Uppeldisleikritið – hver er þinn söguþráður? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 23. júní 2022 09:31 Margir hafa eflaust einhvern tímann heyrt: ,,þú ert farin/nn/ð að líkjast foreldrum þínum” eða hafa hugsað: ,,ég ætla aldrei að gera þetta eða hitt í uppeldi barnanna minna; ég ætla ekki að feta í fótspor foreldra minna og ala börnin mín svona upp”. Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvernig þú bregst við áreiti í uppeldi barna þinna? Hefur þú staðið þig að því að sýna ósjálfráð viðbrögð sem minna á viðbrögð foreldra þinna í æsku? Þegar við ólumst upp vorum við ítrekað í aðstæðum þar sem við fylgdumst með foreldrum okkar bregðast við áreiti eða aðstæðum. Þetta gat til dæmis verið vegna prakkarastrikanna okkar, misgóðra hugmynda sem við vildum koma í framkvæmd eða vegna þess að við komum ekki heim á réttum tíma. Við fylgdumst með því hvernig foreldrar okkur leystu úr deilum sín á milli. Aðstæðurnar voru ótal margar og af mismunandi toga. Í rauninni var alltaf ,,á upptöku” hjá okkur og við meðtókum mikið magn af upplýsingum um samskipti og hegðun á heimilum okkar. Þessar miklu upplýsingar gerðu okkur svo kleift að spá fyrir um hvernig foreldrar okkur myndu bregðast við í ákveðnum aðstæðum. Til einföldunar þá getum við ímyndað okkur að við séum að leggja leikrit á minnið. Við verjum æskunni í að læra á og kynnast sögupersónunum sem koma þar fram og hlutverkum þeirra. Við fáum langan tíma til þess að læra hlutverkin, atriðin eru síendurtekin sem verður til þess að við verðum þaulæfð. Í rauninni svo vel æfð að við innleiðum sögupersónurnar í líf okkar, við verðum þessar persónur að einhverju leyti. Með hækkandi aldri fækkar aðstæðum á heimilinu sem við verðum vitni að, við flytjum út af heimilum foreldra okkar og verðum sjálfstæðir einstaklingar. Leikritið hefur áfram áhrif á líf okkar en sögupersónurnar geta legið í dvala. Jafnvel árum saman. Svo kemur að því að við eignumst sjálf börn. Óvissa fylgir því að fá barn í hendurnar og til að byrja með vita líklega fæstir hvernig þeir eiga að takast á við þessar nýju og óþekktu aðstæður. Af stað fer nýtt leikrit og við þurfum að finna hlutverk okkar innan þess. Og hvað gerist? Mögulega spólum við til baka í huganum, dustum rykið af sögupersónunum, foreldrum okkar, sem við lærðum svo mikið um á yngri árum. Áður en þú veist af ertu orðin nútímaútgáfa af sögupersónum æskuleikritsins þíns. Ef til vill hefurðu fengið gott uppeldi, leikritið þitt hefur haft jákvæð áhrif á þig sem einstakling og þú vilt halda áfram að skrifa framhald af söguþræðinum þínum. Ef til vill hefði ýmislegt mátt betur fara og þú sem fullorðinn einstaklingur þarft að taka ákvarðanir um hvort að þú viljir halda í gamla söguþráðinn sem þú kannt svo vel eða byrja leikritið aftur frá byrjun. Ef gera á breytingar eða hefja nýtt leikrit þarf foreldrið virkilega að hafa fyrir því að skrifa nýjan söguþráð. Þráð sem fylgir eigin gildum og lífsviðhorfum. Spyrja þarf hvernig foreldri maður vill vera, hvað skal tileinka sér í uppeldi barna sinna og vinna statt og stöðugt í því að uppfæra hlutverkin í uppeldisleikritinu. Ekkert foreldri er fullkomið en flestir eru að reyna sitt besta. Við getum ekki breytt fortíðinni eða uppeldinu sem við fengum en við getum staldrað við og litið inn á við. Við getum velt því fyrir okkur hvernig foreldrar við viljum vera og hvernig við getum verið enn betri útgáfa af okkur í hlutverkinu sem við leikum núna. Það er aldrei of seint að hefja breytingar á söguþræðinum í uppeldisleikritinu sem börnin okkar taka með sér út í lífið. Hvað einkennir sögupersónurnar sem börnin þín eru að leggja á minnið núna? