Líkur á vinstrisinnuðum forseta í Kólumbíu í fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2022 13:18 Gustavo Petro fagnar niðurstöðum kosninganna á sunnudag við hlið meðframbjóðanda síns, Franciu Marquez Getty Seinni umferð forsetakosninga Kólumbíu mun fara fram 19. júní næstkomandi, þar sem enginn frambjóðenda hlaut meira en helming atkvæða í fyrri umferð sem fór fram á sunnudag. Gustavo Petro, vinstrisinnaður fyrrverandi borgarstjóri höfuðborgarinnar Bogotá hlaut þar 40 prósent atkvæða og mun mæta Rodolfo Hernandez, íhaldsömum viðskiptafrömuði, í einvíginu. Vaxandi óánægja með aukinn ójöfnuð og verðbólgu hefur sett svip sinn á kosningarnar en um það bil fjórir af hverjum tíu Kólumbíumönnum býr við fátækt og faraldurinn jók enn á vandann. Aukinheldur hefur atvinnuleysi aukist og um sjötti hver íbúi er án atvinnu í stórborgum landsins en Kólumbía telur um 50 milljón íbúa. Petro, sem hafði verið talinn sigurstranglegastur í könnunum mánuðina fyrir kosningar, varð annar í forsetakosningum árið 2018. Hann hefur lofað miklum umbótum í efnahagsmálum, breytinum á skattkerfinu sem og nýjum aðferðum í endalausri baráttu landsins við eiturlyfjahringi og aðra glæpahópa. Sigri Petro kosningarnar í júni, yrði það í fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun Kolumbíu sem að vinstrisinnaður forseti tæki við völdum þar í landi. Meðframbjóðandi Petró, Francia Marquez, er þar að auki fyrsta svarta konan sem býður sig fram til varaforseta í kosningum landsins. „Ég trúi á Kólumbíu, þann friðsæla draum, fagra land og jafna, fullt af vinnu og visku. Nú er tíminn til að láta drauma rætast.“ skrifaði Petro í stuttu ávarpi sem birt var á samfélagsmiðlum hans á kosningamorgun. Kólumbía Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Vaxandi óánægja með aukinn ójöfnuð og verðbólgu hefur sett svip sinn á kosningarnar en um það bil fjórir af hverjum tíu Kólumbíumönnum býr við fátækt og faraldurinn jók enn á vandann. Aukinheldur hefur atvinnuleysi aukist og um sjötti hver íbúi er án atvinnu í stórborgum landsins en Kólumbía telur um 50 milljón íbúa. Petro, sem hafði verið talinn sigurstranglegastur í könnunum mánuðina fyrir kosningar, varð annar í forsetakosningum árið 2018. Hann hefur lofað miklum umbótum í efnahagsmálum, breytinum á skattkerfinu sem og nýjum aðferðum í endalausri baráttu landsins við eiturlyfjahringi og aðra glæpahópa. Sigri Petro kosningarnar í júni, yrði það í fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun Kolumbíu sem að vinstrisinnaður forseti tæki við völdum þar í landi. Meðframbjóðandi Petró, Francia Marquez, er þar að auki fyrsta svarta konan sem býður sig fram til varaforseta í kosningum landsins. „Ég trúi á Kólumbíu, þann friðsæla draum, fagra land og jafna, fullt af vinnu og visku. Nú er tíminn til að láta drauma rætast.“ skrifaði Petro í stuttu ávarpi sem birt var á samfélagsmiðlum hans á kosningamorgun.
Kólumbía Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira