Helmingur leikmanna á EM og Afríkukeppninni urðu fyrir netníð Árni Jóhannsson skrifar 19. júní 2022 17:30 Bukayo Saka eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik EM 2020 GETTY iMAGES Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur birt skýrslu um rannsókn á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020 og kom í ljós að helmingur leikmanna hafði orðið fyrir aðkasti á netinu. Reuters skýrir frá skýrslunni sem framkvæmd var af sjálfstæðri rannsóknarnefnd. Niðurstöðurnar þær að meiri en helmingur leikmanna sem tóku þátt í þessum keppnum urðu fyrir netníð á meðan leik stóð, fyrir og eftir leik. Notast var við gervigreind til að greina yfir 400 þúsund innlegg á samfélagsmiðla þegar leikið var í undanúrslitum og úrslitaviðureignum keppnanna og kom í ljós að innlegg sem innhéldu níð gegn leikmönnum kom að mestu leyti frá stuðningsmönnum þess lands sem leikmaðurinn spilaði fyrir. Þannig voru leikmenn Englands, þeir Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka, þeir sem urðu fyrir miklu og ógeðfelldu aðkasti eftir úrslitaleikinn gegn Ítalíu. Sá leikur tapaðist í vítaspyrnukeppni og klúðruðu umræddir leikmenn vítaspyrnum sínum. Niðurstöður skýrslunnar greina frá því þá að tegundirnar af netníð voru að miklu leyti hómófóbísk og kynþáttaníður. 40% af innleggjunum sem greind voru innihalda hómófóbísk skilaboð og 38% þeirra innihéldu kynþáttaníð. Gianni Infantino, forseti FIFA, sendi frá sér yfirlýsingu samhliða birtingu skýrslunnar og sagði að ekki væri hægt að sætta sig við þessar niðurstöður. „Það er skylda okkar að verja fótboltann og það byrjar á því að verja leikmennina okkar. Það eru þeir sem færa okkur gleði með því sem þeir gera á vellinum. Því miður þá er mynstur innleggja á samfélagsmiðla sem beinist að leikmönnum, þjálfurum, dómurum og liðum sem eru óásættanlegt. Þetta er mismunun og mismunun á ekki heima í fótbolta.“ Í nóvember hefst Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Qatar og mun FIFA vinna með Alþjóðaleikmannasamtökunum FIFPRO til að verja leikmenn, lið, dómara og aðdáendur fyrir aðkasti og netníð á meðan mótinu stendur samkvæmt áætlun sem sett hefur verið saman. EM 2020 í fótbolta Afríkukeppnin í fótbolta FIFA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira
Reuters skýrir frá skýrslunni sem framkvæmd var af sjálfstæðri rannsóknarnefnd. Niðurstöðurnar þær að meiri en helmingur leikmanna sem tóku þátt í þessum keppnum urðu fyrir netníð á meðan leik stóð, fyrir og eftir leik. Notast var við gervigreind til að greina yfir 400 þúsund innlegg á samfélagsmiðla þegar leikið var í undanúrslitum og úrslitaviðureignum keppnanna og kom í ljós að innlegg sem innhéldu níð gegn leikmönnum kom að mestu leyti frá stuðningsmönnum þess lands sem leikmaðurinn spilaði fyrir. Þannig voru leikmenn Englands, þeir Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka, þeir sem urðu fyrir miklu og ógeðfelldu aðkasti eftir úrslitaleikinn gegn Ítalíu. Sá leikur tapaðist í vítaspyrnukeppni og klúðruðu umræddir leikmenn vítaspyrnum sínum. Niðurstöður skýrslunnar greina frá því þá að tegundirnar af netníð voru að miklu leyti hómófóbísk og kynþáttaníður. 40% af innleggjunum sem greind voru innihalda hómófóbísk skilaboð og 38% þeirra innihéldu kynþáttaníð. Gianni Infantino, forseti FIFA, sendi frá sér yfirlýsingu samhliða birtingu skýrslunnar og sagði að ekki væri hægt að sætta sig við þessar niðurstöður. „Það er skylda okkar að verja fótboltann og það byrjar á því að verja leikmennina okkar. Það eru þeir sem færa okkur gleði með því sem þeir gera á vellinum. Því miður þá er mynstur innleggja á samfélagsmiðla sem beinist að leikmönnum, þjálfurum, dómurum og liðum sem eru óásættanlegt. Þetta er mismunun og mismunun á ekki heima í fótbolta.“ Í nóvember hefst Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Qatar og mun FIFA vinna með Alþjóðaleikmannasamtökunum FIFPRO til að verja leikmenn, lið, dómara og aðdáendur fyrir aðkasti og netníð á meðan mótinu stendur samkvæmt áætlun sem sett hefur verið saman.
EM 2020 í fótbolta Afríkukeppnin í fótbolta FIFA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira