Samuel Eto‘o verður sóttur til saka Atli Arason skrifar 4. júní 2022 07:02 Eto'o fagnar marki sínu með Barcelona gegn Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2006. Getty Images Fyrrum knattspyrnumaðurinn Samuel Eto‘o er í vandræðum á Spáni. Eto'o mun í annað sinn verða sóttur til saka eftir að hafa neitað að greiða meðlagsgreiðslur. Eto‘o á 22 ára gamla dóttur að nafni Erika do Rosario Nieves. Hann hefur þó alla tíð neitað að eiga stúlkuna þrátt fyrir að DNA gögn sýna að hann sé faðirinn. Móðir Eriku, Adileusa do Rosario, kemur frá Grænhöfðaeyjum en hún var í viðtali hjá spænska miðlinum La Vanguardia í vikunni þar sem hún greindi frá kynnum sínum við Eto‘o en þau kynntust fyrst á næturklúbb í Madríd árið 1997. Adileusa segir meðal annars í viðtalinu að dóttir þeirra, Erika, hafi átt við nýrnavandamál að stríða þegar hún var þriggja ára gömul og þurft að fara í uppskurð. Fyrir aðgerð á Eriku urðu læknar að fá að vita sjúkdómssögu beggja foreldra. Adileusa bað þá sameiginlegan við hennar og Eto‘o að hafa samband við leikmanninn sem svaraði að honum væri alveg sama, fyrir honum væri bæði móðirin og dóttirin dauð. Eto‘o hefur ekki verið til staðar fyrir mæðginin á neinum tímapunkti þrátt fyrir að hafa lofað því í upphafi að sögn Adileusa. Móðirin fann sig knúna til að höfða dómsmál gegn framherjanum árið 2018 sem lauk með dómsuppkvaðningu í febrúar á þessu ári. Eto‘o átti að greiða meðlag upp á 1.400 evrur á mánuði frá því að málið hófst, samtals u.þ.b. 40 þúsund evrur. Eto‘o hefur ekki greitt þessa upphæð og Adileusa do Rosario gaf það út að hún ætli að sækja hann til saka á ný fyrir að una dómnum ekki. Á sínum ferli vann Samuel Eto‘o Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum en hann lék með liðum á borð við Barcelona, Inter, Real Madrid, Chelsea og Everton. Hann skoraði 293 mörk í 587 leikjum á ferlinum og er markahæsti leikmaður Kamerún frá upphafi með 56 mök í 118 leikjum. Eto‘o er metin á 16,4 milljónir dollara samkvæmt lista Forbes og er enn þá á meðal ríkustu knattspyrnumanna frá Afríku þrátt fyrir að hafa hætt allri fótboltaiðkun fyrir 3 árum síðan. Meðlagsgreiðslunar ættu því ekki að vera mikið vandamál fyrir Kamerúnann. Spænski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Sjá meira
Eto‘o á 22 ára gamla dóttur að nafni Erika do Rosario Nieves. Hann hefur þó alla tíð neitað að eiga stúlkuna þrátt fyrir að DNA gögn sýna að hann sé faðirinn. Móðir Eriku, Adileusa do Rosario, kemur frá Grænhöfðaeyjum en hún var í viðtali hjá spænska miðlinum La Vanguardia í vikunni þar sem hún greindi frá kynnum sínum við Eto‘o en þau kynntust fyrst á næturklúbb í Madríd árið 1997. Adileusa segir meðal annars í viðtalinu að dóttir þeirra, Erika, hafi átt við nýrnavandamál að stríða þegar hún var þriggja ára gömul og þurft að fara í uppskurð. Fyrir aðgerð á Eriku urðu læknar að fá að vita sjúkdómssögu beggja foreldra. Adileusa bað þá sameiginlegan við hennar og Eto‘o að hafa samband við leikmanninn sem svaraði að honum væri alveg sama, fyrir honum væri bæði móðirin og dóttirin dauð. Eto‘o hefur ekki verið til staðar fyrir mæðginin á neinum tímapunkti þrátt fyrir að hafa lofað því í upphafi að sögn Adileusa. Móðirin fann sig knúna til að höfða dómsmál gegn framherjanum árið 2018 sem lauk með dómsuppkvaðningu í febrúar á þessu ári. Eto‘o átti að greiða meðlag upp á 1.400 evrur á mánuði frá því að málið hófst, samtals u.þ.b. 40 þúsund evrur. Eto‘o hefur ekki greitt þessa upphæð og Adileusa do Rosario gaf það út að hún ætli að sækja hann til saka á ný fyrir að una dómnum ekki. Á sínum ferli vann Samuel Eto‘o Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum en hann lék með liðum á borð við Barcelona, Inter, Real Madrid, Chelsea og Everton. Hann skoraði 293 mörk í 587 leikjum á ferlinum og er markahæsti leikmaður Kamerún frá upphafi með 56 mök í 118 leikjum. Eto‘o er metin á 16,4 milljónir dollara samkvæmt lista Forbes og er enn þá á meðal ríkustu knattspyrnumanna frá Afríku þrátt fyrir að hafa hætt allri fótboltaiðkun fyrir 3 árum síðan. Meðlagsgreiðslunar ættu því ekki að vera mikið vandamál fyrir Kamerúnann.
Spænski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Sjá meira