ekki var talið að PSG gæti boðið Mbappé nær því jafn há laun og Real gat sökum FFP-reglan UEFA. „Reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi eru mjög strangar. Þau félög sem virða þær reglur fá að leika í keppnum á vegum sambandsins en þau sem gera það ekki fá ekki keppnisrétt,“ sagði forsetinn í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Hvorki Real Madríd né nokkur annar getur sagt UEFA til verka. Þeir sjá hlutina á sinn hátt og eru ósáttir. Eftir minni bestu vitneskju var samningsboð þeirra svipað og PSG.“ Javier Tebas, forseti La Liga, hefur sagt að samningsboð PSG sé „móðgun við fótboltann“ og þá setti hann inn færslu á Twitter-aðgangi sínum þar sem hann fór yfir fjárhagslegt tap PSG á undanförnum misserum. PSG er í eigu QSI (Qatar Sports Investments) sem er í eigu ríkisrekins fjármögnunarsjóðs í Katar. Ceferin, sem hefur verið í starfi síðan 2016, segist þreyttur á kvörtunum yfir því að aðilar eins og QSI eigi íþróttafélög. „Ég hef sagt það margoft og segi það aftur, færið ein rök fyrir því af hverju þeir ættu ekki að fá að vera eigendur fótboltafélags.“ Hann bendir á ensku úrvalsdeildina sem dæmi en eigendur þar koma frá öllum hornum heimsins, oftar en ekki Bandaríkjunum eða Mið-Austurlöndum. „Ég vil vita hver braut reglurnar og ef þú brýtur reglurnar verður þér refsað,“ sagði Ceferin að endingu.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira