„Þá hefði ég sagt að þetta væri mesti fáviti sem ég hef kynnst“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2022 14:00 Guðlaugur Victor Pálsson í einum af 29 leikjum sínum með íslenska A-landsliðinu. Hann og Thierry Henry náðu ekki vel saman til að byrja með í New York. Getty/Alex Grimm Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var á sínum tími samherji goðsagnarinnar Thierry Henry hjá New York Red Bulls. Aðspurður á þeim tíma hefði Guðlaugur Victor sagt að Henry væri algjör fáviti. Skoðun hans hefur þó breyst með árunum. Guðlaugur Victor leikur í dag með þýska stórveldinu Schalke 04. Bar hann fyrirliðaband liðsins er það tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Guðlaugur Victor ræddi lífið og veginn í þættinum Dagmál á mbl.is. Þar á meðal ræddi hann veru sína í New York og til að mynda að það væri mikilvægara fyrir hann í dag að vera með fjölskyldu sinni heldur en íslenska landsliðinu. Guðlaugur Victor hefur áður rætt Henry en eftir að Íslendingurinn svaraði framherjanum franska þá svaraði Frakkinn með því að leggja hann í einelti á æfingum. „Ef þú hefðir spurt mig þá, þá hefði ég sagt að þetta væri mesti fáviti sem ég hef kynnst. En þegar ég horfi til baka – ég var – hann er sigurvegari. Hann er búinn að vera hjá Arsenal, Barcelona og vinna allt sem hægt er að vinna.“ „Þegar ég horfði á Last Dance með Michael Jordan, ég sá bara Thierry Henry. Þannig var hann. Þótt hann hafi verið í New York Red Bulls, hann vildi bara vinna. Hann vildi fá það sama, eins og Michael Jordan í þáttunum.“ „Ég var með stóran kjaft þegar ég hafði alls ekki efni á því, tíminn minn hjá New York var algjört flopp sko. Ég var með stóran kjaft og var bara krakki í hans augum,“ segir Guðlaugur Victor í viðtalinu sem finna má á vef mbl. Hinn 31 árs gamli Guðlaugur Victor hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars spilað á Englandi, í Skotlandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Austurríki og Þýskalandi. Hann á að baki 29 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 1 mark. Fótbolti MLS Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira
Guðlaugur Victor leikur í dag með þýska stórveldinu Schalke 04. Bar hann fyrirliðaband liðsins er það tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Guðlaugur Victor ræddi lífið og veginn í þættinum Dagmál á mbl.is. Þar á meðal ræddi hann veru sína í New York og til að mynda að það væri mikilvægara fyrir hann í dag að vera með fjölskyldu sinni heldur en íslenska landsliðinu. Guðlaugur Victor hefur áður rætt Henry en eftir að Íslendingurinn svaraði framherjanum franska þá svaraði Frakkinn með því að leggja hann í einelti á æfingum. „Ef þú hefðir spurt mig þá, þá hefði ég sagt að þetta væri mesti fáviti sem ég hef kynnst. En þegar ég horfi til baka – ég var – hann er sigurvegari. Hann er búinn að vera hjá Arsenal, Barcelona og vinna allt sem hægt er að vinna.“ „Þegar ég horfði á Last Dance með Michael Jordan, ég sá bara Thierry Henry. Þannig var hann. Þótt hann hafi verið í New York Red Bulls, hann vildi bara vinna. Hann vildi fá það sama, eins og Michael Jordan í þáttunum.“ „Ég var með stóran kjaft þegar ég hafði alls ekki efni á því, tíminn minn hjá New York var algjört flopp sko. Ég var með stóran kjaft og var bara krakki í hans augum,“ segir Guðlaugur Victor í viðtalinu sem finna má á vef mbl. Hinn 31 árs gamli Guðlaugur Victor hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars spilað á Englandi, í Skotlandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Austurríki og Þýskalandi. Hann á að baki 29 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 1 mark.
Fótbolti MLS Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira