Leikhúsupplifun í húsbíl þar sem áhorfendur fá að gægjast inn í einkalíf annarra Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. júní 2022 13:30 Sýningin Heimferð er ör-leikhúsupplifun sem fer fram í húsbíl. Aðsend Heimferð (Moetvi Caravan) er einstæð ör-leikhúsupplifun í húsbíl fyrir lítinn áhorfendahóp í senn, en aðeins átta áhorfendur komast inn á hverja sýningu fyrir sig. Leikritið Heimferð er eftir Handbendi, brúðuleikhús, og er unnið í samstarfi við ProFit Arts (Tékklandi) og Arctic Culture Lab (Grænlandi/Noregi). Sýningaröðin er hluti af listahátíð í Reykjavík en Handbendi er margverðlaunaður brúðuleikhúshópur með aðsetur á Hvammstanga og handhafi Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning veitt framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Brúðuleikhúshópurinn Handbendi er með aðsetur á Hvammstanga og ferðast víða í sumar.Aðsend Hreyfanlega heimilið Á þessari sýningu, sem er fyrir alla aldurshópa, er meðal annars notast við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd. Í fréttatilkynningu segir að allt þetta sé nýtt til að skoða muninn á hreyfanlegu heimili sem marga dreymir um og þeirri upplifun að búa á slíku heimili þvert gegn eigin vilja, í krísu ástandi. Áhorfendum er fylgt í gegnum opna sögu sem þeir móta sjálfir um leið og þeir fá að gægjast inn í litla heima, einkalíf annarra, og kanna mörg þúsund örstutt augnablik sem flytja okkur aftur heim. Leikferð víða um landið Handbendi, ProFit Arts og Arctic Culture Lab vinna sem áður segir að þessu verkefni saman og þessir þrír samstarfsaðilar hafa allir búið til sitt eigið leikhús í farartæki eftir samstarf sem hefur staðið í ár og hver samstarfsaðili fer leikferð í sínu eigin landi í ár. Greta Clough leikstýrir verkinu og flytjendur eru Sigurður Arent Jónsson, Sylwia Zajkowska og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir. Snædís Lilja Ingadóttir er danshöfundur, leikmynd og lýsing er eftir Egil Ingibergsson, Jamie Wheeler sér um textíl og uppstillingu og Paul Mosely er yfir tónlistinni. Leikbrúðurnar sem koma fram á sýningunni eru hannaðar af Cat Smits, Greta Clough og Sylwia Zajkowska. Flytjendur verksins eru Sigurður Arent Jónsson, Sylwia Zajkowska og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir.Aðsend Verkefnið er styrkt af EES- /Noregsstyrkjum, sviðslistasjóði og launasjóði listamanna. Heimferð verður sýnd á Hvammstanga, Akureyri, í Búðardal, Stykkishólmi, Grundarfirði, á Rifi, Akranesi, í Borgarnesi og Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna hér. Leikhús Menning Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Leikritið Heimferð er eftir Handbendi, brúðuleikhús, og er unnið í samstarfi við ProFit Arts (Tékklandi) og Arctic Culture Lab (Grænlandi/Noregi). Sýningaröðin er hluti af listahátíð í Reykjavík en Handbendi er margverðlaunaður brúðuleikhúshópur með aðsetur á Hvammstanga og handhafi Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning veitt framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Brúðuleikhúshópurinn Handbendi er með aðsetur á Hvammstanga og ferðast víða í sumar.Aðsend Hreyfanlega heimilið Á þessari sýningu, sem er fyrir alla aldurshópa, er meðal annars notast við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd. Í fréttatilkynningu segir að allt þetta sé nýtt til að skoða muninn á hreyfanlegu heimili sem marga dreymir um og þeirri upplifun að búa á slíku heimili þvert gegn eigin vilja, í krísu ástandi. Áhorfendum er fylgt í gegnum opna sögu sem þeir móta sjálfir um leið og þeir fá að gægjast inn í litla heima, einkalíf annarra, og kanna mörg þúsund örstutt augnablik sem flytja okkur aftur heim. Leikferð víða um landið Handbendi, ProFit Arts og Arctic Culture Lab vinna sem áður segir að þessu verkefni saman og þessir þrír samstarfsaðilar hafa allir búið til sitt eigið leikhús í farartæki eftir samstarf sem hefur staðið í ár og hver samstarfsaðili fer leikferð í sínu eigin landi í ár. Greta Clough leikstýrir verkinu og flytjendur eru Sigurður Arent Jónsson, Sylwia Zajkowska og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir. Snædís Lilja Ingadóttir er danshöfundur, leikmynd og lýsing er eftir Egil Ingibergsson, Jamie Wheeler sér um textíl og uppstillingu og Paul Mosely er yfir tónlistinni. Leikbrúðurnar sem koma fram á sýningunni eru hannaðar af Cat Smits, Greta Clough og Sylwia Zajkowska. Flytjendur verksins eru Sigurður Arent Jónsson, Sylwia Zajkowska og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir.Aðsend Verkefnið er styrkt af EES- /Noregsstyrkjum, sviðslistasjóði og launasjóði listamanna. Heimferð verður sýnd á Hvammstanga, Akureyri, í Búðardal, Stykkishólmi, Grundarfirði, á Rifi, Akranesi, í Borgarnesi og Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna hér.
Leikhús Menning Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira