Forsætisráðherra Bretlands studdi yfirtöku Sádanna á Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 11:30 Það gustar um Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þessa dagana. Leon Neal/Getty Images Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, studdi að ríkisrekinn fjármögnunarsjóð frá Sádi-Arabíu myndi festa kaup á enska fótboltafélaginu Newcastle United. Boris hafði áður sagt að ríkistjórn Bretlands hefði ekki komið að kaupunum á einn eða neinn hátt. Þetta kemur fram í grein sem var birt á The Guardian. Rannsókn miðilsins hefur leitt í ljós að ríkistjórn Boris Johnson hafi sannfært forráðmenn ensku úrvalsdeildarinnar að samþykkja tilboð PIF - fjármögnunarsjóðs Sádi-Arabíu - í Newcastle. Sjóðurinn - sem er í eigu konungsríkisins Sádi-Arabíu - á í dag 80 prósent hlut í Newcastle United. Ekkert fótboltafélag í heiminum á ríkari eigendur. Í grein The Guardain segir að ríkistjórn Bretlands sá þetta sem of gott tækifæri til að mynda fjárhagsleg tengsl við Sádi-Arabíu til að sleppa því. Mun lávarðurinn Gerry Grimstone - ráðherra í málum fjárfestinga og alþjóðaviðskipta - hafa séð um samningana fyrir hönd bresku ríkistjórnarinnar. Hann ku hafa fundið lausn við helstu hraðhindrun kaupanna en það var ólögleg streymisveita staðsett í Sádi-Arabíu sem sýndi leiki efstu deildar á Englandi. Sáu forráðmenn ensku úrvalsdeildarinnar það sem næga ástæðu til að koma í veg fyrir kaup Sádanna á Newcastle. Hlutverk Grimestone, sem var á sínum tíma framkvæmdastjóri Barclays-bankans, innan ríkistjórnar Bretlands er að aðstoða við að brjóta niður hindranir og hjálpa við að landa fjárfestingum í hæsta gæðaflokki. Þá er hann einkar vel tengdur í Sádi-Arabíu. Eftir að yfirtaka PIF á Newcastle gekk í gegn sagði Gary Hoffman, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, að ríkistjórn Bretlands hefði þrýst á forráðamenn deildarinnar til að samþykkja kaupin. Hoffman sagði þó að ríkistjórnin hefði ekki haft áhrif á ákvörðun deildarinnar. Þá listaði hann upp þá sem komu að sölu Newcastle fyrir hönd ríkistjórnarinnar. Þar var Grimstone nefndur á nafn ásamt Eddie Lister. Fer það gegn því sem Boris sagði fyrir breska þinginu í apríl 2021: „Ríkistjórn Bretlands kom ekki á neinn hátt að yfirtöku Newcastle.“ Engin svör fengust er Guardian reyndi að krefja ríkistjórnina um svör eftir rannsókn miðilsins staðfesti komu Grimstone að kaupunum á Newcastle. Newcastle United endaði í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig. Ljóst er að liðið ætlar að gera mun betur á næsta ári og gæti farið svo að liðið verði farið að berjast um titla áður en langt um líður þökk sé moldríkum eigendum þess. Fótbolti Enski boltinn Bretland Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem var birt á The Guardian. Rannsókn miðilsins hefur leitt í ljós að ríkistjórn Boris Johnson hafi sannfært forráðmenn ensku úrvalsdeildarinnar að samþykkja tilboð PIF - fjármögnunarsjóðs Sádi-Arabíu - í Newcastle. Sjóðurinn - sem er í eigu konungsríkisins Sádi-Arabíu - á í dag 80 prósent hlut í Newcastle United. Ekkert fótboltafélag í heiminum á ríkari eigendur. Í grein The Guardain segir að ríkistjórn Bretlands sá þetta sem of gott tækifæri til að mynda fjárhagsleg tengsl við Sádi-Arabíu til að sleppa því. Mun lávarðurinn Gerry Grimstone - ráðherra í málum fjárfestinga og alþjóðaviðskipta - hafa séð um samningana fyrir hönd bresku ríkistjórnarinnar. Hann ku hafa fundið lausn við helstu hraðhindrun kaupanna en það var ólögleg streymisveita staðsett í Sádi-Arabíu sem sýndi leiki efstu deildar á Englandi. Sáu forráðmenn ensku úrvalsdeildarinnar það sem næga ástæðu til að koma í veg fyrir kaup Sádanna á Newcastle. Hlutverk Grimestone, sem var á sínum tíma framkvæmdastjóri Barclays-bankans, innan ríkistjórnar Bretlands er að aðstoða við að brjóta niður hindranir og hjálpa við að landa fjárfestingum í hæsta gæðaflokki. Þá er hann einkar vel tengdur í Sádi-Arabíu. Eftir að yfirtaka PIF á Newcastle gekk í gegn sagði Gary Hoffman, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, að ríkistjórn Bretlands hefði þrýst á forráðamenn deildarinnar til að samþykkja kaupin. Hoffman sagði þó að ríkistjórnin hefði ekki haft áhrif á ákvörðun deildarinnar. Þá listaði hann upp þá sem komu að sölu Newcastle fyrir hönd ríkistjórnarinnar. Þar var Grimstone nefndur á nafn ásamt Eddie Lister. Fer það gegn því sem Boris sagði fyrir breska þinginu í apríl 2021: „Ríkistjórn Bretlands kom ekki á neinn hátt að yfirtöku Newcastle.“ Engin svör fengust er Guardian reyndi að krefja ríkistjórnina um svör eftir rannsókn miðilsins staðfesti komu Grimstone að kaupunum á Newcastle. Newcastle United endaði í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig. Ljóst er að liðið ætlar að gera mun betur á næsta ári og gæti farið svo að liðið verði farið að berjast um titla áður en langt um líður þökk sé moldríkum eigendum þess.
Fótbolti Enski boltinn Bretland Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira