„Lélegt að markið hafi verið dæmt út frá líkum“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. júní 2022 22:30 Rúnar Alex Rúnarsson fannst mark Ísrael ekki átt að standa Vísir/Hulda Margrét Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður A-landsliðs karla í fótbolta, var afar sár með að hafa ekki tekist að ná sigri gegn Ísrael. Rúnar var heldur ekki sannfærður um að annað mark Ísraels hefði átt að standa. „Þetta var flottur leikur hjá okkur. Við stjórnuðum leiknum fyrsta hálftímann og hefðum átt að komast tveimur mörkum yfir. Ísrael skoraði skítamark í fyrri hálfleik og einnig var spurning hvort annað markið hefði átt að standa“ sagði Rúnar Alex og hélt áfram. „Við höfum lagt ógeðslega mikið á okkur síðustu þrjár vikur. Þetta var erfiðasta tap sem ég hef upplifað í langan tíma,“ sagði Rúnar Alex og leiðrétti sig síðan þar sem leikurinn endaði með jafntefli en honum leið eins og leikurinn hafi endað með tapi. Rúnar Alex var ekki sáttur með annað mark Ísraels þar sem honum fannst boltinn ekki vera allur inni. „Ég upplifði boltann ekki inni þar sem ég setti hnéð út. Ég stóð inn í markinu en ég hreyfði mig fram á við og upplifði boltann ekki inni. Það var lélegt að dómarinn skuli gefa mark sem var dæmt út frá líkum. Ég sá nokkur sjónarhorn og það var ekki hægt að dæma út frá því að þetta hafi verið hundrað prósent mark.“ „Ég væri frekar til í að hafa marklínutækni á öllum völlum og frekar VAR á sumum völlum. Það eru margar reglur í fótbolta sem er hægt að túlka á mismunandi vegu en hvort boltinn fari yfir línu eða ekki er bara staðreynd. Ef það hefði verið marklínutækni sem hefði staðfest þetta þá væri auðveldara að fara heim og sofna í kvöld en núna hugsa ég bara ef og hefði,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
„Þetta var flottur leikur hjá okkur. Við stjórnuðum leiknum fyrsta hálftímann og hefðum átt að komast tveimur mörkum yfir. Ísrael skoraði skítamark í fyrri hálfleik og einnig var spurning hvort annað markið hefði átt að standa“ sagði Rúnar Alex og hélt áfram. „Við höfum lagt ógeðslega mikið á okkur síðustu þrjár vikur. Þetta var erfiðasta tap sem ég hef upplifað í langan tíma,“ sagði Rúnar Alex og leiðrétti sig síðan þar sem leikurinn endaði með jafntefli en honum leið eins og leikurinn hafi endað með tapi. Rúnar Alex var ekki sáttur með annað mark Ísraels þar sem honum fannst boltinn ekki vera allur inni. „Ég upplifði boltann ekki inni þar sem ég setti hnéð út. Ég stóð inn í markinu en ég hreyfði mig fram á við og upplifði boltann ekki inni. Það var lélegt að dómarinn skuli gefa mark sem var dæmt út frá líkum. Ég sá nokkur sjónarhorn og það var ekki hægt að dæma út frá því að þetta hafi verið hundrað prósent mark.“ „Ég væri frekar til í að hafa marklínutækni á öllum völlum og frekar VAR á sumum völlum. Það eru margar reglur í fótbolta sem er hægt að túlka á mismunandi vegu en hvort boltinn fari yfir línu eða ekki er bara staðreynd. Ef það hefði verið marklínutækni sem hefði staðfest þetta þá væri auðveldara að fara heim og sofna í kvöld en núna hugsa ég bara ef og hefði,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira