Skert aðgengi fatlaðra jaðri við mismunun og útilokun Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 15:00 Alls er óvíst hvort pláss sé fyrir þessa stuðningsmenn Liverpool í París á laugardagskvöld. Premier League Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sætir gagnrýni í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu, milli Liverpool og Real Madrid, sem fram fer í París á laugardag. Samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool segja úthlutun miða fyrir fatlaða einstaklinga jaðra við útilokun og mismunun. Úrslitaleikur liðanna fer fram á Stade de France í París á laugardagskvöld. Á vellinum, sem tekur 75 þúsund manns í sæti, eru sérstaklega frátekin svæði sem rúma 550 manns í hjólastól. Slík sértæk hjólastólavæði eru á öllum stórum völlum í Evrópu. Athygli vekur að UEFA mun aðeins hleypa fólki að í 93 slík stæði á leik laugardagsins. Liðin tvö geta útdeilt 38 stæðum hvort til sinna stuðningsmanna, alls 76, og hin 17 úthlutuð fólki sem ekki er beintengt félögunum. Ekki fylgir sögunni í hvað þau 457 stæði sem eftir standa verða nýtt eða hvers vegna UEFA hindri aðgengi fatlaðs fólks að leiknum með þessum hætti. LSDA, samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool, gagnrýna sambandið í tilkynningu þar sem segir að úthlutun UEFA „jaðri við útilokun og mismunun“. Þá hefur aktívistahópurinn Level Playing Field sent UEFA skeyti og krafist skýringa. „Við erum mjög reið yfir þessu,“ segir Ted Morris, stjórnarmaður í LSDA, sem segist sjálfur fara á leikinn með trega vegna ástandsins. „Þetta er ekki sanngjarnt þegar stæðin eru til staðar. Þetta er bara rangt“. „Ég vil óska eftir því að UEFA útskýri undir hvað þau verða notuð. Þetta hefur áhrif á bæði lið.“ sagði Morris sem tók jafnframt fram að Liverpool hefði gert allt í sínu valdi til að bæta ástandið en talað fyrir daufum eyrum stjórnarmanna sambandsins. Enska félagið hafði upprunalega samband fyrir þremur vikum vegna málsins, en ólíklegt verður að þykja að fjöldanum verði breytt úr þessu. UEFA svaraði fyrir málið í tilkynningu þar sem bent er á að sambandið hafi haft skamman tíma til að undirbúnings. Úrslitaleikurinn átti að fara fram í Pétursborg í Rússlandi en hann færður til Frakklands eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar. „Fyrir viðburð af þessari stærðargráðu myndi UEFA undir venjulegum kringumstæðum stefna að fleiri stæðum fyrir fólk í hjólastólum, en vegna skipulagstakmarkana og skamms tíma til undirbúnings, var það ekki mögulegt,“ segir í yfirlýsingu UEFA um málið þar sem ekki er tekið fram undir hvað lausu stæðin verði notuð eða hvers kyns skipulagsörðugleikar hafi valdið þessari skerðingu. Búist er við fullum 75 þúsund manna velli á leiknum á laugardag. Hvoru liði um sig var úthlutað tæplega 20 þúsund miðum til að dreifa til sinna stuðningsmanna og þá fóru 12 þúsund miðar í almenna sölu. Eftir standa 23 þúsund miðar sem fara til starfsfólks UEFA, styrktaraðila og fyrirmenna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Úrslitaleikur liðanna fer fram á Stade de France í París á laugardagskvöld. Á vellinum, sem tekur 75 þúsund manns í sæti, eru sérstaklega frátekin svæði sem rúma 550 manns í hjólastól. Slík sértæk hjólastólavæði eru á öllum stórum völlum í Evrópu. Athygli vekur að UEFA mun aðeins hleypa fólki að í 93 slík stæði á leik laugardagsins. Liðin tvö geta útdeilt 38 stæðum hvort til sinna stuðningsmanna, alls 76, og hin 17 úthlutuð fólki sem ekki er beintengt félögunum. Ekki fylgir sögunni í hvað þau 457 stæði sem eftir standa verða nýtt eða hvers vegna UEFA hindri aðgengi fatlaðs fólks að leiknum með þessum hætti. LSDA, samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool, gagnrýna sambandið í tilkynningu þar sem segir að úthlutun UEFA „jaðri við útilokun og mismunun“. Þá hefur aktívistahópurinn Level Playing Field sent UEFA skeyti og krafist skýringa. „Við erum mjög reið yfir þessu,“ segir Ted Morris, stjórnarmaður í LSDA, sem segist sjálfur fara á leikinn með trega vegna ástandsins. „Þetta er ekki sanngjarnt þegar stæðin eru til staðar. Þetta er bara rangt“. „Ég vil óska eftir því að UEFA útskýri undir hvað þau verða notuð. Þetta hefur áhrif á bæði lið.“ sagði Morris sem tók jafnframt fram að Liverpool hefði gert allt í sínu valdi til að bæta ástandið en talað fyrir daufum eyrum stjórnarmanna sambandsins. Enska félagið hafði upprunalega samband fyrir þremur vikum vegna málsins, en ólíklegt verður að þykja að fjöldanum verði breytt úr þessu. UEFA svaraði fyrir málið í tilkynningu þar sem bent er á að sambandið hafi haft skamman tíma til að undirbúnings. Úrslitaleikurinn átti að fara fram í Pétursborg í Rússlandi en hann færður til Frakklands eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar. „Fyrir viðburð af þessari stærðargráðu myndi UEFA undir venjulegum kringumstæðum stefna að fleiri stæðum fyrir fólk í hjólastólum, en vegna skipulagstakmarkana og skamms tíma til undirbúnings, var það ekki mögulegt,“ segir í yfirlýsingu UEFA um málið þar sem ekki er tekið fram undir hvað lausu stæðin verði notuð eða hvers kyns skipulagsörðugleikar hafi valdið þessari skerðingu. Búist er við fullum 75 þúsund manna velli á leiknum á laugardag. Hvoru liði um sig var úthlutað tæplega 20 þúsund miðum til að dreifa til sinna stuðningsmanna og þá fóru 12 þúsund miðar í almenna sölu. Eftir standa 23 þúsund miðar sem fara til starfsfólks UEFA, styrktaraðila og fyrirmenna.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira