Rimac safnar 500 milljónum evra Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. júní 2022 07:01 Porsche, Rimac og Bugatti. Rafbílaframleiðandinn Rimac aflaði sér 500 milljónum evra í fjármögnungarumferð sem meðal annarra Porsche tók þátt í. Porsche á nú um fimmtungs hlut í Rimac. Umferðin tryggir Rimac rúmlega 72 milljarða króna til frekari vaxtar. SoftBank Vision sjóðurinn leiddi umferðina ásamt einkafjárfestingahluta eignastýringar Goldman Sachs. Ásamt þeim tóku fyrri fjárfestar einnig þátt, þar á meðal Prosche og InvestIndustrial. Rimac skiptist í tvær megin einingar, Rimac Technology, sem smíðar íhluti í hraðskreiða rafbíla) og Bugatti Rimac, sem er bílaframleiðandinn sem varð til við samruna Rimac og Bugatti. Rimac Technology á þegar í samstarfi við Porsche, Hyundai, Automobili Pininfarina, Koenigsegg og Aston Martin. Bugatti Rimac er að leggja lokahönd á smíði últrarafbílsins Rimac Nevera. Eitt stærsta verkefnið sem mun njóta góðs af fjármagninu er stækkun á Rimac verksmiðjunni, sem mun auka framleiðslugetu Rimac Technology talsvert. Auk þess mun svæðið hýsa höfuðstöðvar Bugatti Rimac og verða framleiðslustaður fyrir Nevera. Mate Rimac, framkvæmdastjóri Rimac. „Rimac hefur uppi metnaðarfullar áætlanir um vöst á næstu árum og við erum auðmjúk gagnvart þeim umtalsverða stuðningi sem nýir fjárfestar hafa sýnt okkur eins og SoftBank Vision Fund 2 og eignastýring Goldman Sachs sem trúa á sýn okkar. Við erum einnig afar þakklát Porsche og Investinfustrial sem hafa spilað stórt hlutverk í árangri okkar hingað til og með nýjum fjárfestingum sýna þau að þeirra stuðningur er enn til staðar. Við horfum til þess að stækka fyrirtækið hratt, koma á legg nýjum framleiðsluferlum til að mæta þörf bíla heimsins, ráða 700 nýja liðsfélaga á árinu 2022, opna nýjar skrifstofur víðsvegar í Evrópu og stækka framleiðsluteymið á svæðinu okkar og umfram það. Stuðningur sérfróðra fjárfesta okkar er ómetanlegur á þessu ferðalagi í gegnum óplægðan akur. Ég vil einnig þakka öllu okkar starfsfólki, án þeirra og erfiðisins sem þau hafa lagt á sig, dugnaði og hollustu við sýn Rimac, værum við ekki hér í dag,“ sagði Mate Rimac, framkvæmdastjóri Rimac í yfirlýsingu vegna frétta af fjárfestingunni. Vistvænir bílar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent
SoftBank Vision sjóðurinn leiddi umferðina ásamt einkafjárfestingahluta eignastýringar Goldman Sachs. Ásamt þeim tóku fyrri fjárfestar einnig þátt, þar á meðal Prosche og InvestIndustrial. Rimac skiptist í tvær megin einingar, Rimac Technology, sem smíðar íhluti í hraðskreiða rafbíla) og Bugatti Rimac, sem er bílaframleiðandinn sem varð til við samruna Rimac og Bugatti. Rimac Technology á þegar í samstarfi við Porsche, Hyundai, Automobili Pininfarina, Koenigsegg og Aston Martin. Bugatti Rimac er að leggja lokahönd á smíði últrarafbílsins Rimac Nevera. Eitt stærsta verkefnið sem mun njóta góðs af fjármagninu er stækkun á Rimac verksmiðjunni, sem mun auka framleiðslugetu Rimac Technology talsvert. Auk þess mun svæðið hýsa höfuðstöðvar Bugatti Rimac og verða framleiðslustaður fyrir Nevera. Mate Rimac, framkvæmdastjóri Rimac. „Rimac hefur uppi metnaðarfullar áætlanir um vöst á næstu árum og við erum auðmjúk gagnvart þeim umtalsverða stuðningi sem nýir fjárfestar hafa sýnt okkur eins og SoftBank Vision Fund 2 og eignastýring Goldman Sachs sem trúa á sýn okkar. Við erum einnig afar þakklát Porsche og Investinfustrial sem hafa spilað stórt hlutverk í árangri okkar hingað til og með nýjum fjárfestingum sýna þau að þeirra stuðningur er enn til staðar. Við horfum til þess að stækka fyrirtækið hratt, koma á legg nýjum framleiðsluferlum til að mæta þörf bíla heimsins, ráða 700 nýja liðsfélaga á árinu 2022, opna nýjar skrifstofur víðsvegar í Evrópu og stækka framleiðsluteymið á svæðinu okkar og umfram það. Stuðningur sérfróðra fjárfesta okkar er ómetanlegur á þessu ferðalagi í gegnum óplægðan akur. Ég vil einnig þakka öllu okkar starfsfólki, án þeirra og erfiðisins sem þau hafa lagt á sig, dugnaði og hollustu við sýn Rimac, værum við ekki hér í dag,“ sagði Mate Rimac, framkvæmdastjóri Rimac í yfirlýsingu vegna frétta af fjárfestingunni.
Vistvænir bílar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent