Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2022 17:06 Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. vísir Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. „Óþörf vistarbönd þjóna hvorki hagsmunum bílstjóranna sjálfra né neytenda. Tímabært er stíga skrefið til fulls, án sérstakra ívilnana eða takmarkana, öllum til hagsbóta,“ segir í umsögninni. Í greinagerð frumvarps innviðaráðherra segir að ástæða þess sé álit ESA sem teldi líkur á því að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem ekki samræmdust skyldum íslenska ríkisins að EES-rétti. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, telur að frumvarpinu, í núverandi mynd, sé ekki ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri. „Innviðaráðherra viðrist ekki ætla að stíga skrefið til fulls, í staðinn koma inn aðrar hindranir líkt og þröng skilyrði við útgáfu leyfa. Þetta er óþarflega íþyngjandi,“ sagði Jóhannes Stefánsson í viðtali í Bítinu í síðustu viku. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhannes í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Svartur markaður á yfirborðið Umræðan um komu Uber og Lyft til landsins hefur verið nokkuð hávær en á meðan þrífst svartur markaður „Skutlara“ á Íslandi á samfélagsmiðlum. Jóhannes telur að það færi mun betur á því að taka slíka starfsemi upp á yfirborðið. „Það er samkeppni til staðar frá þessum ólögmætu hópum, það væri bara miklu betra að gera þeim sem skutla kleift að koma inn á markaðinn, t.d. með því að laga skilyrðin. Hvort sem það er Uber eitthvað annað.“ Frumvarpið myndi þó ekki greiða veg Uber eða annars konar fyrirtækja til landsins, að sögn Jóhannesar. Löggildir gjaldmælar standi því meðal annars í vegi. „Við erum að benda á það að ráðherra eða önnur stjórnvöld eigi ekki að ákveða hvernig menn selji sína þjónustu. Þarna er komið í veg fyrir nýsköpun og framþróun í greininni.“ Leigubifreiðastjórar standi auðum höndum á virkum dögum en anni ekki eftirspurn um helgar og er slíkt afleiðing ósveigjanleika kerfisins, að sögn Jóhannesar. Tillögur Viðskiptaráðs snúi því að því að gera kerfið sveigjanlegra og veita bílstjórum meira frjálsræði. „Við þurfum að færa okkur til framtíðar,“ sagði Jóhannes að lokum. Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
„Óþörf vistarbönd þjóna hvorki hagsmunum bílstjóranna sjálfra né neytenda. Tímabært er stíga skrefið til fulls, án sérstakra ívilnana eða takmarkana, öllum til hagsbóta,“ segir í umsögninni. Í greinagerð frumvarps innviðaráðherra segir að ástæða þess sé álit ESA sem teldi líkur á því að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem ekki samræmdust skyldum íslenska ríkisins að EES-rétti. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, telur að frumvarpinu, í núverandi mynd, sé ekki ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri. „Innviðaráðherra viðrist ekki ætla að stíga skrefið til fulls, í staðinn koma inn aðrar hindranir líkt og þröng skilyrði við útgáfu leyfa. Þetta er óþarflega íþyngjandi,“ sagði Jóhannes Stefánsson í viðtali í Bítinu í síðustu viku. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhannes í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Svartur markaður á yfirborðið Umræðan um komu Uber og Lyft til landsins hefur verið nokkuð hávær en á meðan þrífst svartur markaður „Skutlara“ á Íslandi á samfélagsmiðlum. Jóhannes telur að það færi mun betur á því að taka slíka starfsemi upp á yfirborðið. „Það er samkeppni til staðar frá þessum ólögmætu hópum, það væri bara miklu betra að gera þeim sem skutla kleift að koma inn á markaðinn, t.d. með því að laga skilyrðin. Hvort sem það er Uber eitthvað annað.“ Frumvarpið myndi þó ekki greiða veg Uber eða annars konar fyrirtækja til landsins, að sögn Jóhannesar. Löggildir gjaldmælar standi því meðal annars í vegi. „Við erum að benda á það að ráðherra eða önnur stjórnvöld eigi ekki að ákveða hvernig menn selji sína þjónustu. Þarna er komið í veg fyrir nýsköpun og framþróun í greininni.“ Leigubifreiðastjórar standi auðum höndum á virkum dögum en anni ekki eftirspurn um helgar og er slíkt afleiðing ósveigjanleika kerfisins, að sögn Jóhannesar. Tillögur Viðskiptaráðs snúi því að því að gera kerfið sveigjanlegra og veita bílstjórum meira frjálsræði. „Við þurfum að færa okkur til framtíðar,“ sagði Jóhannes að lokum.
Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45