„Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júní 2022 12:30 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands. Stöð 2 Sport Ungmennalandslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri mæti Kýpur á Víkingsvelli í mikilvægum leik í undankeppni EM í kvöld. Með sigri á íslenska liðið möguleika á sæti í lokakeppni EM í gegnum umspil. Til að það gangi eftir þarf Ísland einnig að að treysta á að Portúgal vinni sinn leik gegn Grikklandi og þá hafnar íslenska liðið í öðru sæti riðilsins á eftir Portúgölum. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segir að stemningin í hópnum fyrir leikinn sé góð. „Hún er góð. Bara mjög góð,“ sagði Davíð Snorri á æfingu liðsins í gær. „Þetta er bara augnablik sem við viljum vera í og við ætlum að elska það. Þannig að við verðum klárir á morgun.“ Portúgal og Grikkland eigast við á sama tíma og leikur Íslands og Kýpur fer fram, en Davíð segir að það þýði lítið fyrir sína menn að vera að velta þeim leik fyrir sér. „Það er hægt að tvískipta þessu. Þú þarft að treysta á að Portúgal klári sitt og að Grikkir misstígi sig. Við getum ekki stjórnað því, en við getum stjórnað því að eiga bara gott kvöld hérna á morgun, góða frammistöðu og fara út úr glugganum með góða tilfinningu. Og það var það sem við lögðum upp með fyrir fyrsta leik og það er enn möguleiki. Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist.“ Eftir góða frammistöðu í fyrstu tveimur leikjum liðsins í þessum landsleikjaglugga segir Davíð fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir leik kvöldsins. „Já klárlega. Við munum halda áfram að vinna með pressuna okkar og að vera fljótir að vinna boltann aftur. Svo munum við halda áfram að vinna í því að finna jafnvægið þar á milli og skerpa á hreyfingunum á köntunum áfram.“ „Kýpverjarnir eru góðir og þetta eru mjög jöfn lið í þessum riðli. Við sáum Hvít-Rússana, þeir voru góðir og Kýpverjarnir eru það líka. Við áttum hörkuleik fyrir tveim mánuðum úti í Kýpur þannig að þetta verður alvöru leikur.“ Eins og Íslendingum sæmir þá spáum við mikið í veðrinu. Spáin á höfuðborgarsvæðinu er góð og Davíð vonast því eftir miklum og góðum stuðningi úr stúkunni. „Jú vonandi. Við fengum flottan stuðning síðast og vonandi verður áfram góður stuðningur og við náum að sýna okkar rétta andlit. Við erum með flott lið og efnilega stráka og ég hvet fólk bara til að koma og horfa á þá spila.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri fyrir leikinn við Kýpur Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Til að það gangi eftir þarf Ísland einnig að að treysta á að Portúgal vinni sinn leik gegn Grikklandi og þá hafnar íslenska liðið í öðru sæti riðilsins á eftir Portúgölum. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segir að stemningin í hópnum fyrir leikinn sé góð. „Hún er góð. Bara mjög góð,“ sagði Davíð Snorri á æfingu liðsins í gær. „Þetta er bara augnablik sem við viljum vera í og við ætlum að elska það. Þannig að við verðum klárir á morgun.“ Portúgal og Grikkland eigast við á sama tíma og leikur Íslands og Kýpur fer fram, en Davíð segir að það þýði lítið fyrir sína menn að vera að velta þeim leik fyrir sér. „Það er hægt að tvískipta þessu. Þú þarft að treysta á að Portúgal klári sitt og að Grikkir misstígi sig. Við getum ekki stjórnað því, en við getum stjórnað því að eiga bara gott kvöld hérna á morgun, góða frammistöðu og fara út úr glugganum með góða tilfinningu. Og það var það sem við lögðum upp með fyrir fyrsta leik og það er enn möguleiki. Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist.“ Eftir góða frammistöðu í fyrstu tveimur leikjum liðsins í þessum landsleikjaglugga segir Davíð fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir leik kvöldsins. „Já klárlega. Við munum halda áfram að vinna með pressuna okkar og að vera fljótir að vinna boltann aftur. Svo munum við halda áfram að vinna í því að finna jafnvægið þar á milli og skerpa á hreyfingunum á köntunum áfram.“ „Kýpverjarnir eru góðir og þetta eru mjög jöfn lið í þessum riðli. Við sáum Hvít-Rússana, þeir voru góðir og Kýpverjarnir eru það líka. Við áttum hörkuleik fyrir tveim mánuðum úti í Kýpur þannig að þetta verður alvöru leikur.“ Eins og Íslendingum sæmir þá spáum við mikið í veðrinu. Spáin á höfuðborgarsvæðinu er góð og Davíð vonast því eftir miklum og góðum stuðningi úr stúkunni. „Jú vonandi. Við fengum flottan stuðning síðast og vonandi verður áfram góður stuðningur og við náum að sýna okkar rétta andlit. Við erum með flott lið og efnilega stráka og ég hvet fólk bara til að koma og horfa á þá spila.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri fyrir leikinn við Kýpur
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira