Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 18:46 Mótmælandi heldur á skilti með andliti Boris Johnson forsætisráðherra fyrir utan breska þinghúsið. AP/Matt Dunham Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. Johnson stóð af sér vantrauststillögu sem hluti þingflokks Íhaldsflokksins lagði fram á dögunum. Margir íhaldsmenn eru langþreyttir á endalausum hneykslismálum í kringum Johnson. Það stærsta varðar ítrekuð veisluhöld starfsmanna stjórnarráðsins í stjórnarbyggingum á sama tíma og almennir borgarar sættu ströngum samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig drukku starfsmenn forsætisráðherrans saman langt fram á nótt á meðan aðstandendur dauðvona fólks mátti ekki heimsækja það á dánarbeðinum. Í skýrslu um veisluhöldin var Johnson sagður hafa skapað vinnustaðamenningu þar sem það þótti ekki tiltökumál að starfsfólk bryti reglur. Æðstu stjórnendur yrðu að bera ábyrgð á ítrekuðum brotum á sóttvarnareglum. Johnson og fleiri voru sektaðir fyrir brotin. Geidt lávarður, siðaráðgjafi Johnson, tilkynnti um afsögn sína í dag en gaf ekki upp sérstaka ástæðu fyrir henni, aðeins að þetta væri það rétta í stöðunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann lét þó hafa eftir sér þegar hann kom fyrir þingnefnd í gær að hann væri argur yfir gjörðum forsætisráðherrans. Aðeins rúmt ár er frá því að Geidt tók við ráðgjafastarfinu af Alex Allan. Sá sagði af sér vegna óánægju með að Johnson hefði gripið fram fyrir hendurnar á honum varðandi skýrslu um ásakanir um einelti Priti Patel, innanríkisráðherra, gegn starfsfólki sínu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. 6. júní 2022 20:06 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
Johnson stóð af sér vantrauststillögu sem hluti þingflokks Íhaldsflokksins lagði fram á dögunum. Margir íhaldsmenn eru langþreyttir á endalausum hneykslismálum í kringum Johnson. Það stærsta varðar ítrekuð veisluhöld starfsmanna stjórnarráðsins í stjórnarbyggingum á sama tíma og almennir borgarar sættu ströngum samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig drukku starfsmenn forsætisráðherrans saman langt fram á nótt á meðan aðstandendur dauðvona fólks mátti ekki heimsækja það á dánarbeðinum. Í skýrslu um veisluhöldin var Johnson sagður hafa skapað vinnustaðamenningu þar sem það þótti ekki tiltökumál að starfsfólk bryti reglur. Æðstu stjórnendur yrðu að bera ábyrgð á ítrekuðum brotum á sóttvarnareglum. Johnson og fleiri voru sektaðir fyrir brotin. Geidt lávarður, siðaráðgjafi Johnson, tilkynnti um afsögn sína í dag en gaf ekki upp sérstaka ástæðu fyrir henni, aðeins að þetta væri það rétta í stöðunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann lét þó hafa eftir sér þegar hann kom fyrir þingnefnd í gær að hann væri argur yfir gjörðum forsætisráðherrans. Aðeins rúmt ár er frá því að Geidt tók við ráðgjafastarfinu af Alex Allan. Sá sagði af sér vegna óánægju með að Johnson hefði gripið fram fyrir hendurnar á honum varðandi skýrslu um ásakanir um einelti Priti Patel, innanríkisráðherra, gegn starfsfólki sínu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. 6. júní 2022 20:06 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01
Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. 6. júní 2022 20:06
Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01