Risarnir gætu mæst tólf sinnum á einni leiktíð Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 17:01 Real Madrid og Barcelona mættust í undanúrslitum EuroLeague í Belgrad þar sem Madridingar höfðu betur. Getty/Tolga Adanali Í kvöld hefst einvígið um spænska meistaratitilinn í körfubolta og jafnvel mestu antisportistar gætu giskað á hvaða tvö lið mætast þar. Real Madrid og Barcelona hafa haft eins konar einokunarstöðu í spænskum körfubolta um langt árabil enda tvö af allra bestu liðum Evrópu. Þau hefja enn eitt einvígi sitt í kvöld klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Úr því að ljóst er að annað liðið verður spænskur meistari þá liggur fyrir að þessi tvö lið hafa þar með unnið 34 af 39 bikurum sem í boði hafa verið síðustu 13 leiktíðir á Spáni. Barcelona er ríkjandi meistari eftir sigur á Real Madrid í fyrra, og leita þarf aftur til ársins 2006 til að finna úrslitaeinvígi þar sem hvorugt liðið tók þátt. Unnið 34 af 39 titlum Frá árinu 2010 hafa aðeins Valencia (2017) og Baskonia (2010 og 2020) orðið Spánarmeistarar fyrir utan Barcelona og Real. Hinir tveir titlarnir sem önnur lið hafa unnið síðan þá voru í ofurbikarnum, sem Valencia vann árið 2017 og Gran Canaria 2016. Sem sagt, 34 titlar til Barcelona og Real en fimm til annarra á síðustu 13 árum. Risarnir tveir hafa þegar mæst í sjö El Clásico leikjum á þessari leiktíð og fari einvígið nú í oddaleik gætu rimmurnar því orðið alls tólf á einni leiktíð. Real Madrid vann þegar liðin mættust í undanúrslitaleik EuroLeague í síðasta mánuði og í ofurbikarnum en Barcelona hefur unnið hina fimm leikina, meðal annars báða deildarleikina, og er því með heimavallarréttinn. Úrslitaeinvígið: Mánudagur, 13. júní: Barcelona - Real Madrid Miðvikudagur, 15. júní: Barcelona - Real Madrid Föstudagur, 17. júní: Real Madrid - Barcelona *Sunnudagur, 19. júní: Real Madrid - Barcelona *Miðvikudagur, 22. júní: Barcelona - Real Madrid *Ef til þarf Fyrsti leikur einvígis Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Real Madrid og Barcelona hafa haft eins konar einokunarstöðu í spænskum körfubolta um langt árabil enda tvö af allra bestu liðum Evrópu. Þau hefja enn eitt einvígi sitt í kvöld klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Úr því að ljóst er að annað liðið verður spænskur meistari þá liggur fyrir að þessi tvö lið hafa þar með unnið 34 af 39 bikurum sem í boði hafa verið síðustu 13 leiktíðir á Spáni. Barcelona er ríkjandi meistari eftir sigur á Real Madrid í fyrra, og leita þarf aftur til ársins 2006 til að finna úrslitaeinvígi þar sem hvorugt liðið tók þátt. Unnið 34 af 39 titlum Frá árinu 2010 hafa aðeins Valencia (2017) og Baskonia (2010 og 2020) orðið Spánarmeistarar fyrir utan Barcelona og Real. Hinir tveir titlarnir sem önnur lið hafa unnið síðan þá voru í ofurbikarnum, sem Valencia vann árið 2017 og Gran Canaria 2016. Sem sagt, 34 titlar til Barcelona og Real en fimm til annarra á síðustu 13 árum. Risarnir tveir hafa þegar mæst í sjö El Clásico leikjum á þessari leiktíð og fari einvígið nú í oddaleik gætu rimmurnar því orðið alls tólf á einni leiktíð. Real Madrid vann þegar liðin mættust í undanúrslitaleik EuroLeague í síðasta mánuði og í ofurbikarnum en Barcelona hefur unnið hina fimm leikina, meðal annars báða deildarleikina, og er því með heimavallarréttinn. Úrslitaeinvígið: Mánudagur, 13. júní: Barcelona - Real Madrid Miðvikudagur, 15. júní: Barcelona - Real Madrid Föstudagur, 17. júní: Real Madrid - Barcelona *Sunnudagur, 19. júní: Real Madrid - Barcelona *Miðvikudagur, 22. júní: Barcelona - Real Madrid *Ef til þarf Fyrsti leikur einvígis Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitaeinvígið: Mánudagur, 13. júní: Barcelona - Real Madrid Miðvikudagur, 15. júní: Barcelona - Real Madrid Föstudagur, 17. júní: Real Madrid - Barcelona *Sunnudagur, 19. júní: Real Madrid - Barcelona *Miðvikudagur, 22. júní: Barcelona - Real Madrid *Ef til þarf
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira