Sjáðu tímabæra neglu Önnu, tvennu Hildar í Dalnum og markasúpu á Akureyri Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2022 10:01 Olga Sevcova skoraði sigurmark ÍBV gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ. vísir/bára Íslandsmeistarar Vals náðu í gær fjögurra stiga forskoti á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta, þegar öll níunda umferðin var leikin. Mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Nýtt en kunnuglegt lið er nú næst á eftir Val í titilbaráttunni því Breiðablik kom sér upp fyrir Stjörnuna og Þrótt, í 2. sæti, með 3-0 sigri gegn Þrótturum. Afturelding situr í neðsta sætinu eftir að KR sótti stig til Akureyrar í markasúpu, 3-3. Anna Rakel Pétursdóttir vann boltann af Selfyssingum á eigin vallarhelmingi og endaði á að skora eina markið í 1-0 sigri Vals með góðu skoti, eftir langan sprett. Elín Metta Jensen fór meidd af velli í leiknum en náði áður að gefa langa sendingu í átt að Önnu Rakel sem skilaði markinu. Klippa: Selfoss 0-1 Valur Pétur Pétursson, þjálfari Valskvenna, var sérstaklega ánægður með mark Önnu Rakelar og sagði léttur í bragði tímabært að hún „hitti helvítis boltann með vinstri“. Eyjakonur hafa komið mjög á óvart í sumar og stigu ekki feilspor gegn botnliði Aftureldingar í Mosfellsbæ í gær. Lettneska landsliðskonan Olga Sevcova skoraði í 1-0 sigri ÍBV sem nú situr í þriðja sæti. Klippa: Afturelding 0-1 ÍBV Hildur Antonsdóttir var í stuði í Laugardalnum og skoraði tvö lagleg mörk í 3-0 sigri Breiðabliks. Í fyrri hálfleik fékk hún stungusendingu frá Clöru Sigurðardóttur og kláraði færið vel, og í seinni hálfleik stakk hún vörn Þróttar af og skoraði aftur ein gegn markverði. EM-farinn Alexandra Jóhannsdóttir skoraði svo þriðja markið af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf Ástu Eirar Árnadóttur. Klippa: Þróttur 0-3 Breiðablik Keflavík vann óvæntan sigur á Stjörnunni, 1-0, þar sem Elín Helena Karlsdóttir náði að mjaka boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu í byrjun seinni hálfleiks. Stjarnan missti þar með Breiðablik og ÍBV upp fyrir sig og dróst niður í 4. sæti en Keflavík er nú sex stigum frá fallsæti. Klippa: Keflavík 1-0 Stjarnan Mesta fjörið var þó án efa á Akureyri þar sem KR-ingar komust tvisvar yfir og gerðu sig líklega til að landa sínum fyrsta útisigri í sumar. Hildur Lilja Ágústsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu fyrir KR í fyrri hálfleiknum en Sandra María Jessen jafnaði metin í 1-1 í millitíðinni. Arna Eiríksdóttir og Margrét Árnadóttir komu svo heimakonum í 3-2 snemma í seinni hálfleik en Rasamee Phonsongkham jafnaði metin fyrir KR þegar tíu mínútur voru eftir. Klippa: Þór/KA 3-3 KR Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Tengdar fréttir Elín Metta fór meidd af velli og EM mögulega í hættu Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, meiddist er Valur heimsótti Selfoss í Bestu deild kvenna á þriðjudag. Gestirnir frá Hlíðarenda unnu 1-0 útisigur en Elín Metta þurfti að fara meidd af velli eftir rúmlega klukkustundarleik. 15. júní 2022 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Valur 0-1| Anna Rakel hetja Vals Valur gerði góða ferð á Suðurlandið og vann 0-1 sigur á Selfossi. Anna Rakel Pétursdóttir kom Val yfir á 19. mínútu og reyndist það vera sigurmark leiksins. 14. júní 2022 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-KR 3-3 | Sex marka jafntefli fyrir norðan Þór/KA og KR buðu upp á markaveislu á Akureyri í kvöld þegar liðin skildu jöfn í Bestu deild kvenna, 3-3. 14. júní 2022 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-ÍBV 0-1 | Eyjakonur sóttu stigin þrjú Nýliðar Aftureldingar tóku á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Afturelding er í fallsæti á meðan ÍBV er í 6. sæti. Eina mark leiksins kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var það Olga Sevcova sem kom ÍBV í 1-0. 14. júní 2022 17:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Nýtt en kunnuglegt lið er nú næst á eftir Val í titilbaráttunni því Breiðablik kom sér upp fyrir Stjörnuna og Þrótt, í 2. sæti, með 3-0 sigri gegn Þrótturum. Afturelding situr í neðsta sætinu eftir að KR sótti stig til Akureyrar í markasúpu, 3-3. Anna Rakel Pétursdóttir vann boltann af Selfyssingum á eigin vallarhelmingi og endaði á að skora eina markið í 1-0 sigri Vals með góðu skoti, eftir langan sprett. Elín Metta Jensen fór meidd af velli í leiknum en náði áður að gefa langa sendingu í átt að Önnu Rakel sem skilaði markinu. Klippa: Selfoss 0-1 Valur Pétur Pétursson, þjálfari Valskvenna, var sérstaklega ánægður með mark Önnu Rakelar og sagði léttur í bragði tímabært að hún „hitti helvítis boltann með vinstri“. Eyjakonur hafa komið mjög á óvart í sumar og stigu ekki feilspor gegn botnliði Aftureldingar í Mosfellsbæ í gær. Lettneska landsliðskonan Olga Sevcova skoraði í 1-0 sigri ÍBV sem nú situr í þriðja sæti. Klippa: Afturelding 0-1 ÍBV Hildur Antonsdóttir var í stuði í Laugardalnum og skoraði tvö lagleg mörk í 3-0 sigri Breiðabliks. Í fyrri hálfleik fékk hún stungusendingu frá Clöru Sigurðardóttur og kláraði færið vel, og í seinni hálfleik stakk hún vörn Þróttar af og skoraði aftur ein gegn markverði. EM-farinn Alexandra Jóhannsdóttir skoraði svo þriðja markið af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf Ástu Eirar Árnadóttur. Klippa: Þróttur 0-3 Breiðablik Keflavík vann óvæntan sigur á Stjörnunni, 1-0, þar sem Elín Helena Karlsdóttir náði að mjaka boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu í byrjun seinni hálfleiks. Stjarnan missti þar með Breiðablik og ÍBV upp fyrir sig og dróst niður í 4. sæti en Keflavík er nú sex stigum frá fallsæti. Klippa: Keflavík 1-0 Stjarnan Mesta fjörið var þó án efa á Akureyri þar sem KR-ingar komust tvisvar yfir og gerðu sig líklega til að landa sínum fyrsta útisigri í sumar. Hildur Lilja Ágústsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu fyrir KR í fyrri hálfleiknum en Sandra María Jessen jafnaði metin í 1-1 í millitíðinni. Arna Eiríksdóttir og Margrét Árnadóttir komu svo heimakonum í 3-2 snemma í seinni hálfleik en Rasamee Phonsongkham jafnaði metin fyrir KR þegar tíu mínútur voru eftir. Klippa: Þór/KA 3-3 KR Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Tengdar fréttir Elín Metta fór meidd af velli og EM mögulega í hættu Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, meiddist er Valur heimsótti Selfoss í Bestu deild kvenna á þriðjudag. Gestirnir frá Hlíðarenda unnu 1-0 útisigur en Elín Metta þurfti að fara meidd af velli eftir rúmlega klukkustundarleik. 15. júní 2022 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Valur 0-1| Anna Rakel hetja Vals Valur gerði góða ferð á Suðurlandið og vann 0-1 sigur á Selfossi. Anna Rakel Pétursdóttir kom Val yfir á 19. mínútu og reyndist það vera sigurmark leiksins. 14. júní 2022 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-KR 3-3 | Sex marka jafntefli fyrir norðan Þór/KA og KR buðu upp á markaveislu á Akureyri í kvöld þegar liðin skildu jöfn í Bestu deild kvenna, 3-3. 14. júní 2022 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-ÍBV 0-1 | Eyjakonur sóttu stigin þrjú Nýliðar Aftureldingar tóku á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Afturelding er í fallsæti á meðan ÍBV er í 6. sæti. Eina mark leiksins kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var það Olga Sevcova sem kom ÍBV í 1-0. 14. júní 2022 17:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Elín Metta fór meidd af velli og EM mögulega í hættu Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, meiddist er Valur heimsótti Selfoss í Bestu deild kvenna á þriðjudag. Gestirnir frá Hlíðarenda unnu 1-0 útisigur en Elín Metta þurfti að fara meidd af velli eftir rúmlega klukkustundarleik. 15. júní 2022 08:31
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Valur 0-1| Anna Rakel hetja Vals Valur gerði góða ferð á Suðurlandið og vann 0-1 sigur á Selfossi. Anna Rakel Pétursdóttir kom Val yfir á 19. mínútu og reyndist það vera sigurmark leiksins. 14. júní 2022 22:03
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-KR 3-3 | Sex marka jafntefli fyrir norðan Þór/KA og KR buðu upp á markaveislu á Akureyri í kvöld þegar liðin skildu jöfn í Bestu deild kvenna, 3-3. 14. júní 2022 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-ÍBV 0-1 | Eyjakonur sóttu stigin þrjú Nýliðar Aftureldingar tóku á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Afturelding er í fallsæti á meðan ÍBV er í 6. sæti. Eina mark leiksins kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var það Olga Sevcova sem kom ÍBV í 1-0. 14. júní 2022 17:15