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Börn og uppeldi Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa eflaust einhvern tímann heyrt: ,,þú ert farin/nn/ð að líkjast foreldrum þínum” eða hafa hugsað: ,,ég ætla aldrei að gera þetta eða hitt í uppeldi barnanna minna; ég ætla ekki að feta í fótspor foreldra minna og ala börnin mín svona upp”. Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvernig þú bregst við áreiti í uppeldi barna þinna? Hefur þú staðið þig að því að sýna ósjálfráð viðbrögð sem minna á viðbrögð foreldra þinna í æsku? Þegar við ólumst upp vorum við ítrekað í aðstæðum þar sem við fylgdumst með foreldrum okkar bregðast við áreiti eða aðstæðum. Þetta gat til dæmis verið vegna prakkarastrikanna okkar, misgóðra hugmynda sem við vildum koma í framkvæmd eða vegna þess að við komum ekki heim á réttum tíma. Við fylgdumst með því hvernig foreldrar okkur leystu úr deilum sín á milli. Aðstæðurnar voru ótal margar og af mismunandi toga. Í rauninni var alltaf ,,á upptöku” hjá okkur og við meðtókum mikið magn af upplýsingum um samskipti og hegðun á heimilum okkar. Þessar miklu upplýsingar gerðu okkur svo kleift að spá fyrir um hvernig foreldrar okkur myndu bregðast við í ákveðnum aðstæðum. Til einföldunar þá getum við ímyndað okkur að við séum að leggja leikrit á minnið. Við verjum æskunni í að læra á og kynnast sögupersónunum sem koma þar fram og hlutverkum þeirra. Við fáum langan tíma til þess að læra hlutverkin, atriðin eru síendurtekin sem verður til þess að við verðum þaulæfð. Í rauninni svo vel æfð að við innleiðum sögupersónurnar í líf okkar, við verðum þessar persónur að einhverju leyti. Með hækkandi aldri fækkar aðstæðum á heimilinu sem við verðum vitni að, við flytjum út af heimilum foreldra okkar og verðum sjálfstæðir einstaklingar. Leikritið hefur áfram áhrif á líf okkar en sögupersónurnar geta legið í dvala. Jafnvel árum saman. Svo kemur að því að við eignumst sjálf börn. Óvissa fylgir því að fá barn í hendurnar og til að byrja með vita líklega fæstir hvernig þeir eiga að takast á við þessar nýju og óþekktu aðstæður. Af stað fer nýtt leikrit og við þurfum að finna hlutverk okkar innan þess. Og hvað gerist? Mögulega spólum við til baka í huganum, dustum rykið af sögupersónunum, foreldrum okkar, sem við lærðum svo mikið um á yngri árum. Áður en þú veist af ertu orðin nútímaútgáfa af sögupersónum æskuleikritsins þíns. Ef til vill hefurðu fengið gott uppeldi, leikritið þitt hefur haft jákvæð áhrif á þig sem einstakling og þú vilt halda áfram að skrifa framhald af söguþræðinum þínum. Ef til vill hefði ýmislegt mátt betur fara og þú sem fullorðinn einstaklingur þarft að taka ákvarðanir um hvort að þú viljir halda í gamla söguþráðinn sem þú kannt svo vel eða byrja leikritið aftur frá byrjun. Ef gera á breytingar eða hefja nýtt leikrit þarf foreldrið virkilega að hafa fyrir því að skrifa nýjan söguþráð. Þráð sem fylgir eigin gildum og lífsviðhorfum. Spyrja þarf hvernig foreldri maður vill vera, hvað skal tileinka sér í uppeldi barna sinna og vinna statt og stöðugt í því að uppfæra hlutverkin í uppeldisleikritinu. Ekkert foreldri er fullkomið en flestir eru að reyna sitt besta. Við getum ekki breytt fortíðinni eða uppeldinu sem við fengum en við getum staldrað við og litið inn á við. Við getum velt því fyrir okkur hvernig foreldrar við viljum vera og hvernig við getum verið enn betri útgáfa af okkur í hlutverkinu sem við leikum núna. Það er aldrei of seint að hefja breytingar á söguþræðinum í uppeldisleikritinu sem börnin okkar taka með sér út í lífið. Hvað einkennir sögupersónurnar sem börnin þín eru að leggja á minnið núna? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun