Mbappé íhugaði að hætta í franska landsliðinu eftir mikla kynþáttaníð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2022 17:00 Kylian Mbappé segist ekki hafa fengið vernd frá franska knattspyrnusambandinu og íhugaði að hætta í landsliðinu. James Williamson - AMA/Getty Images Franska stórstjarnan Kylian Mbappé íhugaði að hætta í franska landsliðinu í fótbolta eftir að leikmaðurinn verð fyrir mikilli kynþáttaníð í kjölfar þess að hann misnotaði vítaspyrnu sem varð til þess að liðið féll úr leik gegn Sviss á EM í fyrra. Frakkar og Svisslendingar áttust þá við í spennutrylli í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma og framlengingar, 3-3, og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Mbappé klikkaði þar á fimmtu og seinustu spyrnu heimsmeistaranna og Svisslendingar fóru því áfram í átta liða úrslit á kostnað Frakka. Segir að franska knattspyrnusambandið hafi ekki staðið með sér Eftir leikinn fékk Mbappé heilan helling af ljótum skilaboðum þar sem hann varð fyrir mikilli og grófri kynþáttaníð - eitthvað sem er því miður orðið allt of algengt í lífi íþróttafólks. Noël Le Graët, forseti franska knattspyrnusambandsins, mætti í viðtal á dögunum þar sem hann sagðist hafa rætt við Mbappé fljótlega eftir mótið. Mbappé hafi þá verið tilbúinn til að yfirgefa franska landsliðið þar sem honum hafi ekki þótt franska knattspyrnusambandið standa með sér. „Honum þótti sambandið ekki verja sig nægilega eftir að hann misnotaði vítaspyrnuna og alla þá gagnrýni sem hann fékk á sig á samfélagsmiðlum. Hann vildi ekki lengur spila fyrir franska landsliðið,“ sagði Le Graët. Mbappé fann sig hins vegar knúinn til að svara þessum ummælum Le Graëts og skrifaði á Twitter-síðu sína að forsetinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða. „Reyndar útskýrði ég mjög vel fyrir honum að þetta hafi verið í tengslum við kynþáttafordóma en ekki vítaklúðrið. En hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða,“ skrifaði Mbappé á Twitter-síðu sína. Oui enfin je lui ai surtout bien expliqué que c’était par rapport au racisme et NON au penalty. Mais lui considérait qu’il n’y avait pas eu de racisme… https://t.co/wZ1nQfb4l4— Kylian Mbappé (@KMbappe) June 19, 2022 Sóknarmaðurinn hefur þó haldið áfram að spila fyrir franska landsliðið og skoraði bæði í undanúrslitum og úrslitum Þjóðadeildarinnar þar sem Frakkar fögnuðu sigri á seinasta ári. Þá skoraði hann einnig fjögur mörk fyrir liðið gegn Kasakstan er Frakkar tryggðu sæti sitt á HM í Katar. Ummæli leikmannsins birtust á Twitter-í gær, stuttu eftir að alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti niðurstöður úr rannsókn sinni á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020. Þær niðurstöður sýna að yfir helmingur leikmanna varð fyrir netníð á meðan leik stóð, fyrir og eftir leik. Fótbolti Kynþáttafordómar Franski boltinn Tengdar fréttir Helmingur leikmanna á EM og Afríkukeppninni urðu fyrir netníð Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur birt skýrslu um rannsókn á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020 og kom í ljós að helmingur leikmanna hafði orðið fyrir aðkasti á netinu. 19. júní 2022 17:30 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira
Frakkar og Svisslendingar áttust þá við í spennutrylli í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma og framlengingar, 3-3, og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Mbappé klikkaði þar á fimmtu og seinustu spyrnu heimsmeistaranna og Svisslendingar fóru því áfram í átta liða úrslit á kostnað Frakka. Segir að franska knattspyrnusambandið hafi ekki staðið með sér Eftir leikinn fékk Mbappé heilan helling af ljótum skilaboðum þar sem hann varð fyrir mikilli og grófri kynþáttaníð - eitthvað sem er því miður orðið allt of algengt í lífi íþróttafólks. Noël Le Graët, forseti franska knattspyrnusambandsins, mætti í viðtal á dögunum þar sem hann sagðist hafa rætt við Mbappé fljótlega eftir mótið. Mbappé hafi þá verið tilbúinn til að yfirgefa franska landsliðið þar sem honum hafi ekki þótt franska knattspyrnusambandið standa með sér. „Honum þótti sambandið ekki verja sig nægilega eftir að hann misnotaði vítaspyrnuna og alla þá gagnrýni sem hann fékk á sig á samfélagsmiðlum. Hann vildi ekki lengur spila fyrir franska landsliðið,“ sagði Le Graët. Mbappé fann sig hins vegar knúinn til að svara þessum ummælum Le Graëts og skrifaði á Twitter-síðu sína að forsetinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða. „Reyndar útskýrði ég mjög vel fyrir honum að þetta hafi verið í tengslum við kynþáttafordóma en ekki vítaklúðrið. En hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða,“ skrifaði Mbappé á Twitter-síðu sína. Oui enfin je lui ai surtout bien expliqué que c’était par rapport au racisme et NON au penalty. Mais lui considérait qu’il n’y avait pas eu de racisme… https://t.co/wZ1nQfb4l4— Kylian Mbappé (@KMbappe) June 19, 2022 Sóknarmaðurinn hefur þó haldið áfram að spila fyrir franska landsliðið og skoraði bæði í undanúrslitum og úrslitum Þjóðadeildarinnar þar sem Frakkar fögnuðu sigri á seinasta ári. Þá skoraði hann einnig fjögur mörk fyrir liðið gegn Kasakstan er Frakkar tryggðu sæti sitt á HM í Katar. Ummæli leikmannsins birtust á Twitter-í gær, stuttu eftir að alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti niðurstöður úr rannsókn sinni á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020. Þær niðurstöður sýna að yfir helmingur leikmanna varð fyrir netníð á meðan leik stóð, fyrir og eftir leik.
Fótbolti Kynþáttafordómar Franski boltinn Tengdar fréttir Helmingur leikmanna á EM og Afríkukeppninni urðu fyrir netníð Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur birt skýrslu um rannsókn á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020 og kom í ljós að helmingur leikmanna hafði orðið fyrir aðkasti á netinu. 19. júní 2022 17:30 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira
Helmingur leikmanna á EM og Afríkukeppninni urðu fyrir netníð Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur birt skýrslu um rannsókn á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020 og kom í ljós að helmingur leikmanna hafði orðið fyrir aðkasti á netinu. 19. júní 2022 17:30