„Held það sé eini staðurinn sem maður getur svarað gagnrýni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2022 21:31 Arnór Sigurðsson í leiknum gegn Ísrael. Hann skoraði fyrra mark Íslands. Ahmad Mora/Getty Images „Ég var alveg klár og undirbúinn í þetta. Þakklátur fyrir traustið sem ég fékk því það er ekki eins og ég hafi verið að koma úr mínu besta tímabili,“ sagði Arnór Sigurðsson aðspurður út í byrjunarliðssæti sitt í leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni. Arnór átti mjög erfitt uppdráttar í vetur en hann var á láni hjá Venezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Hann ræddi við Vísi eftir æfingu Íslands í dag. „Ég var alltaf klár og búinn að undirbúa mig fyrir þennan landsleikjaglugga í smá tíma þar sem ég sá hvernig staðan var úti á Ítalíu. Ég var meira en klár og til í þetta,“ bætti Arnór við en hann skoraði fyrra mark Íslands í leiknum. „Ég held það sé eini staðurinn sem maður getur svarað gagnrýni. Auðvitað skil ég að fólk pæli í því að ég er ekki búinn að vera spila mest en ég veit alveg hvað ég get og þeir vita það líka þjálfararnir. Eins og ég segi er best að svara gagnrýndi inn á vellinum.“ „Ég er bara nokkuð góður. Eins og þú segir langt ferðalag en við höfum nú fengið einn og hálfan dag til að jafna okkur eftir það,“ sagði Arnór en það er smáspotti frá Ísrael til Íslands. Ísland mætir Albaníu á mánudag. Hvernig er Arnór stemmdur fyrir þann leik? „Spennandi leikur. mikilvægt að tengja tvær góðar frammistöður, sérstaklega þar sem það var hellingur af jákvæðum hlutum á móti Ísrael. Við erum með flott lið, flotta leikmenn sem ættu að geta spilað flottan fótbolta á mánudaginn og sótt sigur.“ Klippa: Vill svara gagnrýni inn á vellinum og verður ekki áfram á Ítalíu „Við sýnum karakter, erum að halda boltanum, vinnsla og okkur leið vel inn á vellinum. Erum búnir að fara yfir leikinn og hellingur af flottum punktum. Auðvitað líka eitthvað sem þarf að laga og við skoðum það líka fyrir mánudaginn.“ „Ég verð ekki áfram á Ítalíu og á tvö ár eftir í Moskvu svo eins og er fer ég þangað. Verð bara að sjá og skoða hvað gerist, maður veit aldrei í þessu,“ sagði Arnór Sigurðsson að endingu við Vísi. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Arnór átti mjög erfitt uppdráttar í vetur en hann var á láni hjá Venezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Hann ræddi við Vísi eftir æfingu Íslands í dag. „Ég var alltaf klár og búinn að undirbúa mig fyrir þennan landsleikjaglugga í smá tíma þar sem ég sá hvernig staðan var úti á Ítalíu. Ég var meira en klár og til í þetta,“ bætti Arnór við en hann skoraði fyrra mark Íslands í leiknum. „Ég held það sé eini staðurinn sem maður getur svarað gagnrýni. Auðvitað skil ég að fólk pæli í því að ég er ekki búinn að vera spila mest en ég veit alveg hvað ég get og þeir vita það líka þjálfararnir. Eins og ég segi er best að svara gagnrýndi inn á vellinum.“ „Ég er bara nokkuð góður. Eins og þú segir langt ferðalag en við höfum nú fengið einn og hálfan dag til að jafna okkur eftir það,“ sagði Arnór en það er smáspotti frá Ísrael til Íslands. Ísland mætir Albaníu á mánudag. Hvernig er Arnór stemmdur fyrir þann leik? „Spennandi leikur. mikilvægt að tengja tvær góðar frammistöður, sérstaklega þar sem það var hellingur af jákvæðum hlutum á móti Ísrael. Við erum með flott lið, flotta leikmenn sem ættu að geta spilað flottan fótbolta á mánudaginn og sótt sigur.“ Klippa: Vill svara gagnrýni inn á vellinum og verður ekki áfram á Ítalíu „Við sýnum karakter, erum að halda boltanum, vinnsla og okkur leið vel inn á vellinum. Erum búnir að fara yfir leikinn og hellingur af flottum punktum. Auðvitað líka eitthvað sem þarf að laga og við skoðum það líka fyrir mánudaginn.“ „Ég verð ekki áfram á Ítalíu og á tvö ár eftir í Moskvu svo eins og er fer ég þangað. Verð bara að sjá og skoða hvað gerist, maður veit aldrei í þessu,“ sagði Arnór Sigurðsson að endingu við Vísi.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira