„Byrjum bara á einum leik í einu eins mikil klisja og það er“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júní 2022 07:00 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Stöð 2 Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Liechtenstein í kvöld. Þetta er fyrsti leikur liðsins af þrem á næstu átta dögum og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segist vilja fara út úr þessum glugga með góða tilfinningu. „Ég vil bara að við náum að endurspegla hvernig við höfum spilað í þessu móti. Við höfum spilað vel og tekið framförum og bara að fara út úr þessum glugga með góða tilfinningu. Það er það sem við viljum,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2 í gær. Leikirnir sem eru framundan eru seinustu þrír leikir liðsins í riðlinum í undankeppni EM. Liðið hefur oft á tíðum spilað vel eins og Davíð segir og náði meðal annars jafntefli gegn Portúgal sem er eitt besta lið Evrópu. „Maður er auðvitað ósáttur með að ná ekki alltaf í úrslit, en við erum bara búnir að sýna það að þetta er ákveðin þróun sem er í gangi og að við getum spilað með frammistöðum á hæsta klassa og við erum ofboðslega ánægðir með það.“ „Þetta er bara eitthvað til að byggja á og halda áfram. Og við vonumst til að tengja við það í þessum glugga.“ Aðspurður að því hvað honum þætti raunhæft að ná í mörg stig í þessum þremur leikjum var Davíð diplómatískur í svörum. „Við byrjum bara á einum leik í einu eins mikil klisja og það er. Það eru níu stig í boði og þú getur fengið níu stig. Þannig að það er auðvitað raunhæft. En byrjum bara á hverjum leik fyrir sig og reynum að spila á okkar gildum og ná þeim markmiðum sem við viljum út úr þessu. Það vonandi skilar því sem við viljum.“ Eins og áður segir þá mætir tekur íslenska liðið á móti Liechtenstein í kvöld. Davíð vill ekki meina að um skyldusigur sé að ræða, en segir þó að liðið ætli sér sigur. „Í íþróttum getur auðvitað allt gerst en við ætlum okkur að byrja sterkt og spila góðan leik á morgun [í dag] og vonandi getum við tekið úrslitin með okkur líka.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira
„Ég vil bara að við náum að endurspegla hvernig við höfum spilað í þessu móti. Við höfum spilað vel og tekið framförum og bara að fara út úr þessum glugga með góða tilfinningu. Það er það sem við viljum,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2 í gær. Leikirnir sem eru framundan eru seinustu þrír leikir liðsins í riðlinum í undankeppni EM. Liðið hefur oft á tíðum spilað vel eins og Davíð segir og náði meðal annars jafntefli gegn Portúgal sem er eitt besta lið Evrópu. „Maður er auðvitað ósáttur með að ná ekki alltaf í úrslit, en við erum bara búnir að sýna það að þetta er ákveðin þróun sem er í gangi og að við getum spilað með frammistöðum á hæsta klassa og við erum ofboðslega ánægðir með það.“ „Þetta er bara eitthvað til að byggja á og halda áfram. Og við vonumst til að tengja við það í þessum glugga.“ Aðspurður að því hvað honum þætti raunhæft að ná í mörg stig í þessum þremur leikjum var Davíð diplómatískur í svörum. „Við byrjum bara á einum leik í einu eins mikil klisja og það er. Það eru níu stig í boði og þú getur fengið níu stig. Þannig að það er auðvitað raunhæft. En byrjum bara á hverjum leik fyrir sig og reynum að spila á okkar gildum og ná þeim markmiðum sem við viljum út úr þessu. Það vonandi skilar því sem við viljum.“ Eins og áður segir þá mætir tekur íslenska liðið á móti Liechtenstein í kvöld. Davíð vill ekki meina að um skyldusigur sé að ræða, en segir þó að liðið ætli sér sigur. „Í íþróttum getur auðvitað allt gerst en við ætlum okkur að byrja sterkt og spila góðan leik á morgun [í dag] og vonandi getum við tekið úrslitin með okkur líka.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira