Lína langsokkur eða Lóa langsokkur? Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2022 14:01 Lína Langsokkur og vinir hennar í myndinni um hetjuna knáu frá 1969. United Archives/Getty Fyrst þegar Pippi Långstrump eftir Astrid Lindgren var þýdd á íslensku hét söguhetjan ekki Lína langsokkur, eins og við þekkjum hana í dag, heldur Lóa langsokkur. Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og rithöfundur, vakti athygli á þessu á Twitter í gær. Þessi fyrsta þýðing á sögu Lindgren birtist sem framhaldssaga þann 13. mars 1946 í Morgunblaðinu. Þar er greint frá því að sagan „sem er rituð í nokkuð nýstárlegum anda“ hafi fengið fyrstu verðlaun í samkeppni útgáfufyrirtækisin Rabén & Sjögren um bestu barnasöguna. Ég er í losti: pic.twitter.com/NajKPezZBe— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) June 12, 2022 „Lóa langsokkur er skemmtileg söguhetja, henni dettur margt ótrúlegt og hlægilegt í hug og svo er hún þar að auki ákaflega sterk. Munu börnin hafa gaman af að fylgjast með öllum æfintýrunum sem þessi nýja söguhetja þeirra endir í,“ segir í tilkynningu blaðsins um söguna. Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir langsokkur Tveimur árum síðar kom fyrsta bókin um Pippi út í þýðingu Jakobs Ó. Péturssonar en þá hét söguhetjan ekki Lóa heldur Lína. Hvorki Lóa né Lína eru nokkuð í námunda við upprunalega nafnið Pippi en líklega hafa báðir þýðendur valið nafn sem byrjar á stafnum L til að stuðla við langsokk. Kosturinn við nafnið Lína, ólíkt Lóu, er hins vegar sá að þegar kemur í ljós að Pippi heitir í raun Pippilotta er auðveldara að lengja viðurnefnið Línu í Sigurlínu en Lóu í eitthvað annað. Þessi upphaflega þýðing er hins vegar töluvert nær frummyndinni en ein af fyrstu íslensku þýðingunum á Mickey Mouse frá 1939 þar sem hann var þýddur á íslensku sem Búri Bragðarefur. Þá má deila um ágæti ýmissa annarra íslenskra þýðinga, Svampur Sveinsson stuðlar vel á íslensku en Sveinn er ansi langt frá Harold. Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þessi fyrsta þýðing á sögu Lindgren birtist sem framhaldssaga þann 13. mars 1946 í Morgunblaðinu. Þar er greint frá því að sagan „sem er rituð í nokkuð nýstárlegum anda“ hafi fengið fyrstu verðlaun í samkeppni útgáfufyrirtækisin Rabén & Sjögren um bestu barnasöguna. Ég er í losti: pic.twitter.com/NajKPezZBe— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) June 12, 2022 „Lóa langsokkur er skemmtileg söguhetja, henni dettur margt ótrúlegt og hlægilegt í hug og svo er hún þar að auki ákaflega sterk. Munu börnin hafa gaman af að fylgjast með öllum æfintýrunum sem þessi nýja söguhetja þeirra endir í,“ segir í tilkynningu blaðsins um söguna. Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir langsokkur Tveimur árum síðar kom fyrsta bókin um Pippi út í þýðingu Jakobs Ó. Péturssonar en þá hét söguhetjan ekki Lóa heldur Lína. Hvorki Lóa né Lína eru nokkuð í námunda við upprunalega nafnið Pippi en líklega hafa báðir þýðendur valið nafn sem byrjar á stafnum L til að stuðla við langsokk. Kosturinn við nafnið Lína, ólíkt Lóu, er hins vegar sá að þegar kemur í ljós að Pippi heitir í raun Pippilotta er auðveldara að lengja viðurnefnið Línu í Sigurlínu en Lóu í eitthvað annað. Þessi upphaflega þýðing er hins vegar töluvert nær frummyndinni en ein af fyrstu íslensku þýðingunum á Mickey Mouse frá 1939 þar sem hann var þýddur á íslensku sem Búri Bragðarefur. Þá má deila um ágæti ýmissa annarra íslenskra þýðinga, Svampur Sveinsson stuðlar vel á íslensku en Sveinn er ansi langt frá Harold.
Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira